Fréttablaðið - 04.07.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 04.07.2019, Síða 4
 Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga. Jón Pálmi Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri Urriða- holts ehf. Veður Suðaustlæg eða austlæg átt 5-13 m/s og rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið. Bjart að mestu norðaustan til en þykknar upp síðdegis með dálítilli úrkomu í kvöld og nótt. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustan til, en heldur svalara á morgun. SJÁ SÍÐU 26 Á útopnu Íslandsmeistaramót í hestaíþróttum fer nú fram í Víðidal í Reykjavík. Í gær var meðal annars keppni í fjórgangi ungmenna. Þorgils Kári Sigurðsson á Fáki frá Kaldbak fór mikinn á vellinum. Mótið stendur til sunnudags. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKIPULAGSMÁL „Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um fram­ kvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmynda­ fræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vik­ unni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það. Jón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðar­ hafa, húsfélaga, umræður á vett­ vangi íbúa, upplýsingar og ábend­ ingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróp­ legu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garða­ bær bregðist nú þegar við óleyfis­ framkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjól­ veggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götu­ myndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og hús­ hliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli. mikael@frettabladid.is Háir skjólveggir sagðir skemma götumyndina Sérstakir skjólveggjaskilmálar eru til staðar í Urriðaholti í Garðabæ og hafa íbúar í einhverjum tilfellum brotið gegn þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Íbúar í Urriðaholti hafa margir brotið gegn sérstökum skil- málum í deiliskipu- lagi hverfisins með því að reisa of háa skjól- veggi sem skemma götumyndina. Fram- kvæmdastjóri Urriða- holts ehf. vill að Garða- bær bregðist við þessum óleyfisframkvæmdum. Þægilegir og öruggir smellugaskútar fyrir grill, útilegu og heimili. MINNA KOLEFNISSPOR MEÐ BIOMIX 40 VIÐ STUÐLUM AÐ GRÆNNA UMHVERFI Fleiri myndir af ungu hestafólki er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS HEILBRIGÐISMÁL Eva Þóra Hart­ mannsdóttir var í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd er hún rak augun í orðið negríti á sjúkraskýrslu sinni. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þetta orð en þegar ég spurði hvað þetta þýddi fékk ég svarið að þetta hafi bara alltaf verið svona fyrir minn kynþátt.“ Eva segist ekki hafa fengið neinn rökstuðning fyrir því að fólk sé flokkað eftir kynstofnum og furðar sig á því að ekki sé notast við upp­ runaland líkt og í vegabréfum. „Þú heyrir aldrei um að neinn sé skil­ greindur sem kákasíti þegar talað er um hvítt fólk.“ Eva hafði aldrei heyrt orðið negr­ íti áður þó það sé ekki leyndarmál að það komi frá orðinu negri. Væru rök fyrir því að f lokka fólk eftir kynþáttum væri auðvelt að finna faglegra orð. „Ég er hjúkrunarnemi og ég veit að það er nýkomið rafrænt kerfi hjá mæðravernd og spyr mig hvers vegna það sé verið að skilgreina fólk svona í þessu fyrst þetta er svona glænýtt kerfi,“ segir Eva. Að sögn Evu var hún ekki upp­ lýst fyrir fram um hvers vegna hún þyrfti að fara í sykurþolspróf ólíkt vinkonum sínum en fékk það svar síðar að það væri vegna aukinna líka kvenna af afrískum uppruna á því að fá meðgöngusykursýki. Von­ andi verði hætt að nota forneskjuleg hugtök til að f lokka fólk. „Það er ekki eins og það sé ómögulegt að gera eitthvað í því,“ segir Eva. – kdi Flokkuð sem negri hjá mæðravernd Eva Þóra Hartmanns- dóttir. S TJÓRN S ÝS L A Ragn heiður Elín Árna dótt ir, fyrr ver andi iðnaðar­ og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verk efna stjóra Evr ópsku kvik mynda verðlaun anna (EFA). Alls sóttu 45 um starfið. Tveir voru boðaðir í lokaviðtöl; Ragnheiður Elín og Grímur Atlason sem stýrði Iceland Airwaves um árabil. Í umsögn stjórnar EFA segir að Ragnheiður uppfylli mjög vel hlut­ lægar og huglægar hæfniskröfur starfsins og sé talin hafa staðið öðrum umsækjendum framar á heildina litið. Evr ópsku kvik mynda verðlaun in (EFA) verða veitt í Hörpu í des em ber 2020. – aá Fyrrum ráðherra talinn hæfastur Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrr- verandi iðnaðar- ráðherra. 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.