Fréttablaðið - 23.08.2019, Side 1

Fréttablaðið - 23.08.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 9 5 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 Skiptu yfir í rafmagnsbíl. Ódýrari & 100% rafmagnaður. Tilboðsverð: 3.790.000 kr. Verðlistaverð: 4.540.000 kr. Afsláttur 750.000 kr. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.hekla.is/volkswagensalur Volkswagen e-Golf kemur þér lengra. Gríptu tækifærið núna og stökktu inn í framtíðina með Volkswagen e-Golf – 100% rafmagnsbíl. VIÐSKIPTI Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bera fullt traust til Guðrúnar Johnsen sem fulltrúa stéttarfélagsins í stjórn Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna. Guðrún var stjórnarformaður Arion banka þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, sem þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra starfslokagreiðslur til Höskuldar upp á samtals 150 millj- ónir króna í vor. Guðrún er á meðal þeirra fjög- urra sem VR skipaði sem aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna um miðjan ágúst. Áformað er að hún verði næsti stjórnarfor- maður sjóðsins. Í samtali við Fréttablaðið segist Ragnar Þór „treysta henni fullkom- lega“ til þess að taka sæti sem full- trúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna og vinna þar góð verk. „Hún hefur sýnt það og sannað. Ein ákvörðun varðandi þessi starfs- kjör bankastjórans, sem ég tek fram að mér finnst algjörlega siðlaus, og ég get ekki svarað nákvæmlega hver aðkoma hennar var, breytir því ekki.“ Ragnar segist ekki vera viss um hver aðkoma Guðrúnar að því að bæta við uppsagnarfrest Höskuldar hafi verið en hann gagnrýndi þann gjörning harðlega. Það vegi þyngra að Guðrún hafi beitt sér sem stjórnarmaður í Bak- kavararmálinu þegar hún greiddi atkvæði gegn sölu bankans í Bakkavör í janúar 2016 og lagði til á stjórnarfundi að gerði yrði könnun á söluferlinu. Þá segir Ragnar Þór einnig að aðkoma Guðrúnar að „rannsóknar- skýrslu Alþingis geri hana að mínu mati að einum hæfasta stjórnanda sem ég þekki til og myndi vilja sjá innan stjórnar lífeyrissjóðsins. Hún hefur fáheyrða innsýn inn í fjár- málakerfið.“ – þfh / sjá síðu 4 Guðrún nýtur fulls trausts VR Guðrún Johnsen var stjórnarformaður Arion banka þegar ráðningarsamningi við þáverandi banka- stjóra var breytt. VR skipaði Guðrúnu í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Nýtur áfram trausts VR. Ein ákvörðun varðandi þessi starfskjör bankastjórans, sem ég tek fram að mér finnst algjörlega siðlaus, breytir því ekki. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR SAMFÉLAG Skólastarf í grunnskól- um er að hefjast en ekki hafa allir efni á skólagögnum handa börnum sínum. Undanfarin ár hafa um 200 börn þurft að leita til Hjálparstofn- unar kirkjunnar til að fá aðstoð. Sveitarfélögin útvega ritföng en margt annað þarf til. Skólatösku, nestisbox, sundtösku, ritföng til að nota heima og fleira. „Ef einhver á tölvu sem hægt er að gefa áfram þá yrði það mjög vel þegið,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi. – ab / sjá síðu 2 Þurfa að leita til hjálparstofnana Grunnskólar landsins eru nú að hefjast að nýju eftir sumarfrí. Laugarnesskóli í Reykjavík var settur í gær og fjölmenntu nemendur og foreldrar. Þótt veðrið sé enn með besta móti víða verður ekki hjá því komist að minnast orða skáldsins, um að það séu börn með skólatöskur sem komi með haustið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI +PLÚS Vilborg Oddsdóttir. 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -C 4 9 8 2 3 A 0 -C 3 5 C 2 3 A 0 -C 2 2 0 2 3 A 0 -C 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.