Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Kvennabandið skipa sjö konur, þær Guðbjörg, Bergþóra, Stína, Sylvía, Hildur, Kristín og Margrét.
Hljómsveitin kemur fram á morgun í Iðnó og er þetta í þriðja sinn sem þær spila á
Menningarnótt. Þær koma fram
undir dagskrárlið sem kallast
„Komið úr skúrnum“ þar sem
„Bílskúrshljómsveitir skipaðar
síungum og ferskum pönkurum,
rokkurum og blúsurum koma
úr skúrum borgarinnar og troða
upp“, eins og viðburðinum er
lýst á vefsíðu Menningarnætur.
„Bandið var stofnað fyrir um það
bil þremur árum, við spilum í raun
bara alls kyns tónlist. Það mætti
segja að við værum svona popp/
rokk ábreiðuband, við byrjum að
spila klukkan 17.30,“ segir Sylvía.
„Við erum hreinræktað kvenna-
band, allar komnar vel yfir fimm-
tugt,“ segir Sylvía. Nema það gekk
svolítið illa að finna kvenkyns-
bassaleikara á miðjum aldri, við
lögðum mikla áherslu að að hafa
þetta kvennaband. Við erum núna
komnar með frábæra stelpu á bass-
ann sem er reyndar á sama aldri og
börnin okkar. En hún er ótrúlega
þroskuð og skemmtileg og passar
vel inn í fíf laganginn í okkur.“
Sylvía segir að þær langi svolítið
að fara að semja eigin tónlist en
þeim hafi ekki gefist tími til þess.
„Við spilum mjög fjölbreytta tón-
list, einhver kemur kannski með
hugmynd að lagi og við prófum
það og athugum hvernig okkur
líkar það.“
Stuð á fullorðinsballi
Eitt af því sem Kvennabandið
hefur gert og vill halda áfram
að gera, er að halda föstudags-
gleði. Það eru böll fyrir fullorðið
fólk sem byrja snemma kvölds
og eru búin um miðnætti. „Við
höfum haldið þessi böll nokkrum
sinnum, í Iðnó, Catalinu í Kópa-
vogi og á bar í Hafnarfirði. Okkur
langar að þróa þetta betur. Við
erum komnar á þann aldur að við
nennum ekkert að vera að djamma
fram eftir nóttu. Það hefur verið
vel tekið í þessi böll. Mæting hefur
verið góð og mikið stuð,“ segir
Sylvía.
Kvennabandið hefur haldið
böllin með öðrum hljómsveitum.
„Við höfum til dæmis spilað með
Gleðisveitinni plús, sem er svona
fullorðins karlaband. Þeir eru
rosa skemmtilegir og passa vel við
okkur og taka sig ekki of hátíð-
lega,“ segir Sylvía.
„Það er alltaf ótrúlega gaman
hjá okkur, þetta er næstum eins
og saumaklúbbur. Við þekktumst
lítið áður en hljómsveitin var
stofnuð en við tengjumst samt
allar einhverri á einhvern hátt, við
erum svo heppnar að við náum
sérlega vel saman og það er mjög
gaman á æfingum. Þetta er alveg
ótrúlega skemmtilegur félags-
skapur og við hlæjum mikið, erum
flestar á breytingaskeiðinu og
erum oftast hálf berar í hitakófi á
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Sylvía hlakkar til að koma fram með Kvennabandinu í Iðnó á morgun og vonar að sem flestir mæti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
æfingum,“ segir Sylvía hlæjandi.
Sjö konur skipa hljómsveitina,
það er Sylvía söngkona, Margrét
Sigurðardóttir gítarleikari, Berg-
þóra Sveinsdóttir bassaleikari,
Guðbjörg Pálsdóttir trommu-
leikari, Kristín Jóna Þorsteins-
dóttir slagverksleikari, Hildur Ásta
Viggósdóttir hljómborðsleikari og
Kristín Valsdóttir spilar á hljóm-
borð og harmonikku.
„Við erum með tvo hljómborðs-
leikara, önnur fór í árs námsleyfi
og sem betur fór kom hún aftur, en
sú sem leysti hana af var svo frábær
að við vildum ekki missa hana og
hún vildi ekki hætta svo þær eru
bara tvær núna, sem er mjög gott
því harmonikkan kemur þar inn
sem viðbót,“ útskýrir Sylvía.
Skemmtilegar á sviði
„Við komum hvaðanæva í tónlist,
með mismunandi lærdóm á baki
sem nýtist allur á einhvern hátt á
okkar æfingum, í okkar flutningi
og túlkun okkar á lögunum. Það
þarf ekki að vera sérfræðingur til
að stofna hljómsveit. Bara hafa
gleðina að leiðarljósi og taka sig
ekki of hátíðlega og þá er gaman,“
segir Sylvía.
„Það er eitt og annað fram
undan hjá okkur. Það er aldrei að
vita nema við skellum f ljótlega í
annað fullorðinsball. Svo er búið
að panta okkur í sextugsafmæli
og ýmislegt f leira svo það er alveg
nóg að gera.“
Þau sem hafa áhuga á að sjá
þessar hressu konur á sviði geta
mætt í Iðnó á morgun klukkan
17.30 og hlustað á þær spila.
„Við erum krafmiklar og
skemmtilegar á sviði og hlökkum
mikið til að spila á Menningarnótt,
vera í stuði og sjá sem flesta,“ segir
Sylvía að endingu.
Það þarf ekki að
vera sérfræðingur
til að stofna hljómsveit.
Bara hafa gleðina að
leiðarljósi og taka sig
ekki of hátíðlega og þá er
gaman.
Evonia er hlaðin bæti-
efnum sem næra hárið
og gera það gróskumeira.
Myndirnar hér til hliðar
sýna hversu góðum árangri
er hægt að ná með Evonia.
Evonia
www.birkiaska.isFyrir Eftir
Evonia eykur
hárvöxt með því
að veita hárrótinni
næringu og styrk.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-F
A
E
8
2
3
A
0
-F
9
A
C
2
3
A
0
-F
8
7
0
2
3
A
0
-F
7
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K