Fréttablaðið - 04.07.2019, Qupperneq 24
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Sveitastúlkan Embla Dís Björgvinsdóttir býr á bænum Steintúni á Skógar
strönd í Dalabyggð. Hinum megin
við túnið, á bænum Emmubergi,
býr amma hennar, Kristín Sig
ríður Guðmundsdóttir.
„Hún amma kenndi mér að
prjóna. Ég var pínulítil þegar
mig langaði að læra að prjóna og
var f ljót að ná tökum á prjóna
skapnum hjá ömmu. Mér finnst
bæði gaman og notalegt að setjast
niður með prjónana, maður
slakar svo vel á,“ segir Embla
Dís sem hafði prjónað á sig tvær
gullfallegar peysur áður en hún
fagnaði tólfta afmælisdeginum
sínum í apríl.
„Það fyrsta sem ég prjónaði var
rúmteppi í hjónarúmsstærð. Þá
var ég sex ára. Amma hjálpaði
mér aðeins við prjónaskapinn og
við hekluðum bútana saman. Ég
breiði þetta rúmteppi alltaf yfir
mig og ofan á sængina á nóttunni,
líka þótt mér sé heitt,“ segir Embla
Ég er mjög stolt af sjálfri mér
Embla Dís Björgvinsdóttir var aðeins sex ára þegar hún prjónaði rúmteppi á hjónarúm. Nú þegar
hún er nýorðin tólf ára hefur hún prjónað sér tvær fallegar peysur sem hún elskar að klæðast.
Embla Dís prjónaði bæði peysuna og teppið sem hún ber á myndinni. Hjá henni er tíkin Sóla. MYNDIR/SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR
Embla Dís í æðislegri röndóttri peysu sem hún prjónaði úr afgöngum frá
ömmu sinni. Hún föndrar líka einstakar gjafir handa vinkonum sínum.
Dís og kímir að litríku og undur
fögru rúmteppinu.
Hannaði föt
Þótt æviár Emblu Dísar séu rétt
orðin tólf hefur hún sýnt fjöl
þætta færni í margvíslegu hand
verki, bæði leir og gleri, og hún er
afkastamikil prjónakona.
„Handavinnan virðist leika
í höndunum á mér. Ég byrjaði
snemma að hanna föt og þegar ég
var frekar lítil gaf ég systur minni
pils í jólagjöf. Ég saumaði það í
saumavél í skólanum, en amma
kenndi mér líka að sauma og
hekla,“ útskýrir Embla Dís sem er
nemandi við Auðarskóla í Búðar
dal.
Á prjónum Emblu Dísar nú eru
vettlingar að taka á sig mynd.
„Ég hef prjónað trefla, sokka,
peysur og vettlinga. Peysurnar
finnst mér skemmtilegastar
því það er frekar nýtt fyrir mig
að prjóna nothæfa flík en ekki
eintóma kassa. Ég hef gott lag á
garðaprjóni og sléttu og brugðnu
en langar að kunna fleiri prjónaað
ferðir og ætla næst að prjóna fínni
peysu með köðlum. Það er aðeins
flóknari prjónaskapur en það er
stutt að hlaupa yfir túnið til ömmu
sem ætlar að kenna mér kaðla
prjón og hjálpar mér þegar ég verð
strand,“ segir Embla Dís sem á í
miklum vinskap við ömmu sína.
„Peysurnar prjónaði ég úr
afgöngum af garni frá ömmu og
ömmusystur minni. Við byrjuðum
bara á að prjóna stroff og úr varð
peysa,“ segir Embla Dís sem tók
tarnir við að prjóna peysurnar en
mamma hennar, Sigríður Skúla
dóttir, hefur vart undan að skola úr
peysunum vegna vinsælda.
„Það er mjög gaman að klæðast
peysum sem maður hefur sjálfur
prjónað og ég er stolt af sjálfri mér
að hafa prjónað þær,“ segir Embla
Dís.
Saumar á kisu
Embla Dís býr í ekta sveit með kýr
og kindur á beit, og á bæjunum
búa fimm kettir, þar af prinsessan
Lotta í Steintúni, sem fær á sig
klæðskerasaumuð pils frá Emblu.
„Lotta er mikill tískuköttur,
rosaleg frekja og algjör príma
donna. Hún er ekki alltaf að fíla
það að vera í pilsunum mínum en
það er ágætis æfing að sauma pils
í litlum stærðum, eins og á kisu,“
segir Embla Dís og hlær.
Hún grípur oft í handavinnuna
þar sem hún býr í sveitasælunni
og þekkir það ekki að hangsa í
símanum.
„Ég er aldrei í símanum og veit
ekki einu sinni hvar hann er.
Margir strákar í mínum bekk eru
alltaf í Fortnitetölvuleiknum og
ég bara skil það ekki. Það hafa
samt margir áhuga á handavinnu
og þegar við vorum í fjórða bekk
stofnaði ég handavinnuklúbb í
skólanum og kenndi krökkunum
að hekla en í sjötta bekk hefur
verið minna um frítíma og prjóna
skap,“ segir Embla Dís.
Hún föndrar líka einstakar gjafir
handa vinkonum sínum. „Ég hef
heklað puttabrúður, oftast ketti,
handa vinkonum mínum og bjó
til glerkertastjaka með mynd af
hesti sem ég pússaði í glerið. Fólk
er ánægt með þessar gjafir,“ segir
Embla Dís sem bjó fyrstu fjögur
æviárin í höfuðborginni.
„Mig langar alls ekki að flytja
aftur til Reykjavíkur. Það er
svo æðislegt að búa í sveit og
alveg rosalega fallegt hérna. Við
systkinin erum einu krakkarnir á
Skógarströnd en það er bara fínt.
Ég er heppin að eiga sex ára bróður
og tvíburasystur að leika við. Sam
komulagið er gott þótt við rífumst
stundum eins og flest systkin. Ég
spila á gítar og Kristey systir hefur
fallega söngrödd og við höfum
verið beðnar um að syngja við
messur og komið fram í afmælum.
Kristey er þó ekki alveg jafn hrifin
af handavinnu og ég. Hún byrjaði
á peysu en er ekki enn búin með
hana.“
Ég hef prjónað
trefla, sokka,
peysur og vettlinga.
Peysurnar finnst mér
skemmtilegastar því það
er frekar nýtt fyrir mig
að prjóna nothæfa flík.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
ÚTSALAN ER HAFIN
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
ÚTSALAN HAFIN
40-50% afsláttur
Buxur
Bolir
Jakkar
Túnikur
Kjólar
Toppar
Str. 36-56
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R