Fréttablaðið - 26.07.2019, Page 2

Fréttablaðið - 26.07.2019, Page 2
Veður Norðaustan 3-10 m/s. Fer að rigna í dag, fyrst austan til, en úrkomu- minna norðanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi. SJÁ SÍÐU 16 Druslugangan undirbúin Druslugangan verður farin í níunda sinn næstkomandi laugardag. Gangan fer frá Hallgrímskirkju klukkan 14 og endar á Austurvelli. Undirbún- ingur hefur staðið alla vikuna og í gærkvöld fór fram hannyrðapönk og skiltagerð á Loft hosteli þar sem einnig var hægt að kaupa varning. Aðstand- endur göngunnar vilja færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og færa skömmina þangað sem hún á heima. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAG „Þetta byrjaði sem verk- efni hjá Jónu Ottesen og er svona hennar barn. Hún byrjar með þetta fyrir fjórum árum ásamt tveimur öðrum og svo hefur þetta stækkað smátt og smátt í gegnum árin,“ segir Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjenda Kátt á Klambra. En þann 1. júní síðastliðinn lenti Jóna í alvarlegu bílslysi þegar hún var á leið heim úr sumarbústað með dóttur sinni. Jóna hlaut alvarlegan mænuskaða við slysið. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á Klambratúni á sunnudaginn frá klukkan ellefu til fimm og búast skipuleggjendur við miklum fjölda gesta. „Fyrsta árið mættu á milli tólf og fimmtán hundruð manns á hátíðina og svo hefur fjöldi gesta margfaldast í gegnum árin. Í fyrra voru um 4.000 gestir,“ segir Særós. „Við erum bjartsýn á að fá um 5-6.000 manns núna. Ef við náum að selja 6.000 miða verður uppselt og við erum bara mjög bjartsýn á að það gerist,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar. Dagskrá hátíðarinnar er sniðin að börnum og var mikið lagt upp úr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þegar dagskráin var sett saman. „Við erum með skipti- aðstöðu og aðstöðu þar sem er hægt að gefa brjóst í næði. Fyrir yngstu börnin erum við til dæmis með kósítjöld og fyrir þau eldri hjóla- brettasvæði og þrautabrautir. Svo alls konar tónlistaratriði, andlits- málun og ýmsar smiðjur þar sem krakkarnir geta tekið þátt,“ segir Hildur Soffía. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum sem tala um að þarna loksins finni þeir stað þar sem allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Hildur Soffía við. „Það er svo margt í gangi fyrir fullorðna á sumrin, alls konar hátíðir úti um allt. En börn hafa fengið lítið pláss í menningunni og það er lítið að gera fyrir þau á sumr- in svo þetta er svona okkar leið til að svara því kalli,“ segir Særós. Særós og Hildur Soffía eru sam- mála um að líklega sé um frið- sælustu útihátíð landsins að ræða. Markhópurinn sé fjölskyldan og markmiðið sé að njóta samverunn- ar. „Það er ekki drukkinn bjór eða annað áfengi á svæðinu og við leyf- um ekki reykingar svo þetta er mjög fjölskylduvænt og að okkar mati fal- legasta hátíðin, þar sem fjölskyldan á góðan dag saman í rólegheitunum á afslöppuðu grænu svæði.“ Fólk er hvatt til þess að taka með sér teppi og nýta svæðin og af þrey- inguna sem í boði er á svæðinu. birnadrofn@frettabladid.is Kósítjöld fyrir yngstu börnin á Klambratúni Barna- og fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra verður haldin í fjórða skipti á Klambratúni á sunnudaginn. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru sammála um að hátíðin sé friðsælasta útihátíð landsins, en ekki er leyfilegt að neyta áfengis á svæðinu. Boðið verður upp á ýmsa afþreyingu fyrir börn á öllum aldri. Það er svo margt í gangi fyrir full- orðna á sumrin, alls konar hátíðir út um allt. En börn hafa fengið lítið pláss í menningunni. Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjenda Kátt á Klambra Skipuleggjendur hátíðarinnar á Klambratúni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi LÖGREGLUMÁL Rannsóknarlög- reglan á Suðurnesjum rannsakar ekki hvarf Mateusz Tynski sem sást síðast í febrúar. Þetta staðfestir Jóhannes Jensson, yfirmaður rann- sóknardeildar. Eina athugunin sem virðist hafa farið fram er að Mateusz hafi farið úr landi. Lögreglan hefur því ekki rann- sakað hvort Mateusz hafi sagt upp í vinnu sinni, selt bifreið sína eða skilið eftir aðrar eigur sínar þegar hann fór af landi brott. Eins og fram kom í samtali við bróður Mateusz var hann í stöðugu sambandi við fjölskyldu sína þau fjögur ár sem hann var hér á landi. – khg Rannsakar ekki hvarf Mateusz Mateusz Tynski. MYND/ITAKA SAMKEPPNISMÁL Félag atvinnurek- enda (FA) hefur sent Samkeppnis- eftirlitinu (SE) erindi þar sem farið er fram á rannsókn á háttsemi afurðastöðva sem að mati félagsins hefur leitt til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum. Í erindi FA er bent á að umrædd- an skort megi rekja til stórtæks útf lutnings á verði sem sé mun lægra en íslenskum verslunum standi til boða. FA vill að SE skoði hvort afurðastöðvar hafi gerst brotlegar við samkeppnislög með samstilltum aðgerðum og hvort umræddar vörur hafi verið undir- verðlagðar í útflutningi til að skapa skort innanlands. Eins og greint var frá fyrr í vik- unni hefur atvinnuvegaráðuneytið brugðist við með því að gefa út tímabundinn innf lutningskvóta. FA telur ástæðu til að SE sendi stjórnvöldum tilmæli um breytta stjórnsýsluframkvæmd í tilvikum sem þessum. Brugðist hafi verið allt of seint við þrátt fyrir augljós teikn á lofti um yfirvofandi skort. – sar SE skoði hvort afurðastöðvar hafi brotið lög Lambahryggi og hryggsneiðar gæti skort á næstunni. FRÉTTAVILHELM Lagður hefur verið til tímabundinn innflutnings- kvóti á lambahryggjum og hryggsneiðum. Frá 29. júlí til 30. ágúst verði 30 pró- senta verðtollur felldur niður og magntollur lækk- aður úr 382 krónum í 172. 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 9 -B 3 B 0 2 3 7 9 -B 2 7 4 2 3 7 9 -B 1 3 8 2 3 7 9 -A F F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.