Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson www.hókuspókus.is Verslun og vefverslun Laugavegi 69 S. 551-7955 Glow vörur í úrvali Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni rafhlöðu sem skilar ai til þess að slípa, er léttari en snúrurokkur í sinni stærð. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FLAG Alvöru slípirokkur frá Milwaukee vfs.is Öll viljum við fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Íslenska heilbrigðis­ kerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heil­ brigðiskerfi sem er samkeppnis­ hæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta grunnstoðir kerfisins. Heil­ brigðiskerfi eru flókin og margþætt og þjónustuveitendur eru margir. Mikilvægt er að hlutverk og ábyrgð séu skýr til að tryggja gæði, öryggi og skilvirkni. Það er lögbundið hlut­ verk heilbrigðisráðherra að marka stefnu í heilbrigðismálum. Frá því að heilbrigðisáætlun rann sitt skeið árið 2010 hafa verið gerðar nokkrar atrennur að mótun slíkrar stefnu en það hefur ekki tekist fyrr en nú í byrjun júní þegar Alþingi sam­ þykkti Heilbrigðisstefnu til 2030. Stefnan var samþykkt mótatkvæða­ laust með 45 atkvæðum og er þann­ ig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjón­ ustu að halda. Samþykkt heilbrigð­ isstefnu á Alþingi eru því mikilvæg tímamót og kærkomin. Fjölbreytt verkefni Verkefni heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma í samstarfi við stofn­ anir heilbrigðiskerfisins, er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hag­ kvæmni. Um það fjallar heilbrigðis­ stefnan. Hún fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjónustu við sjúklinga. Um inn­ leiðingu og notkun mælikvarða á gæði og árangur heilbrigðis­ þjónustu sem endurspegla hvernig þjónustu er ætlað að mæta þörfum sjúklinga og samfélagsins í heild. Um mikilvæga hvata í fjármögn­ unar­ og greiðslukerfum sem eiga að tryggja sjúklingum að heilbrigðis­ vandamál þeirra séu meðhöndluð með heildarsýn að leiðarljósi. Um innleiðingu nýrra meðferða, lyfja og tækja og þær kröfur sem gera verður til gagnreyndrar þekk­ ingar. Um leiðsögn og upplýsinga­ gjöf til sjúklinga og almennings og leiðir til að auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð og taka upplýstar ákvarð­ anir í málum sem varða þeirra eigin heilsu. Loks er fjallað um mönnun heilbrigðiskerfisins, forystu og stjórnun, starfsumhverfi, vísinda­ starf, menntun og ótal margt f leira. Aðgerðaáætlun til fimm ára í senn Til að hrinda heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í framkvæmd hef ég nú þegar lagt fram aðgerðaáætlun til fimm ára en í stefnunni er kveðið á um að slíkt sé gert árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi. Innleið­ ing jafn umfangsmikillar stefnu og heilbrigðisstefnu krefst samstilltra vinnubragða þeirra fjölmörgu þjón­ ustuveitenda og hagsmunaaðila sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mikil ábyrgð hvílir á stjórnendum þeirra stofnana sem heyra til ráðu­ neytisins að samþætta heilbrigðis­ stefnu inn í stefnu og starfsáætlun hverrar stofnunar. Innleiðing nýrrar heilbrigðis­ stefnu er hafin en um þessar mundir er verið að kynna stefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Þegar hafa verið haldnir fundir á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Akra­ nesi, í Reykjanesbæ og nú síðast á Egilsstöðum. Í september verða svo haldnir fundir á höfuðborgar­ svæðinu. Á fundunum gefst tæki­ færi til að kynna stefnuna og ræða við starfsfólk heilbrigðiskerfis­ ins, sveitarfélögin og íbúa hvers umdæmis um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins. Það er sérstak­ lega ánægjulegt að sjá hversu hratt forstjórar heilbrigðisstofnananna hafa tileinkað sér stefnuna og hversu vel má merkja áhrif nýrrar heilbrigðisstefnu á stefnu og starf­ semi heilbrigðisstofnana og annarra lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu. Það er sannfæring mín að sú heil­ brigðisstefna sem nú hefur verið samþykkt verði leiðarvísir við upp­ byggingu á heildstæðu, öf lugu og enn betra heilbrigðiskerfi til fram­ tíðar fyrir okkur öll. Við höfum einstakt tækifæri í okkar góða samfélagi til þess að íslenska heil­ brigðiskerfið verði enn sterkara og samfelldara og í fremstu röð á heimsvísu. Heilbrigðisstefna til 2030 vísar okkur veginn til þeirrar framtíðar. Ný heilbrigðisstefna – leiðarvísir til framtíðar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra Við höfum einstakt tækifæri í okkar góða samfélagi til þess að íslenska heilbrigðis- kerfið verði enn sterkara og samfelldara og í fremstu röð á heimsvísu. Ekki eru mörg ár síðan það þótti til marks um sérvisku að ástunda að ástæðulausu hlaup á götum úti hér á landi. Þetta var á þeim tímum þegar það þótti einungis á færi hraustustu íþróttamanna að hlaupa tíu kílómetra, hvað þá að fara heilt 42 kílómetra maraþon eins og hinn gríski Feidipídes sem hljóp frá Maraþon til Aþenu með tíðindi af sigri Grikkja á Persum. Nú á dögum þykir það hins vegar ofureðlilegt að fólk hlaupi þessar vegalengdir sér til ánægju, yndisauka og heilsubótar. Hlaup Feidipídesar, sem talið er að hafi verið í ágúst­ eða septembermán­ uði 490 árum fyrir Krist, var semsagt ekki að ástæðulausu. Og enn síður var það blessuðum manninum til heilsu­ bótar. Þvert á móti. Eftir sprettinn sögufræga tókst honum að stynja upp úr sér sigurfregninni en datt svo niður dauður. Kannski yrði það Feidipídesi ein­ hver huggun að vita að þetta mikla afrek hefur tryggt honum ódauðleika því allt frá því Ólympíuleikar voru endurreistir árið 1896 hefur mara­ þonhlaup verið hluti keppninnar, og margt viljasterkt fólk hefur sett sér það sem markmið að ná þeim áfanga í lífinu að herma eftir afreki Feidi­ pídesar; hver á sínum hraða og með sínu lagi. Ofurmaraþon Á allra síðustu árum hefur þróunin einhvern veginn verið á þá leið að þetta afrek Feidipídesar virkar sífellt tilkomuminna. Miðaldra fólk, og jafnvel háaldrað, er farið að hlaupa maraþonhlaup og hreystimenni á öllum aldri og af öllum kynjum hafa tekið upp á því að keppa sín á milli í alls konar ofurþrautum sem láta afrek Feidipídesar líta út eins og notalega upphitun í samanburði. Það eru engar ýkjur. Undanfarin ár hafa hundruð manna sett sér það metnaðarfulla markmið að hlaupa Laugaveginn frá Landmannalaugum og inn í Þórsmörk. Vegalengdin er 55 kílómetrar af fjalllendi—semsagt 13 kílómetrum meira en skokkið sem tryggði Feidipídesi ódauðleika fyrir tvö þúsund árum. Það er ekkert grín að hlaupa þennan Laugaveg. Fólk æfir sig mánuðum og árum saman til þess að komast leiðina á skikkanlegum tíma og er svo úrvinda á sál og líkama eftir átökin að það er ekki mönnum sinnandi fyrr en líður að aðventu. Nema auðvitað gaurinn og gellan sem hituðu upp fyrir Laugavegs­ hlaupið í sumar með því að hlaupa Laugaveginn „í hina áttina“—frá Þórsmörk upp í Landmannalaugar. Þegar hinir keppendurnir mættu í rútunni—tilbúnir til þess að vinna mesta þrekvirki ævinnar—þá voru sigurvegararnir tilvonandi einfaldlega að reyna að halda sér vakandi áður en þau lögðu af stað aftur niðureftir. 55 kílómetra hlaup næturinnar var í raun upphitun fyrir 55 kílómetra hlaup dagsins. Þorbergur Ingi Jóns­ son og Elísabet Margeirsdóttir, sem hituðu upp með þessum eftirminni­ lega hætti, virtust samt eiga nóg eftir. Hann var langfyrstur í f lokki karla og hún varð önnur í f lokki kvenna. Þorbergur viðurkenndi reyndar eftir hlaupið að hann væri þreyttur og sér væri „aðeins illt í fótunum“. En hann lét þess líka getið, hinum keppend­ unum til hugreystingar, að hann hefði litið á allt hlaupið, fram og til baka, sem eins konar æfingu fyrir „alvöru“ hlaup sem þau tvö eru að undirbúa sig fyrir; 170 kílómetra með tíu þúsund metra hækkun. Á eigin forsendum Það er hætt við að margir úrvinda hlauparar á Laugaveginum hafi við lok hlaupsins fundið til undar­ legrar blöndu af sigurgleði yfir eigin afreki og vanmáttar gagnvart ofur­ mennunum sem stungu þá af. Það er gríðarleg þrekraun hjá hverjum sem er að hlaupa 42 kílómetra; hvað þá 55 kílómetra—en úrslitin í Laugavegs­ hlaupinu í sumar undirstrika að það er nánast sama hversu góður maður er; alltaf er einhver sem getur látið mann líta út eins og byrjanda. Hlaupagarparnir sem ætla að leggja af stað í skemmtiskokk, 10 km, hálf­ maraþon og maraþon á morgun taka allir þátt á sínum eigin forsendum. Þeir sem hafa reynslu af þátttöku í svona hlaupum gera sér grein fyrir því að mestu sigurvegararnir eru ekki endilega þeir sem fara hraðast eða eiga auðveldast með hlaupið—heldur þeir sem raunverulega eru að sigrast á áskorunum sem virðast óárennilegar í þeirra eigin huga. Mesti sigurinn er svo líklegast fólginn í því að geta litið á hreyfinguna sem ánægjulegan hluta af daglegu lífi, en ekki einhvers konar samfélagslega áþján. Það er örugglega mun betra að vera í formi af því maður hreyfir sig heldur en að þurfa að hreyfa sig til þess að komast í form. Tilgangurinn er hlaupið sjálft Feidipídes hefði örugglega ekki skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið væri hann uppi í dag. Honum hefði ef laust þótt algjörlega fáránlegt að vita til þess að fólk gerði það að leik sínum að hlaupa vegalengdina frá Maraþon til Aþenu, hvað þá að fara margfalda þá leið án sýnilegs erindis. Þótt hlauparar í Reykjavíkurmara­ þoninu hlaupi ekki í því erindi að bera sigurtíðindi úr stórorrustum þá er hlaupið sjálft sigurhátíð. Örfáir keppa sín á milli um besta tímann en þúsundir hlaupa sér til ánægju, keppa við sjálfa sig og njóta þess að taka þátt í stærstu útihátíð sumarsins. Til­ gangur hlaupsins er hlaupið sjálft. Hlaupið í erindisleysi Þótt hlauparar í Reykjavíkur- maraþoninu hlaupi ekki í því erindi að bera sigurtíðindi úr stórorrustum þá er hlaupið sjálft sigurhátíð. Örfáir keppa sín á milli um besta tímann en þúsundir hlaupa sér til ánægju, keppa við sjálfa sig og njóta þess að taka þátt í stærstu útihátíð sumarsins. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -C 9 8 8 2 3 A 0 -C 8 4 C 2 3 A 0 -C 7 1 0 2 3 A 0 -C 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.