Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2019, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 04.07.2019, Qupperneq 43
Kvikmyndahornið Spider-Man snýr aftur Edda Karítas Baldursdóttir eddakaritas@frettabladid.is Krúttlegasti Köngulóar-maðurinn til þessa, en jafn-framt einn sá svalasti, snýr aftur í nýrri mynd sem frumsýnd var í gær. Tom Holland fer sem fyrr með hlutverk ofurhetjutáningsins góðkunna en myndin ber heitið Spider-Man: Far from Home. Kvikmyndafyrirtækið Marvel er búið að vera einstaklega dug- legt við að gefa út myndir upp á síðkastið. Spider-Man: Far from Home er þriðja myndin í kvik- myndabálknum um Avengers sem kemur frá myndasögurisanum á árinu. Í þessari nýju kvikmynd um Spider-Man er komið sögu þar sem Aveng ers Endgame lauk. Peter Parker fer í verðskuldað frí til Evrópu eftir allt sem á undan er gengið en ferðalagið á sennilega eftir að reynast Parker allt annað en afslappandi. Kynntur verður til leiks illmennið Mysterio, sem leikinn er af Jake Gyllenhaal, en kauði mun eflaust ekki vera neitt lamb að leika sér við. Fánýtur fróðleikur um Köngulóarmanninn n Í myndasögunum var Peter Parker aðeins 15 ára þegar hann var bitinn af köngu- lónni geislavirku. n Köngulóar- maðurinn var skapaður af Steve Ditko og meistar- anum Stan Lee. n Köngulóarmaðurinn kom fyrst fram í myndasögunni Amazing Fantasy #15, 10. ágúst árið 1962. n Þótt bandarískur hreimur hans gæti talið manni trú um annað er Tom Holland í raun breskur. n Spider-Man er söluvænsta ofur- hetjan en Spider-Man varningur selst betur en Batman, Super- man og hinna Marvel-hetjanna. n Samkvæmt myndasögunum voru foreldrar Peters Parker, þau Richard og Mary Parker, njósn- arar. Parker-hjónin voru myrt eftir að komst upp um þau þar sem þau voru að störfum í her- búðum glæpasamtaka í Alsír. n Tom Holland vissi ekki að hann hefði hreppt hið eftirsótta hlut- verk Könguló- armannsins fyrr en hann sá það í fjöl- miðlum líkt og við hin. Há t í s k u v i k a n í París hófst síðasta sunnudag og lýkur í dag, fimmtudag. K l æ ð n a ð u r i n n sem sýndur er á hátískuvikunni er ekki ætlaður til hversdagsnota heldur frekar til að vera leiðandi í að móta strauma og stefnu tískunnar almennt. Fæst myndum við láta sjá okkur í  jafn ýktum múnderingum í vinnunni á mánudegi og sýndar voru í vikunni, en Hollywood-stjörnurnar láta sig ekki vanta á áhorfendabekkina. Þá er algengt að kjólum sem sýndir eru í hátískulínum tísku- húsanna sé breytt lítillega og þeir gerðir ögn hefðbundnari fyrir stórleikkonurnar til að klæðast á verðlaunaaf hending- um.  Hér eru nokkrar myndir af þekktum gestum hátískuvikunnar þetta árið. steingerdur@gmail.com  Hátískuvikan í París Nú í dag lýkur hátískuvikunni í París. Þar sýna hönnuðir flíkur sem eru oft ýktar og ekki ætlaðar til hversdags- nota heldur frekar sem nokkurs konar fagurfræðilegur innblástur fyrir meginstraumstísku. Shailene Woodley, sem nú slær í gegn í þátt- unum Big Little Li es, mætti í þessum fl otta skikkju kjól á sýni ngu Christian Dior. Söng- konan glæsilega Celine Dion mætti í þessum glæsilega kjól á sýningu Alexandre Vaut- hier. Mandy Moore mætti í bleiku á sýningu tísku- hússins Schiap- arelli. Athafnakonan Olivia Palermo mætti með eig inmanni sínum, Johann es Huebl, á sýningu Miu M iu. Hún hefur löngum þótt sk ara fram úr í klæðavali og er í miklu uppáhaldi hjá ritstjórum helstu tískutím arita heims. 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.