Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 44
2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð GLAMOUR Farðu inn á Glamour.is og fáðu daglegar fréttir úr heimi hönnunar, lífsstíls og tísku. l Facebook l Instagram l Twitter Jóhanna Methúsalems-dóttir stofnaði skart-g r ipaf y r ir tæk ið K r íu ásamt eiginmanni sínum Paul Weil árið 2007, en hann starfar einnig sem listamaður og tónlistar- maður. Merkið er í miklu uppáhaldi hjá helstu tísku- drósum landsins, sem margar hverjar eiga f leiri en einn eða tvo gripi eftir Jóhönnu. Hún býr núna ásamt eiginmann- inum í  Catskills-fjöllunum í New York-fylki, en hún fluttist til New York-borgar árið 1988. Hjónin voru að opna nýja Kríu- verslun í Catskills. „Hérna er maður meira að pæla í hlutum og að búa sér fal- legt í heimili, að gera kósí heima hjá sér. Í New York er andinn þannig að fólk hugsar miklu meira um hverju það klæðist. Þess vegna erum við með mikið af heimilisvöru í versluninni líka, þótt búðin sér fyrst og fremst Kríu-búð.“ Hún segist velja vörur inn í búðina út frá því hvað henni finnst fallegt og myndi sjálfa langa í. Svo sé mikið af því sem er til sölu eftir vini þeirra hjóna. „Við verðum með mikið af vörum fyrir fólk sem vill hugsa vel um sjálft sig. Kerti, ilmolíur, áhugaverðar bækur og góða tónlist.“ Upphaf lega reyndi Jóhanna að koma með tvær skartgripa- línur á ári en hún hefur slakað aðeins á þeirri reglu í seinni tíð, enda um að ræða vörur sem fylgja ekki tískustraumum heldur eru persónulegri og tímalausari. „Núna reyni ég að koma með eina línu á ári og tek mér meiri tíma. Bæti í línuna út árið og leyfi henni þannig að vaxa. Það kemur bara þegar það kemur,“ segir Jóhanna hlæjandi. Nýjasta línan heitir Resident Alien og er innblásin af fyrstu árum Jóhönnu í New York. „Ég hugsa um mig enn þá sem smá svona „resident alien“. Við f luttum hingað í sveitina fyrir ári, hér hefur maður meira pláss til að hugsa. Þá byrjaði ég aðeins að velta því fyrir mér hvað heill- aði mig við borgina fyrst eftir að ég f lutti út. Þetta var á þeim tíma sem hipphopp-tískan var allsráðandi og mjög vinsælt að vera með stórar og áberandi keðjur,“ segir Jóhanna. Hún segist hafa fílað þann stíl og fengið innblástur frá honum, þó að hún sé öllu hefðbundnari og enn þá með sinn náttúrulega og klassíska stíl í forgrunni. „Þetta var fyrir tíma sam- skiptamiðla, þannig að að mínu mati skein persónulegur stíll fólks meira í gegn, því fólk var síður að herma eftir öðrum. Ein- staklingar voru með sterkari og sjálfstæðari stíl.“ Jóhanna leggur áherslu á að velja gott fólk í kringum sig við gerð Kríu-skartsins. „Einn sem er með mér í þessu hefur til dæmis unnið með mér frá því ég var lærlingur fyrir 20 árum, hann hjálpar mér að pússa vörurnar. Svo erum við með steinsetjara og steypara, en hann notar bara endurunninn málm. Við leggjum líka áherslu á að borga öllum vel og svo vilj- um við líka vera eins umhverfis- væn og við getum. Það er ekki það mikið mál, maður þarf bara að hafa það í huga.“ Nýja línan frá Kríu fæst í Niel- sen Sérverzlun í Bankastræti 4 og Aftur á Laugavegi 39. Myndirnar eru teknar af Elísabetu Davíðsdóttur og fyrir- sætan heitir Heather Goldin. steingerdur@frettabladid.is Ný búð og lína frá Kríu Jóhanna fluttist til New York árið 1988 en flutti í Catskills-fjöllin í fyrra. Jóhanna og Paul leggja áherlsu á að vera eins umhverfisvæn og þau geta við gerð gripanna. Myndirnar í svokallaðri „lookbook“ sem fylgdi nýju línuni voru teknar af ljósmynd- aranum og fyrirsætunni Elísabetu Davíðs- dóttur. Í nýju línunni má finna armbönd, hálsmen, hringa og eyrnalokka. Hægt er að nálgast skart- gripina í Aftur á Laugarvegi og Nielsen Sérverzlun í Bankastræt- inu. Jóhanna og maður hennar voru að opna verslun í Catskills-fjöllunum. Í nýju línunni eru stærri steinar en Jóhanna hefur notast við hingað til, eins og á þessum fallegu hringum. Jóhanna Methúsal- emsdóttir og maður hennar Paul stofnuðu skartgripafyrirtækið Kríu árið 2007. Merkið er í miklu uppáhaldi hjá íslenskum tísku- spekúlöntum. Jóhanna leggur áherslu á að gera tímalausa gripi sem eru persónulegir fyrir eigandann. 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -E C 1 8 2 3 A 0 -E A D C 2 3 A 0 -E 9 A 0 2 3 A 0 -E 8 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.