Bæjarblaðið - 07.05.1981, Side 9
Engan óróður, takk!
Leikritið Atómstöðin — Norðan-
stúlkan eftir Halldór Laxness í
leikgerð Sveins Einarssonar og
Þorsteins Gunnarssonar Leik-
stjóri Gunnar Gunnarsson —
leikmynd Gylfi Gíslason.
Ég varð höndum seinni að sjá
uppfærslu Skagaleikflokksins á
Atómstöð Halldórs Laxness hér
á dögunum. Komst ekki fyrr en
á fjórðu sýningu. Fyrir eyrum
mér suðuðu misjafnir dómar
samborgaranna, sem þá höfðu
þegar séð verkið. Með þá krítik
að veganesti og fyrirvara á
flestum hlutum sem upp kynnu
að koma á sviðinu, tók ég mér
sæti í Bíóhöllinni ásamt um 25
öðrum hræðum það kvöldið. Mér
reyndist þó engin þörf á að
neyta þessa nestis meðan á
sýningu stóð. Svo hrifinn varð
ég af frammistöðu leikara,
sviðsbúningi öllum — svo ekki
sé nú minnst á leikverkið sjálft
Gunnar Gunnarsson, leikstjóri.
og ég hafði áður lesið af bók.
Það er að sönnu vandaverk að
koma til skila á leiksviði svo
þokkalega fari, boðskap skáld-
sögu á borð við Atómstöðina,
þar sem byggt er á hnitmiðuð-
um og magnþrungnum texta —
orðsins snilld — fremur en
hraða viðburða og hreyfingu. Því
verður skýr framsögn hvers
Ieikara um sig þýðingarmeiri en
ella. Sérhvert orð þarf að skila
sér út í salinn. í stað gleymdr-
ar setningar tjáir leikaranum lítt
að bregða fyrir sig líkamlegum
afkáraskap og innblásnu sprelli,
sem bjargast má með í mörgum
leik. Fyrir sýningargestinn reyn-
ir meira á næmt eyra en vanga-
veltur um, hvort Ieikurum tekst
að skila kaffidrykkju úr tómum
boilum á sannfærandi hátt, svo
vitnað sé til athugsemdar úr
áðurnefndu veganesti mínu í
ieikhúsið.
Sýningin var vitaskuld ekki
með öllu hnökralaus og ýmis-
legt hefði mátt betur fara. Það
held ég að aðstandendum sýn-
ingarinnar hafi verið jafnijóst og
okkur sem neyttum réttanna úti
í sal. Að mínu áliti réð þar
mestu um, að leikritið er í sjálfu
sér þungt í vöfum með örum
skiptingum. Þar sem hér er á
ferðinni leikgerð skáldsögu,
verður meira byggt á samræðum
en leikrænum tilburðum. Að því
viðbættu hefði ég talið heppi-
legra að beita skuggamynda-
tækni við að ná fram mismun-
andi sviðsmynd í stað hinna
máluðu mynda, sem sífellt þurfti
að færa milli atriða. — En í
mínum huga voru þetta smá-
atriði.
Einmitt í skýrri framsögn og
undantekningalítið ágætum leik
lágu gæði þessarar sýningar,
sem ég skipa á bekk með þeim
betri sem ég hef séð hjá Skaga-
leikflokknum. Þar var vissulega
stigsmunur á leikrænum tilþrif-
um manna eins og gengur. Ég
ætla mér ekki að gefa leikurum
einkunnir. Þó get ég ekki látið
hjá líða að nefna fjögur nöfn.
Leikur Hallberu Jóhannesdóttur
og Auðar Sigurðardóttur í hlut-
verkum Uglu og frú Árdal þótti
mér hreint framúrskarandi. Jafn-
framt var frammistaða Halldórs
Karlssonar (Búi Árdal) og Hall-
gríms Hróðmarssonar (Organist-
inn) með ágætum. Önnur nöfn
ætla ég ekki að nefna að sinni,
þótt hlutur leikara í gerfi lög-
regluþjóna, guða, Kleópötru, ráð-
herra og barna Árdalshjóna væri
litlu síðri.
En til þess að leiksýning megi
vel heppnast, vegur hlutur áhorf-
enda afar þungt. Og segja má,
að þar hafi verulega hallað á
undanfarin ár. Það vantaði þó
ekki, að við þessi 25, sem eydd-
um saman kvöldstund á sýningu
um daginn, skemmtum okkur vel
og gerðum okkar besta til að
fylla upp í lófatak þeirra þriggja
hundruða sem heima sátu það
sinnið. Og þeirra var víst sakn-
að á fleiri sýningum, því láta
mun nærri að húsfyllir næðist
samanlagt á 6 sýningum, að
boðsgestum meðtöldum. Og
hvernig má þetta verða í svo
fjölmennu byggðarlagi? Ekki fæ
ég séð, að megi um kenna
frammistöðu leikara. Er það
vinnuálagið, nálægðin við leik-
hús höfuðborgarinnar eða óhent-
ugur sýningartími sem hindrar
aðsókn fólks? Þó voru menn
ekki að ferma þegar Stormurinn
var sýndur í vetur leið. Er skýr-
ingarinnar kannski að leita í
efnisvali leikflokksins nú og áð-
ur? Já, vel á minnst. Hvert er
efni Atómstöðvarinnar?
„Af hverju ég vil selja land-
ið? sagði forsætisráðherran. Af
því sámviksa mín býður mér
það, og hér Iyfti ráðherrann
þrem hægrihandarfíngrum. Hvað
er ísiand fyrir íslendinga? Ekk-
ert. Vestrið eitt skiftir máii fyrir
norðrið. Við lifum fyrir vestrið;
við deyum fyir vestrið; eitt
vestur. Smáríki — skítur. Austr-
ið skal þurkast út. Dollarinn skal
standa."
Þannig Iýsti Halldór Laxness
afstöðu ráðamanna til þjóðfrels-
isins þrem árum eftir lýðveldis-
tökuna. (Það var nokkru fyrr en
Morgunblaðinu þótti tímabært
að taka manninn í dýrlingatölu).
Og þá sveið margan í bjórinn
undan óvægum dómum Atóm-
stöðvar skáldsins, sem tileink-
uð var minningu mannvinarins
Erlends í Unuhúsi. Sennilega
hefur lágkúruskap og þjónslund
íslenskrar borgarastéttar gagn-
var erlendu valdi og amrískri
Frá æfingu: Flallgrimur Fíróð-
marsson, sem lék organistann.
ásælni aldrei verið jafn bitur-
lega og háðslega lýst á bók.
„Þó þeir fleingi mig opinberlega
á Austurvelli og fleygi mér til
andskotans útúr ríkisstjórninni
þá skal ég samt selja mitt land.
Þó ég verði að gefa mitt land,
skal dollarinn sigra“. (Minntist
einhver á flugstöðvarbyggingu í
Keflavík?).
Hinn þjóðlegi metnaður og
ættjarðarást reis hinsvegar hátt
á öðru sviði. Á sögutíma Atóm-
stöðvarinnar fékk alþýðan í
skiptum fyrir landið heimflutt
bein listaskáldsins góða, sem
legið höfðu í danskri mold í
hundrað ár. Um slíka gjöf og
skiptiverslun var pólitísk sam-
staða meðal íslenskra stjórn-
málaflokka. Nema helvítis
kommúnistarnir, sem komu sam-
an til leyndardómsfullra sellu-
funda og réðu ráðum sínum um
æskulýðshallir og vöggustofur.
Og gerðu auk heldur aðsúg að
stjórnvöldum í ræðu og riti og
hrópuðu vígorð að framtaksemi
máttarstólpa þjóðfélagsins —
faktúrufölsunarfélaginu og öðr-
um heiðarlegum bjargræðisvegi
athafnamannanna.
Á þessum tíma voru og
þrautatímar hjá meyjarblóma
höfuðstaðarins, sem um árabil
hafði látið amrískum aðmíráium
í té blíðu sína í skiptum fyrir
blöðrugúmmí og nylonsokka. Nú
sátu kleópötrur uppi með
ódannaðan mörlandann, sem tók
í nefið auk annars. Tími plat-
ofursta og partía í fínum brögg-
um með kósíhornum og fansí-
Ijósum var iiðinn (í bili). Hlé
var á hernámi landsins. Bænda-
synir fengu köllun og stóðu upp
frá túnslætti og héldu til höfuð-
borgarinnar. Nú lærðu menn að
stela á löglegan hátt. — Áhorf-
andinn að öllu þessu var norð-
anstúlkan — ímynd heiðarleik-
ans og mannlegrar reisnar. Og
þegar Ijóst var að afhending
afsalsins á landinu lá fyrir,
klippti organistinn þau blóm,
sem hann áður hafði hlúð að og
gaf norðanstúlkunni, því blóm
eru ódauðleg.
Það var vogaður maður sem
talaði svo tæpitungulaust til
samtíðar sinnar og Halldór Lax-
ness með Atómstöðinni. Það
hefnir sín ætíð að hafa skoðan-
ir og láta þær í Ijósi (en nú
hefur Morgunblaðið fyrirgefið
honum). Og það hefnir sín enn
þegar áhugamannaleikfélag á
borð við Skagaleikflokkinn svið-
setur sama verk á tímum
aronsku og agúrkutíðar í við-
skiptum stjórnmálamanna við
amrísk hernaðaryfirvöld. Slíkri
hugdirfsku og storkun mætir
fólk einfaldlega með því að
sitja heima.
Þannig tel ég það ekkert
álitamál fyrir félagskap sem
byggir tilveru sína á fórnfúsu
sjálfboðastarfi og aðgangseyri
sýningargesta, að endurskoða
þurfi efnisvalið. Fólk viil fá eitt-
hvert léttmeti, sem slakað getur
á þöndum taugum vinnuálags og
neyslukapphlaups. Engar þjóð-
félagsádeiiur sem skapa um-
ræðu eða valda umhugsun. Það
eykur aðeins á ráðvillu okkar og
vekur upp óþægilegar spurning-
ar um samhengi hlutanna. Nei,
— mætti ég þá heldur biðja um
Spanskfluguna, Rúmrusk eða þá
Þorlák hinn þreytta. Það er eitt-
hvert fútt í því.
Gunnlaugur Haraldsson.
TÝND
Þessi litla skræpótta læða
týndist á föstudaginn langa. Þá
var hún með lauslega hnýttan
gráan borða um hálsinn, sem
gæti hafa dottið af henni. Á
borðann var skrifað heimilsfang
hennar og sími, sem er Garða-
braut 24, 3 h. t. h. og síminn
2749.
Allir þeir sem einhverja vit-
neskju hafa um læðuna frá
þessum tíma eru vinsamlega
beðnir að hafa samband á áður-
töldum stað og síma.
Til sölu
Hvítt baðkar með blöndunartækj-
um og vatnslás. Einnig vaskur á
fæti, hvítur og blár með blönd-
unartækjum. Upplýsingar í síma
1682.
9