Fréttablaðið - 26.07.2019, Síða 29

Fréttablaðið - 26.07.2019, Síða 29
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 9 F Ö S T U DAG U R 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 MARAÞON Hlynur Andr- ésson á flest Íslandsmet í hlaupum eða alls 9 talsins. Hann æfir og keppir í skóm frá Brooks sem fást hjá Eins og fætur toga. Ég á f lest Íslandsmet í hlaup-um í dag. Nema í maraþoni og hálfmaraþoni. Ég er enn þá að vinna í því,“ segir Hlynur. „Ég var að setja met í 5.000 metra hlaupi núna síðasta laugardag. Ég á líka metið í 10 kílómetra götu og 10 kílómetra braut og 3.000 metra hindrun. Ég held að Íslandsmetin sem ég á núna séu orðin níu.“ Hlynur byrjaði að hlaupa þegar hann fór til Bandaríkjanna sem skiptinemi. „Þá lenti ég í því að prófa víðavangshlaup, sem er mikið stundað í menntaskólum í Bandaríkjunum. Þá kom þessi hlaupahæfileiki f ljótt í ljós. Þetta var árið 2011,“ segir hann. Síðan Hlynur byrjaði að hlaupa eru því liðin átta ár. „Það tók smá tíma að komast á það stig sem ég er á núna. En núna, ef ég bæti mig í einhverri grein, þá er það yfirleitt Íslandsmet. Þegar þú ert kominn lengra en aðrir íslenskir hlauparar hafa komist þá ertu eiginlega að setja met í hvert sinn sem þú bætir þig,“ útskýrir hann. Þar sem möguleikinn á atvinnumennsku í hlaupum er ekki mikill á Íslandi þá býr Hlynur og æfir í Hollandi. „Það er bara ekki nógu mikil samkeppni á Íslandi, ekki nógu mikið af pen- ingaverðlaunum í boði í hlaupum og ekki nógu gott veður. Ég er með þjálfara hér úti og er ekki eini Íslendingurinn. Aníta Hin- riksdóttir er hérna líka þannig að við erum tvö,“ segir Hlynur. Fannst Brooks langbestir Hlynur hefur hlaupið í fatnaði og skóm frá Brooks og verið því í samstarfi við fyrirtækið Eins og fætur toga sem selur þessar vörur. „Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum, eftir að hafa verið skiptinemi, þá var ég búinn að vera að prófa ýmsa hlaupaskó og mér fannst Brooks skórnir langbestir. Ég fór þess vegna bara í umboðið á Íslandi og þau tóku vel í að hjálpa mér svolítið. Ég fékk gefins föt og skó og afsláttar- kóða og ýmislegt,“ útskýrir Hlynur spurður að því hvernig samstarfið við Eins og fætur toga hófst. „Eftir að ég varð betri og betri sýndu þau meiri áhuga á að aðstoða mig. Þegar Lýður hjá Eins og fætur toga tók við Brooks vörumerkinu á Íslandi þá settumst við niður og töluðum saman. Það var eftir að ég kláraði háskólanám í Bandaríkjunum í haust. Lýður vill reyna að hjálpa mér að komast á Ólympíuleikana 2020 svo ég fæ aðstoð frá fyrir- tækinu. Þetta er f lott samstarf sem báðir aðilar fá eitthvað út úr. Það er rosa gott að hafa svona stuðning því ef þú notar eitt skópar á mánuði þá eru þetta 12 skópör á ári, sem er svolítið mikið. Stefnir á Ólympíuleikana Næst á dagskrá hjá Hlyni er að keppa í Reykjavíkurmaraþoninu. Þar ætlar hann að hlaupa hálft maraþon. Hann segist ætla að geyma heilt maraþon fram að næsta ári. Aðspurður hvort hann ætli þá að ná Íslandsmeti í hálfmaraþoni hlær hann og segist ekki reikna með því. „Það er svolítið erfitt að setja met á Íslandi því það þarf að vera góð samkeppni til að setja met í hlaupum. En ég ætla að gera mitt besta og vonandi bæta eigin tíma. Vonandi verður brautin bara rétt mæld í ár. Það gerðist í fyrra að hún var rangt mæld og allir tímar í maraþoni og hálfmaraþoni voru ógildir. Það var frekar leiðinlegt.“ Eftir Reykjavíkurmaraþonið ætlar Hlynur að taka sér frí frá hlaupum í eina til tvær vikur. Svo er stefnan að byggja sig upp aftur fyrir haustið og keppa eitthvað í götuhlaupum í haust. „En núna snýst allt um næsta ár, sem er ólympískt ár, og um Ólympíu- leikana 2020.“ Að lokum hvetur Hlynur fólk til að skrá sig í Reykjavíkurmara- þonið. „Og ef þig vantar fatnað eða skó, kíktu þá í Eins og fætur toga. Þau eru með besta stöffið. Það er alveg klárt mál!“ Ef ég bæti mig er það yfirleitt Íslandsmet Hlynur byrjaði að æfa víðavangshlaup í Bandaríkjunum.Hlynur hleypur í Brooks skóm sem fást hjá Eins og fætur toga. Hlynur hefur slegið hvert Íslands- metið á fætur öðru. Glycerin skórnir frá Brooks eru skórnir sem Hlynur notar. 2 6 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 9 -C C 6 0 2 3 7 9 -C B 2 4 2 3 7 9 -C 9 E 8 2 3 7 9 -C 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.