Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 26
Bergsveinn Ólafsson hefur ástríðu fyrir að hálpa fólki að öðlast betra líf. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT Bergsveinn, eða Beggi eins og hann er kallaður, hefur auk fyrirlestranna tekið fólk í einkatíma í þjálfunarsálfræði. „Þjálfunarsálfræði er ólík klínískri sálfræði. Ef við segjum að það sé skali frá mínus tíu til plús tíu, þá hjálpar klínísk sál- fræði þér að fara frá mínus sex eða sjö upp í núll. Þjálfunarsálfræðin hjálpar þér að fara frá svona tveimur til þremur upp í sjö eða átta,“ útskýrir Beggi. Hann segist hafa mikla ástríðu fyrir að hjálpa fólki til að ná að gera það sem það vill í lífinu. Hvort sem fólk vill bæta sig sem einstaklingar, bæta einhver tengsl í kringum sig, bæta sig í vinnu eða bæta sig í íþróttum. „Ég hef áhuga á öllu því sem tengist manneskj- unni og að ef la hugsun og hegðun. Ég reyni að hjálpa fólki við það í gegnum fyrirlestra, í gegnum þjálfunarsálfræðina, í gegnum Vill kortleggja hvað einkennir gott líf Íþróttavöruverslun Sundaborg 1 Sími 553 0700 NÆG BÍLASTÆÐI VIÐ VERSLUN Fylgdu okkur á Öll helstu merkin á einum stað Opnunartími Virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Instagram-síðuna mína beggiolafs og bloggið mitt á trendnet.is þar sem ég skrifa pistla og reyni að kenna fólki eitthvað sem gæti nýst því í lífinu.“ Að sögn Begga hefur fyrir- lestrum hans og þjálfunarsál- fræðinni verið vel tekið. „Alla- vega hefur enginn þorað að segja neitt annað við mig,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hann fái reglulega skilaboð frá fólki sem hrósar honum fyrir það sem hann er að gera. „Það heldur manni gangandi,“ bætir hann við. Fáir hafa tíma fyrir spjall Þó að orðið þjálfunarsálfræði kunni að hljóma eins og hún sé eingöngu hugsuð fyrir íþróttafólk segir Beggi að sú sé ekki raunin. „Þetta fer að einhverju leyti inn á sama svið og íþróttasálfræðin en þetta hjálpar líka fólki í persónu- lega lífinu. Oft eru einhverjar venjur eða hugsanir sem fólk vill bæta og vantar aðstoð við það. Fólk vill líka bara oft koma og spjalla. Það eru svo fáir í sam- félaginu í dag sem gefa sér tíma til að spjalla, það er ekkert hlustað á þig. Allir eru að pæla í sjálfum sér.“ Beggi segir gott fyrir fólk að fá rými til að tala um það sem því liggur á hjarta og koma skipulagi á hugsanir sínar. „Þú skipuleggur hugsanir þínar með því að tala um þær. Þess vegna er svo gott að hafa einhvern til að tala við, hvort sem það er traustur vinur eða sálfræð- ingur. Einhver sem þú getur treyst að hlusti á þig og spyrji þig opið. Einhver sem hjálpar þér að átta þig á því hvað þú ert að reyna að leysa, hvaða vandamál þú ert að glíma við eða hvað þú ert að upp- lifa. Það er svo oft sem við vitum það alveg, en það er svo erfitt að vera bara með það í hausnum, en geta ekki talað um það við neinn. Þá náum við ekki að ráða fram úr því.“ Merkingarfyllra líf Fyrirlestrarnir sem Beggi hefur haldið eru af ýmsum toga. „Einn þeirra kalla ég Blómstraðu. Hann snýst um hvernig hægt er að ef la hugsun og hegðun til að færast í átt að merkingarfyllra og þýðingarmeira lífi. Svo hef ég verið með f leiri fyrirlestra sem tengjast andlegri heilsu og árangri í lífinu. Einn þeirra er um hvernig á að vera góður liðsmaður á ýmsum sviðum lífsins eins og vinnu, fjölskyldu, íþróttaliðinu og vinahópnum. Ég kalla þann fyrirlestur Sjö einkenni alvöru liðsmanna.“ Beggi segir að undanfarið hafi hann verið að reyna að finna út hvað einkenni gott líf. „Mig langar að færa okkur fjær illu og nær góðu í lífinu. Ég hef áhuga á þessu bæði til að bæta sjálfan mig og til að hjálpa öðrum. Þetta er minn tilgangur í lífinu þessa stundina.“ Bergsveinn Ólafsson, knatt- spyrnumaður og mastersnemi í jákvæðri sál- fræði og þjálf- unarsálfræði, hefur undanfarin tvö ár haldið fyrirlestra þar sem hann hjálpar fólki að bæta líf sitt og setja sér markmið. Þú skipuleggur hugsanir þínar með því að tala um þær. Þess vegna er svo gott að hafa einhvern til að tala við, hvort sem það er traustur vinur eða sálfræðingur. Bergsveinn hefur haldið fjölda fyrirlestra um hvernig á að ná mark- miðum sínum. 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -D 3 6 8 2 3 A 0 -D 2 2 C 2 3 A 0 -D 0 F 0 2 3 A 0 -C F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.