Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Í stað þess
að minnka
efnahags-
reikning
sinn hafa
sumir
ríkisbankar
fremur
kosið þá leið
að leggja
áherslu á
útlánavöxt.
Vandinn er sá
að Donald
Trump er
þjóðkjörinn.
Hann talar í
nafni mesta
efnahags- og
herveldis í
heimi.
Gagnvart
öðrum
þjóðum er
forseti
Bandaríkj-
anna Banda-
ríkin.
Frá lýðveldisstofnun hafa Bandaríkin verið nánasti bandamaður Íslands. Fyrir því eru margar ástæður.Bandaríkin réðu úrslitum um alþjóðlega viður-
kenningu á stofnun lýðveldisins. Þau deildu sömu grund-
vallargildum um lýðræði og mannréttindi og við. Þau
höfðu forystu um að sameina Evrópuþjóðir á sviði varna
og viðskipta. Það var auðna okkar. Og þau ábyrgjast her-
varnir Íslands.
Í þessu ljósi hafa Íslendingar eins og aðrar vestrænar
þjóðir talað um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga hins
frjálsa heims. Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti
hefur þessi ímynd fölnað svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Nú finnst flestum að það sé tungubrjótur að tala um
forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga vestrænna gilda og
frjálsra þjóða. Þegar ástæðurnar fyrir þessum umskiptum
eru allt í einu komnar í norrænt samhengi snertir það enn
frekar við tilfinningum margra. Fyrir skömmu gerði for-
seti Bandaríkjanna tilraun til þess að hafa áhrif á fram-
gang réttvísinnar í Svíþjóð. Og nú sýnir hann Dönum
klærnar fyrir þá sök að vilja ekki fara í fasteignaviðskipti
með Grænland. Það er langt síðan erlendur þjóðhöfðingi
hefur gengið jafn langt í að lítilsvirða norræn gildi.
Sumir segja að þjóðir heims eigi að leiða persónu
Trumps hjá sér. Gott væri ef það væri léttur leikur. Það
væri líka þægilegt að slá lítilsvirðingunni við grunngildi
vestrænna þjóða upp í grín. Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa
reynt hvort tveggja. En það virkar ekki.
Vandinn er sá að Donald Trump er þjóðkjörinn. Hann
talar í nafni mesta efnahags- og herveldis í heimi. Gagn-
vart öðrum þjóðum er forseti Bandaríkjanna Bandaríkin.
Nú róa Bandaríkin að því öllum árum að losa um efna-
hags- og viðskiptasamstarf Evrópu. Loforð um stórkost-
legan efnahags- og viðskiptasamning við Breta hefur átt
drjúgan þátt í því að draga þá út úr Evrópusambandinu
og veikja það. Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem mest
tapa á þeim umbrotum öllum.
Jafnvel þótt grunngildi norrænnar lýðræðishefðar séu í
húfi þurfa Norðurlönd rétt eins og margar stærri þjóðir að
horfa á samskipti við Bandaríkin af sjónarhóli raunsæis.
En á einhverjum tímapunkti hlýtur þessi spurning að
vakna: Hvað er náinn bandamaður?
Hvað er náinn bandamaður?
Þorsteinn
Pálsson
fyrrverandi
forsætis
ráðherra
GTA Saga
Samkvæmt heimsfréttaritara
Útvarps Sögu er Svíþjóð orðin
að einhvers konar Mógadisjú
norðursins þar sem skotárásir,
sprengingar, hnífsstungur og
nauðganir séu svo algengar
að íbúar upplifi að þeir búi í
Stalíngrad. Svíþjóð er sann-
kallað helvíti á jörð. Það er
ýmislegt, reyndar allt, vafasamt
við þessar fullyrðingar. Á vef
útvarpsstöðvarinnar góðu má
líta mynd af lögreglumönnum
við skyldustörf í tengslum við
þessa umfjöllun. Þegar nánar
er að gáð má sjá að myndin er í
raun skjáskot úr tölvuleiknum
GTA 5. Það segir allt sem segja
þarf.
Í besta falli óábyrgt
Stjórnmálamenn eru komnir
á hálan ís þegar þeir hlaupa til
og koma með fullyrðingar um
einstök mál þegar aðeins önnur
hlið málsins hefur komið fram.
Lögreglan er í þeirri stöðu að
geta ekki tjáð sig um einstök
mál. Það er því mjög hæpið hjá
Dóru Björt Guðjónsdóttur,
oddvita Pírata í Reykjavík, að
nota stöðu sína sem formaður
mannréttindaráðs borgarinnar
til að velta upp spurningum um
starfshætti lögreglu í tengslum
við handtöku í Gleðigöngunni
nýverið. Er það í besta falli
óábyrgt og í versta falli rakinn
popúlismi að setja lögregluna
í klemmu til að skora pólitísk
stig. arib@frettabladid.isSími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
Afkoma viðskiptabankanna er léleg. Nýjustu uppgjör bankanna sýna, eins og áður, að þeir eiga enn langt í land með að ná mark-miði sínum um að skila tíu prósenta arðsemi af reglulegum rekstri. Leiðrétt fyrir stórum
óbeinum eignarhlut Landsbankans í Marel, en hlutabréfa-
verð félagsins hefur hækkað um meira en helming á árinu,
er arðsemi bankanna allra um fimm til sex prósent, litlu
meiri en af áhættulausum ríkisskuldabréfum. Lánshæfis-
matsfyrirtækið Standard & Poor’s sá fyrr í sumar ástæðu
til að breyta horfum sínum fyrir bankana úr stöðugum í
neikvæðar. Í rökstuðningi er meðal annars bent á dræma
arðsemi og að erfitt verði að auka hagnað vegna harðnandi
samkeppni og versnandi efnahagsumhverfis.
Hvað er til ráða? Fyrst er mikilvægt að hafa í huga, sem
vill oft gleymast, að skilvirkt og hagkvæmt fjármálakerfi,
sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingar hverju
sinni, skiptir lykilmáli við að bæta framleiðni í íslensku
efnahagslífi. Ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í
Evrópu, ásamt margfalt hærri sértækri skattlagningu,
hjálpa ekki til við að ná þeim markmiðum. Þá er þörf á
róttækum hagræðingaraðgerðum til að minnka kostnað,
sem samanstendur einkum af launum, sköttum og
kostnaði við upplýsingatækni, en í samanburði við banka
af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er
kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra.
Ólíklegt er hins vegar að mikill árangur náist í þeim
efnum á meðan tveir þriðju hlutar bankakerfisins eru í
höndum ríkisins.
Ein leið, sem stjórnvöld ættu að skoða að beita sér fyrir,
væri möguleg sameining banka. Óumdeilt er að hægt
væri að minnka rekstrarkostnað verulega með slíkum
aðgerðum en á móti eru uppi sjónarmið, sem ber að taka
alvarlega, um hvort þær myndu skaða samkeppni á banka-
markaði, heimilum og fyrirtækjum til tjóns. Svo þarf hins
vegar ekki endilega að vera. Samkeppnisumhverfið, ekki
hvað síst í viðskiptabankastarfsemi, hefur tekið stakka-
skiptum á örfáum árum, bæði með uppgangi fjártækni-
fyrirtækja og innkomu lífeyrissjóða á íbúðalánamarkað.
Frá því í ársbyrjun 2016 hafa útlán lífeyrissjóðanna til
einstaklinga þannig aukist um meira en 150 prósent og
eru sjóðirnir í dag með samanlagt um þrjátíu prósenta
hlutdeild á íbúðalánamarkaði. Þessi þróun, þar sem nýir
leikendur eru farnir að gera sig gildandi í útlánum og fjár-
málaþjónustu, mun aðeins halda áfram.
Of lítið hefur áunnist til hagræðingar í bankakerfinu
á allra síðustu árum. Frá árinu 2014 hefur bankastarfs-
mönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið. Í stað
þess að minnka efnahagsreikning sinn, sem myndi um
leið skapa tækifæri til að fækka fólki og draga úr rekstrar-
kostnaði, hafa sumir ríkisbankar fremur kosið þá leið að
leggja áherslu á útlánavöxt. Ekki er víst að það sé endilega
fjárhagslega skynsamlegt út frá sjónarhóli eigandans,
ríkissjóðs, sem ætti fremur að vilja að bankinn myndi
minnka eigið fé sitt með auknum arðgreiðslum.
Bankakerfið stendur á tímamótum. Á komandi árum
munum við sjá uppstokkun á eignarhaldi, enn hraðari
fækkun starfsfólks og breytingar á viðskiptamódelum
sumra banka. Ákvarðanir stjórnvalda, sem eiga að hefj-
ast handa við að losa um viðamikið eignarhald sitt í fjár-
málastarfsemi, munu skipta sköpum um hve vel tekst til í
þeirri vegferð. Tíminn vinnur ekki með þeim.
Meira þarf til
2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-D
8
5
8
2
3
A
0
-D
7
1
C
2
3
A
0
-D
5
E
0
2
3
A
0
-D
4
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K