Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 2
hverri sókn milligöngu um aðstoð á vegum hjálparstarfsins, en þau eru einnig í góðu samstarfi við náms- ráðgjafa og félagsráðgjafa sveitar- félaga. „Hlutfallslega eru f lestir á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni, 42 prósent þeirra sem fengu aðstoð bjuggu í Reykjavík,“ segir Kristín. „39 prósent bjuggu í leiguíbúð á almennum markaði.“ Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi segir fjöldann sem þurfi á aðstoð að halda svipaðan milli ára en hann hafi tekið breytingum. „Það eru færri Íslendingar sem koma til okkar, en f leiri erlendir ríkisborg- arar. Þeir eru margir á mjög lágum launum,“ segir Vilborg. Munar miklu um tengslanet fólks. Aðspurð hvað hjálparstarf ið skortir helst segir Vilborg það vera fartölvur. „Ég er búin að fá nokkrar fyrirspurnir bara í dag frá for- eldrum barna sem eru að byrja í framhaldsskóla,“ segir Vilborg. „Ef einhver á tölvu sem hægt er að gefa áfram þá yrði það mjög vel þegið.“ arib@frettabladid.is SAMFÉLAG „Biðstofan er búin að vera full í dag. Það er bara þannig á hverju hausti, þá getur barnafólk leitað til okkar með aðstoð,“ segir Kristín Ólafsdóttir, fræðslustjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Á mánudaginn hóf hjálparstarfið að aðstoða foreldra sem búa við kröpp kjör og aðstoða við ýmislegt sem vantar í byrjun skólaársins. „Eðli starfseminnar breyttist nokkuð þegar sveitarfélögin byrjuðu að útvega ritföngin sem eru notuð í skólunum. En það er margt sem er eftir. Það er skólataska, nestisbox, sundtaska, ritföng til að nota heima, allt þannig. Það vill enginn sex ára byrja í skólanum án skólatösku.“ Þrír félagsráðgjafar starfa hjá hjálparsamtökunum. Þær taka á móti fólki og fara yfir upplýsingar um tekjur til að komast að því hversu mikla aðstoð það þarf á að halda. „Það er tekið mið af aðstæð- um hvers og eins. Við erum heldur ekki að taka ábyrgðina frá fólki,“ segir Kristín. Mikið af fólki leggur hjálparstarfinu lið, bæði með fjár- framlögum, fatagjöfum og sjálf- boðavinnu. Í fyrra fengu meira en tvö þúsund fjölskyldur efnislega aðstoð. Það er þó erfitt að festa tölu á hversu mörg börn er um að ræða. „Undanfarin ár hafa foreldrar rúmlega tvö hundruð barna fengið sérstaka aðstoð fyrir skólann, það koma ekki allir strax í byrjun skólaársins. Sú tala rennur svo saman við þau börn sem fá notaðan fatnað,“ segir Kristín. Til dæmis fengu á fimmta tug barna í fyrra sérstakan styrk frá hjálpar- samtökunum til íþróttaiðkunar og tónlistarnáms. Hjálparstarfið er til húsa í Reykja- vík. Á landsbyggðinni hafa prestar í Hlutfallslega eru flestir á höfuð- borgarsvæðinu og í ná- grenni, 42 prósent þeirra sem fengu aðstoð bjuggu í Reykjavík. 39 prósent bjuggu í leiguíbúð á almenn- um markaði. Kristín Ólafsdóttir, fræðslustjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar Veður Áfram hægur vindur í dag, skýjað að mestu og víða skúrir, en þurrt á Norðausturlandi. Hiti 10 til 16 stig. SJÁ SÍÐU 18 NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? Viðrar vel til myndatöku Þakið á efri hæð þessa ferðamannastrætós í höfuðborginni var opið í blíðviðrinu í gær og því tilvalið að nýta tækifærið til myndatöku. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni heimsóttu um 210 þúsund ferðamenn Ísland heim í júlí sem er 16 prósenta samdráttur frá síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Enginn vill byrja í skóla án skólatösku Það er mikið að gera hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að aðstoða foreldra skólabarna sem hafa lítið á milli handanna. Félagsráðgjafi segir að mikið sé beðið um fartölvur fyrir unglinga sem eru að hefja nám í framhaldsskólum. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hefur verið mjög upptekin síðustu daga vegna upphafs nýs skólaárs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNING Kvikmyndin Hvítur, hvít- ur dagur mun verða sýnd á Horna- firði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýning- arbúnaðar. Anton Máni Sveinsson framleiðandi segir að sveitarstjórn hafi stutt við verkefnið að öðru leyti. Meðal annars með afnotum af byggingu við tökur myndarinnar og veitingum á sýningunni sem fram fer um helgina. „Við viljum þakka bæði Horn- firðingum og Austfirðingum fyrir,“ segir Anton. En kvikmyndin var meðal annars tekin upp í Horna- firði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Oddsskarði. „Við verðum með forsýningu á sunnudagskvöld og aðra sýningu á mánudagskvöld og fáum styrki héðan og þaðan í alls kyns formi. Við keyptum sýningartjaldið sjálf. Þetta er samstarf margra aðila til að láta þetta ganga upp,“ segir Anton. Verða bæði  leikstjórinn Hlynur Pálmason og aðalleikarinn Ingvar E. Sigurðsson viðstaddir forsýning- una. – khg Myndin verður sýnd í Hornafirði Leikarar og tökulið kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur. LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í gærmorgun. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfesti þetta við Fréttablaðið. „Það er ekkert sem bendir til þess að andlátið hafi borið að með sak- næmum hætti,“ segir Páll en undir- strikar að málið sé í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fráfallið sé harmleikur og eru aðrir vistmenn harmi slegnir. Búið er að láta aðstandendur hins látna vita. – vá Fannst látinn á Litla-Hrauni Fangelsið á Litla-Hrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 0 -C 9 8 8 2 3 A 0 -C 8 4 C 2 3 A 0 -C 7 1 0 2 3 A 0 -C 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.