Bæjarblaðið - 07.05.1981, Side 10

Bæjarblaðið - 07.05.1981, Side 10
BundiO slitlag á Akranesveg Þeir sem aka um Akranesveg (þjóðveg nr. 51) hafa ekki kom- ist hjá því að veita eftirtekt ömurlegu ástandi hans undan- farin ár. Hver holan af annarri tekur við um leið og malbikaða kaflanum sleppir. hetta á sér sínar eðlilegu skýringar, gamali malarvegur þolir ekki slíka um- ferð, sem er um veginn. í fyrra var síðan hafist handa við róttækar breytingar og til stóð að leggja slitlag á hluta vegarins. Þetta verkefni var hins vegar sett svo aftarlega á verkefnalista Vegagerðarinnar að dæmið gekk ekki upp það árið. En hvað verður gert í sumar? Ekki er gott að segja um það á tímum samdráttar í ríkisútgjöld- um. Bæjarstjórn Akraness legg- ur mikla áherslu á að unnið verði við veginn af krafti. Fyrir skömmu sendi Magnús Odds- son bæjarstjóri, Vegagerð ríkis- ins og þingmönnum Vesturlands bréf til áréttingar þessu máli. Bréfið var svohljóðandi: „í tilefni þess, að vegaáætlun verður til umfjöllunar nú á næst- unni, vil ég leita eftir stuðningi við framkvæmdir á Akranesvegi. Ég óska eftir að fé verði veitt til vegarins á þessu ári, svo hægt verði að leggja bundið slit- lag á 8 km. kafla, sem langt er komið að undirbyggja og að lok- ið verði við undirbyggingu þess hluta vegarins, sem eftir verður svo hægt verði að Ijúka lagn- ingu bundins slitlags á hann á næsta ári. Samkvæmt áætlun síðasta árs og að fengnu viðbótarfé frá Byggðasjóði, var gert ráð fyrir að leggja bundið slitlag á 4 km. kafla. Verki seinkaði svo, að fresta varð þessari framkvæmd og olli það miklum vonbrigðum hér á Akranesi. Fjármagn var hins vegar notað til að undir- byggja fyrrnefndan 8 km. kafla. Umferð um Akranesveg er mjög mikil. Hann er tenging hinna 5170 íbúa kaupstaðarins við þjóðvegakerfið. Öll umferð milli Járnblendiverksmiðjunnar og Akraness fer um veginn. Einnig allir þungaflutningar til Byggöasafniö í Görðum Byggðasafnið í Görðum verður opið reglulega frá 18. maí næst- komandi til 31. ágúst. Opið verð- ur alla daga frá kl. 11-12 f.h. og 2-5 e.h., en á öðrum tíma eftir nánara samkomulagi við safn- vörð. Fram til 18. maí verður safnið opið eins og verið hefur í vetur kl. 2-4 e.h. virka daga. (Fréttati IkynningJ Til sölu 3 herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi við Skarðsbraut. Þvottahús í íbúðinni. Upplýsingar hjá Birgi í Heiðarskóla sími 2111. og frá Sementsverksmiðju ríkis- ins, sem fara fram á landi. Á það bæði við um hráefnis- og sementsflutninga. M/S Akraborg flytur um 60.000 bíla árlega og verulegur hluti þeirra fer um veginn. Hann er úmferðarþyngsti vegur í Borgarfjarðarhéraði. Ég vil minna á, að þegar er lokið undirbyggingu og lagningu bundins slitlags á vegi til fjöl- margra þéttbýliskjarna með mun færri íbúa en Akranes. T.d. var lokið við Grindavíkurveg 1973, Sandgerðisveg 1974, Garðaveg 1976, Vogaveg 1977. Sama sum- ar og byrjað var á lagningu bundins slitlags á Akranesveg, var einnig byrjað á Stokkseyrar- og Eyrarbakkavegi. (Far búa tæplega 1.100 íbúar alls). Hald- ið var áfram með lagningu á hann sumarið 1979 og einnig s.l. sumar og lagningu þá lokið að vegamótum. Við Akranesveg var hins vegar hvorki unnið að Iagn- ingu bundins slitlags sumarið 1979 né sumarið 1980. Ég beini því þeirri eindregnu ósk minni til þingmanna kjör- dæmisins og Vegagerðar ríkis- ins, að lokið verði lagningu bundins slitlags á fyrrnefnda 8 km. á þessu ári og að lokið verði við undirbyggingu á þeim kafla, sem eftir verður, svo hægt verði að Ijúka lagningu bundins slitlags á Akranesveg á næsta ári.“ Svo mörg voru þau orð. Von- andi er að ráðamenn geri sér grein fyrir nauðsyn þess að koma Akranesvegi í ökufært ástand. Eins og fram kom í bréfi bæjarstjóra er þetta umferðar- þyngsti vegur í Borgarfirði og óhætt er að fullyrða að umferð um hans eykst stöðugt. Pá er gott fyrir ráðamenn að hafa í huga, að óvíða á landinu hefur íbúum fjölgað eins ört á skömm- um tíma og á Akranesi. Húsbyggjendur Mikið úrval af vegg- og loftplötum Nýkomnar spónaplötur í öllum þykktum Eigum til vélaunnið gluggaefni Glerull - steinull - einangrunarplast Miðstöðvarofnar, margar gerðir Tökum á móti pöntunum á einangrunargleri frá Samverki hf. Trésmiðjan Akur hf. Akursbraut 11, — S.: 2006 og 2066 AKRANESKAUPSTAÐUR Óskiiamunir Mikið magn óskilamuna er í íþróttahúsinu. Úr, handklæði, skartgripir, úlpur o.m.fl. Vinsamlegast gætið að eignum ykkar. Foreldrar! íþróttaiðkendur! Kannið hvort þið eigið eitthvað af eignum í íþróttahúsinu. Forstöðumaður. 10

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.