Fréttablaðið - 26.07.2019, Side 26
Ég hvet sem flesta
til að drífa sig út og
hreyfa sig, sama hvaða
hreyfing hentar, hún er
alltaf af hinu góða og
kemur sér alltaf vel.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMARAÞON
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona í Norðausturkjör-dæmi og formaður þing-
flokks Vinstri grænna, byrjaði að
stunda hlaup sér til heilsubótar
vorið 2016, en áður hafði hún aldr-
ei stundað markvissa hreyfingu.
Hún sat mikið vegna vinnu sinnar
og fannst hún þurfa að gera eitt-
hvað, svo hún ákvað að prófa að
fara að hlaupa.
„Ég hélt að ég gæti þetta ekki, ég
var búin að vera stíf í skrokknum
og slæm í bakinu lengi. En ég fór að
paufast við þetta og fannst þetta
ótrúlega skemmtilegt og gott við
stirðleika, svo ég hélt áfram,“ segir
Bjarkey. „Ég fór þrjá og hálfan kíló-
metra fyrst, en til að byrja með gat
Allir geta byrjað að hlaupa
Bjarkey tók þátt TVG Zimsen hlaupinu í Grímsey, sem er rúmir tólf kílómetrar.
Bjarkey skrá-
setur hlaupin
sín í sveitinni
með snjallúri og
snjallsímafor-
ritum.
Núna hleypur
Bjarkey að
minnsta kosti
þrisvar í viku og
er farin að bæta
hjólatúrum við.
Þingkonan Bjark-
ey Olsen Gunn-
arsdóttir byrjaði
að hlaupa vorið
2016 heilsunnar
vegna, en þá
hafði hún ekki
hreyft sig árum
saman. Í dag
hleypur hún að
jafnaði þrisvar í
viku og segir að
aðalmálið sé að
drífa sig af stað.
ég lítið hlaupið, svo ég rölti bara
inn á milli. Núna hleyp ég a.m.k
þrisvar í viku og ég er líka farin að
hjóla af og til.“
Ekki mikil keppnistýpa
„Eftir að hafa hlaupið í tæplega tvo
mánuði dró bróðir minn mig með
sér í Stjörnuhlaupið, sem er árlegt
10 km hlaup. Það var ótrúlega
gaman og varð mér hvatning til að
halda áfram,“ segir Bjarkey. „Svo
var ég líka „dobluð“ í TVG Zimsen
hlaup í Grímsey sem er rúmir tólf
kílómetrar. Það er lengsta keppnis-
hlaup sem ég hef tekið þátt í, en ég
stefni ekki á að stunda langhlaup.
Ég er hins vegar að prófa mig áfram
í utanvegahlaupi. Fyrst og fremst
er ég bara að hlaupa til að viðhalda
heilsunni og hafa gaman, ég er ekki
mikil keppnistýpa.“
Bjarkey hefur áður tekið þátt
í 10 km hlaupinu í Reykjavíkur-
maraþoninu en segist ekki vera
búin að ákveða hvort hún tekur
þátt í ár. „Það fer eftir því hvar ég
verð á landinu. En ef ég tek þátt þá
fer ég 10 kílómetra,“ segir hún. „Ég
hef líka gælt við að taka einhvern
tímann hálfmaraþon og maður er
alltaf að hugsa um það, svo á eftir
að koma í ljós hvað verður.
Ég hleyp alltaf ein, sem mér finnst
gott,“ segir Bjarkey. „En ef maður vill
bæta tímann sinn og vinna sig upp
held ég að það sé gott að vera í hópi,
hann togar mann áfram. Ég hef bara
ekki verið mikið í því.“
Útiveran er það besta
Bjarkey segir að útiveran sé það
besta við hlaupin. „Það er svo gott
að vera úti í náttúrunni. Ég fer
heim í Ólafsfjörð um hverja helgi
og þá er maður kominn út í nátt-
úruna eftir 200 metra hlaup. Það er
mjög hressandi,“ segir hún. „Ég er
líka alltaf með hlaupagallann með
mér, hvert sem ég fer, og maður
virðir borgir og bæi allt öðruvísi
fyrir sér þegar maður er að hlaupa.
Mér finnst best að hlaupa í
sveitinni heima í Ólafsfirði,“
segir Bjarkey. „Það er skemmtileg
blanda af götuhlaupi og utanvega-
hlaupi. Mér finnst þessi fjölbreytni
skemmtileg og það er sjálfsagt
auðvelt að blanda þessu saman í
f lestum minni byggðarlögum.“
Hún segir að veðrið hafi sjaldan
áhrif á hlaupin. „Það er sjaldan
eitthvað sem stoppar mann í
Reykjavík, en á Ólafsfirði þarf ég
stundum að setja undir mig brodd-
ana og hlaupa á þeim í hálku,“ segir
Bjarkey. „Nóg á maður af útivistar-
fatnaði, þannig að maður klæðir
sig bara eftir veðri og hleypur
kannski aðeins styttra í verri
veðrum. En ég dríf mig alltaf út.“
Skiptir öllu að drífa sig út
Bjarkey segir að ef fólk hafi áhuga á
að byrja að hlaupa sé mikilvægast
að kaupa góða skó. „Ég fór í göngu-
greiningu og keypti svo skó, það
reyndist mér ótrúlega vel,“ segir
hún. „Ég nota líka Garmin úr, sem
gefur mér alls kyns gagnlegar upp-
lýsingar um hlaupin. Svo nota ég
líka snjallsímaforritin Endomondo
og Strava. Ég tengi bara úrið við
símann og mér finnst þetta gagn-
legt. Þetta er líka gaman fyrir þá sem
hafa alvarlegri dellur, það er hægt að
fá alls konar aukabúnað og tengja
þetta líka við hjólið og svona.“
En það mikilvægasta, segir
Bjarkey, er að drífa sig af stað og
gera þetta. „Þó maður geti lítið
hlaupið, það er mikilvægt að
reyna og það er þá hægt að labba
ef það er of erfitt að hlaupa,“ segir
hún. „Þannig býr maður líka til
rútínu. Mér hefur líka alltaf þótt
mikilvægt að teygja vel og það er
verðmætt að viðhalda teygjanleik-
anum þegar maður eldist.
Ég hvet sem flesta til að drífa
sig út og hreyfa sig, sama hvaða
hreyfing hentar, hún er alltaf af
hinu góða og kemur sér alltaf vel,“
segir Bjarkey. „Þetta er vel hægt, þó
maður sé að byrja frá grunni, eins
og ég.“
Trönuhrauni 8, 220 Hafnarrrði | www.stod.is
CEP hágæða íþróttasokkar með
þrýstingi.
• Auka blóððæði og súrefnisupptöku.
• Styðja við vöðva og liðamót.
• Hraða endurheimt.
• Draga úr líkum á meiðslum.
Henta vel í
• Hjólreiðar
• Hlaup
• Íþróttir
• Útivist
Bólstrun á
álagssvæðum ver
fætur og eykur
endingu.
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
9
-E
0
2
0
2
3
7
9
-D
E
E
4
2
3
7
9
-D
D
A
8
2
3
7
9
-D
C
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K