Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 4
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Við höfum fengið
fjölda mála þar sem
lántakendur smálána hafa
greitt margfalt meira til
baka en þeim ber lögum
samkvæmt, jafnvel sem
nemur mörgum hundruðum
þúsunda.
Brynhildur
Pétursdóttir,
framkvæmda-
stjóri Neytenda-
samtakanna
*Aftonbladet, Svíþjóð 2019
Bólukrem ársins!
Aleria sigrast á bólum
og stuðlar að heilbrigðri húð.
Einstök efnasamsetning sem virkar.
Fæst í apótekum www.florealis.is
1 Elís a bet tek ur Meg han og Harr y fram fyr ir
Katr ín u og Vil hjálm
2 „Mér finnst bara kjánalegt að fólk hagi sér
svona“
3 „Þótt Mogginn segi það – þá er það ekki satt“
4 Fer ófögrum orðum um Svein Andra
5 „Leiðin legt að þetta hafi farið fyrir brjóstið á
svona mörgum“
NEYTENDUR „Ég hef fundað með
Umboðsmanni skuldara nokkrum
sinnum. Ég ber mikla virðingu fyrir
starfi Ástu og hennar fólks sem gerir
allt sem þau geta til að hjálpa fólki í
skuldavanda,“ segir Ondřej Šmakal,
forstjóri Kredia Group.
Árið 2018 voru 59 prósent þeirra
sem óskuðu eftir aðstoð umboðs
manns skuldara með smálán.
Ondřej segir að fundirnir hafi skipt
máli.
„Gögn frá US eru mjög mikil
vægt framlag í okkar áhættumat og
ákvarðanir okkar um hverjum skal
lána. Til dæmis þá komum við í veg
fyrir að viðskiptavinur sem leitað
hefur til US fái lán hjá okkur,“ segir
Ondrej.
„Við lánum ekki til einstaklinga
undir tvítugu og við höfum tekið
upp herta skilmála fyrir viðskipta
vini á aldrinum 20 til 25 ára. Að því
sögðu þá myndi það hjálpa mjög ef
skráningar US yrðu aðgengilegar
fjármálafyrirtækjum. Ég hef rekist á
nokkur dæmi þess að viðskiptavinur
leiti til US, fari í greiðsluaðlögun en
taki svo önnur lán í millitíðinni. Slík
skrá myndi hjálpa mjög til að koma í
veg fyrir slíkt.“
Neytendasamtökin hafa gagn
rýnt smálánafyrirtækin og Almenna
innheimtu ehf., innheimtufyrirtæki
þeirra á Íslandi, harðlega að undan
förnu og hvatt lántaka til að hætta
að greiða af lánum yfir lánskostnaði.
„Við höfum fengið fjölda mála
þar sem lántakendur smálána hafa
greitt margfalt meira til baka en
þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel
sem nemur mörgum hundruðum
þúsunda,“ segir Brynhildur Péturs
dóttir, framkvæmdastjóri sam
takanna.
Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og
eigandi Almennrar innheimtu ehf.,
segir að lánunum hafi verið breytt að
kröfu innheimtufyrirtækisins.
„Í maí síðastliðnum tilkynnti
Almenn innheimta okkur að þeir
myndu hætta að starfa með okkur
ef við breyttum ekki viðskiptamód
elinu okkar á Íslandi og við gerðum
það. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en
að við getum haldið áfram samstarfi
okkar við Almenna innheimtu,“
segir Ondrej.
Vörumerkin fimm eru í eigu eCom
merce 2020, sem er í eigu Kredia
Group. Ondřej segir enga starfsemi
á Íslandi. „Kredia Group eða dóttur
fyrirtæki þess hafa enga starfsemi á
Íslandi. Engir starfsmenn, engin skrif
stofa. Auðvitað getur þetta breyst í
framtíðinni. Ef það gerist þá munum
við tilkynna það.“
Ondrej segir að lykilstarfsemin
fari fram í Tékklandi. „Heimilisföng
in í Kaupmannahöfn, Lundúnum
og Prag sem blaðamenn heimsóttu
eru skráð húsfesti okkar fyrirtækja.
Ég heimsæki þessar skrifstofur oft.
Flest af okkar starfsfólki vinnur
hvaðan sem það vill. Við lifum í staf
rænum heimi,“ segir Ondřej.
„Kredia Group samanstendur af
20 sérfræðingum á sviði fjármála,
áhættumats og markaðsmála. Hóp
urinn starfar í Tékklandi, Bretlandi
og Danmörku. Annarri þjónustu er
úthýst.“
Fram til þessa hefur verið á óljóst
hver í eigi í raun smálánafyrirtækin,
Ondřej segir það ekkert leyndar
mál. „Kredia Group skipti nýverið
um eigendur. Michal Mensik, sem
átti fyrirtækið, ákvað að hætta og
ég ákvað að kaupa það. Við höfum
möguleika á því að bjóða viðskipta
vinum okkar á Norðurlöndunum
upp á áhugverðar vörur á sviði fjár
málatækni, að sjálfsögðu fylgjum
við lögum um neytendavernd á
hverjum stað fyrir sig.“ – ab
Fundir með Umboðsmanni
skuldara skiptu miklu máli
Ondřej Šmakal, forstjóri Kredia Group, segir að hann virði íslensk lög.
Forstjóri Kredia Group
hefur fundað marg-
sinnis með Umboðs-
manni skuldara. Í fyrra
var meira en helmingur
þeirra, sem óskuðu eftir
aðstoð, með smálán.
FRAKKLAND Franska tískuhúsið
Sonia Rykiel heyrir nú sögunni til.
Þetta varð ljóst eftir að leit að nýjum
eigendum bar ekki árangur. Fyrir
tækið verður nú tekið til gjaldþrota
skipta en reksturinn hafði gengið
illa undanfarin ár. Verslunum í New
York og London var lokað í apríl
síðastliðnum.
Sonia Rykiel stofnaði tískuhúsið í
París árið 1968 og var yfirhönnuður
þess til 1995 þegar dóttir hennar tók
við. Sonia var oft kölluð drottning
prjónaf líkurinnar en hönnun
hennar er talin einkenna þann anda
sem ríkti í París á 7. áratug síðustu
aldar. Leikkonan Audrey Hep
burn gerði meðal annars röndótta
prjónapeysu Soniu heimsfræga.
Sonia lést fyrir þremur árum, 86
ára að aldri. Hún hafði þá glímt við
Parkinson um árabil. – sar
Sonia Rykiel
gjaldþrota
Sonia Rykiel.
REYKJAVÍK Ótrú leg sprenging hefur
orðið í komu gesta í Fjöl skyldu og
hús dýra garðinn á fyrstu sex mán
uðum ársins og þá hafa ívið f leiri
lagt leið sína í sund laugar Reykja
víkur borgar. Þetta kemur fram í
til kynningu frá ÍTR.
Gestum Fjölskyldu og húsdýra
garðsins fjölgaði um 32 þúsund
á fyrri helmingi ársins miðað
við sama tíma í fyrra. Þá hafa 40
þúsund f leiri gestir mætt í sund
laugarnar miðað við í fyrra. Gesta
fjöldinn í laugarnar er 1.173.000 og
í Fjöl skyldu garðinn 100.600 fyrstu
sex mánuðina.
Frétta blaðið hefur áður greint
frá því að í nú í maí var met að sókn
í Fjölskyldu og húsdýragarðinn
en þá heim sóttu 26 þúsund manns
dýrin og leik tækin. Var það tölu
verð fjölgun gesta miðað við árið
áður en maí mánuður 2018 var sá
versti í sögu garðsins þegar gestir
voru einungis 13 þúsund.
Í maí 2019 komu 26.000 f leiri
gestir í sund en árið 2018 og 14.000
f leiri í júní mánuði 2019 en 2018.
Í Fjöl skyldu garðinum voru gestir
14.000 f leiri í júní mánuði saman
borið við 2018.
Ekki eru til gögn yfir fjölda gesta
á Yl ströndinni í Naut hóls vík en í
til kynningunni kemur fram að að
sókn þar hafi verið gífur lega góð í
sumar, bæði hjá þeim sem sækja
Yl ströndina heim sem og hjá þeim
sem stunda sjósund.
– oæg
Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
rúmlega 100 þúsund fyrri hluta ársins
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI Afkoma Landsbankans
var jákvæð um 11,1 milljarð króna
eftir skatta á fyrri helmingi ársins
2019 samanborið við 11,6 milljarða
króna hagnað á sama tímabili árið
2018. Arðsemi eigin fjár á tímabil
inu var 9,1 prósent á ársgrundvelli,
samanborið við 9,9 prósent á sama
tímabili 2018.
„Uppgjör Landsbankans fyrir
fyrri hluta ársins er gott. Tekjur
bankans voru hærri og kostnaður
lægri en gert var ráð fyrir og ljóst
að grunnreksturinn er traustur
og skilar góðri arðsemi. Aðhald í
rekstri bankans á stóran þátt í að
rekstrarkostnaður bankans stendur
í stað á milli tímabila,“ er haft eftir
Lilju Björk Einarsdóttur, banka
stjóra Landsbankans, í tilkynningu
frá bankanum.
Einnig er haft eftir Lilju Björk að
skilvirkni hafi aukist með hagnýt
ingu á stafrænni tækni og nýjungar
í þjónustu fengið góðar viðtökur
hjá viðskiptavinum. Kostnaðar
hlutfall bankans hafi verið rúmlega
40 prósent sem sé lægra en á sama
tíma í fyrra og lægra en markmið
bankans.
Eigið fé Landsbankans var 240,6
milljarðar króna í lok júní og eigin
fjárhlutfallið var 23,7 prósent. – tfh
Landsbankinn skilaði níu prósenta arðsemi
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri
Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
9
-C
7
7
0
2
3
7
9
-C
6
3
4
2
3
7
9
-C
4
F
8
2
3
7
9
-C
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K