Fréttablaðið - 26.07.2019, Síða 34
Ljósið hefur hjálp-
að henni gríðar-
lega í þessu ferli öllu og
hefur nýtt sér þjónustu
Ljóssins með góðum
árangri.
Ég setti mér söfn-
unarmarkmið í
byrjun en áður en ég
vissi af var ég búin að
safna tvöfalt þeirri
upphæð.
Ásta Eir
Árnadóttir
astaeir@frettabladid.is
Æfingar hjá Hjálmari hafa ekki byrjað en hann fer fullur sjálfsstraust í hlaupið. MYND/AÐSEND Ýr er spennt að taka þátt í sínu fyrsta Reykjavíkurmaraþoni.
HLEÐSLA
EXTRA
FACEBOOK.COM/HLEDSLA
ENN MEIRA PRÓTEIN
14 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMARAÞON
Við fengum að kynnast þeim Hjálmari og Ýri aðeins betur og skyggnast inn í undir-
búning þeirra fyrir hlaupið.
Hver er Hjálmar Örn Jóhanns-
son?
Ég er 45 ára gamall Árbæingur,
fjögurra barna faðir og fyrirliði
Þróttar Old boys í fótbolta.
Af hverju ákvaðst þú að hlaupa
fyrir Ljósið?
Tengdamamma mín greindist
með krabbamein í mars og hefur
verið í lyfjameðferð síðan þá.
Ljósið hefur hjálpað henni gríðar-
lega í þessu ferli öllu og hefur hún
nýtt sér þjónustu Ljóssins með
góðum árangri. Ég vil því gefa til
baka til þeirra.
Hvernig gengur undirbúningur-
inn fyrir hlaupið?
Ég er ekki enn byrjaður að æfa
fyrir það, og það má segja að ég
noti sömu taktík og ég notaði fyrir
próf í menntaskóla. Það er að segja
ég byrja bara rétt fyrir hlaupið
að æfa en þess skal getið að ég féll
tvisvar sinnum í menntaskóla og
því spurning hvort þessi aðferð
muni virka í þriðja skiptið.
Hvernig hefur söfnunin gengið?
Gríðarlega vel. Ég er kominn í
161.000 kr. En ef ég kemst í eina
milljón þá ætla ég að hlaupa 10
kílómetra sem Hvítvínskonan.
Hefur þú áður tekið þátt í
Reykjavíkurmaraþoninu?
Nei, en mig hefur alltaf langað
til þess og þá aðallega vegna þess
að þetta lítur út fyrir að vera svo
skemmtilegt. Mikil stemning sem
myndast fyrir og eftir hlaupið. Ég
hlakka mest til að koma heim eftir
tugi kílómetra og grilla og fagna
með fjölskyldu og vinum.
Stefnir þú á að hlaupa undir
ákveðnum tíma?
Bara njóta og hafa gaman eða
eins og Hvítvínskonan myndi
segja „munið að njóta, ekki þjóta“.
Finnst mikilvægt
að gefa til baka
Hver er Ýr Sigþórsdóttir?
Ég er 24 ára gömul og ég starfa
hjá lögreglustjóranum á höfuð-
borgarsvæðinu. Ég hef allta tíð
verið mikil íþróttamanneskja og
nýt þess að eyða tíma í alls konar
útivist og hreyfingu.
Af hverju ákvaðst þú að hlaupa
fyrir Alzheimersamtökin?
Ástæða þess að ég hleyp fyrir
Alzheimersamtökin er sú að
faðir minn greindist með Lewy
sjúkdóminn í fyrra, aðeins 55 ára
gamall. Mig langar að vekja athygli
á málefnum ungra einstaklinga
sem greinast með heilabilunar-
sjúkdóma en lítið er um úrræði
fyrir þá.
Hafa samtökin reynst þér og
þinni fjölskyldu vel?
Já, samtökin hafa reynst okkur
fjölskyldunni mjög vel þar sem
margs konar þjónustu er þar hægt
að fá. Ég vona innilega að samtökin
haldi áfram að vaxa og að málefni
fólks með snemmkomna heila-
bilun verði sett í forgang.
Hvernig gengur undirbúningur-
inn fyrir hlaupið?
Undirbúningurinn hefur gengið
mjög vel og ég mun halda áfram að
æfa af krafti fram að hlaupinu.
Hvernig hefur söfnunin gengið?
Söfnunin hefur gengið framar
björtustu vonum og er ég afar
þakklát öllum þeim sem heitið
hafa á mig. Ég setti mér söfnunar-
markmið í byrjun en áður en ég
vissi af var ég búin að safna tvö-
faldri þeirri upphæð.
Hefur þú áður tekið þátt í Reykja-
víkurmaraþoninu?
Nei, nefnilega ekki og ég er því
ótrúlega spennt fyrir þessu.
Stefnir þú á að hlaupa undir
ákveðnum tíma?
Ég stefni fyrst og fremst að því
að komast í mark og reyna að njóta
eins og ég get á leiðinni. Svo mun
ég einnig reyna að hvetja móður
mína áfram en hún mun einnig
hlaupa 10 kílómetra.
Hjálmar Örn Jó-
hannsson og Ýr
Steinþórsdóttir
eru bæði að taka
þátt í Reykjavíkur-
maraþoninu í
fyrsta sinn. Þau
styrkja Ljósið og
Alzheimersam-
tökin.
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
9
-F
8
D
0
2
3
7
9
-F
7
9
4
2
3
7
9
-F
6
5
8
2
3
7
9
-F
5
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K