Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 39
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 23. ÁGÚST 2019 Tónlist Hvað? Ný ópera Hvenær? 20.00 Hvar? Herðubreið, Seyðisfirði The Raven’s Kiss er tilfinninga- rík ópera í tveimur þáttum, eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Krist- jánsson. Hún verður frumflutt í Herðubreið í kvöld við undirleik hljómsveitar. Söngvarar eru Berg- þór Pálsson, Berta Dröfn Ómars- dóttir, Egill Árni Pálsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Hvað? Öll píanóeinleiksverk Johns Speight Hvenær? 20.00 Hvar? Egilsstaðakirkja Peter Máté leikur sjö verk fyrir einleikspíanó eftir John Speight sem samin voru á fimm áratugum. Það nýjasta, samið 2018, verður frumflutt í kvöld. Listahátíð Hvað? Ágústkvöld/ pod koniec sierpnia Hvenær? 18.00-21.00 Hvar? Hamraborg, Kópavogi Íslensk/pólsk listahátíð verður opnuð nú síðdegis og stendur til 1. september. Listakonurnar Wiola Ujazdowska og Ragnheiður Sig- urðardóttir Bjarnason hafa veg og vanda af henni. Hátíðin er haldin í Midpunkt, Gerðarsafni, Catalínu, Euromarket og á götunni. Myndlist Hvað? Heimsókn frá Manitoba Hvenær? 16.00 Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni Þrjár vesturíslenskar myndlistar- konur opna sýningu á verkum sínum. Þetta eru þær JoAnne Gullachsen og Mabel Sigurdson Tinguely sem eru fæddar og upp- aldar í Gimli, Manitoba og Inga Torfadóttir sem er fædd á Íslandi, en flutti með fjölskyldu sinni til Winnepeg 1976. Léttar veitingar í boði kanadíska sendiráðsins á Íslandi. Raven’s Kiss hópurinn sem stendur að óperusýningunni á Seyðisfirði. TÓNLIST Kammertónleikar Verk eftir Cutright, Elgar, Sjost­ akóvitsj, Yi, Kimura, David Bruce, Áskel Másson og Þráin Hjálmars­ son. Flytjendur: Aðstandendur og þátttakendur í Harpa International Music Academy. Norðurljós í Hörpu fimmtudaginn 15. ágúst „Fyrirgefðu, herra minn, en veistu nokkuð hver stjórnandinn er hér á tónleikunum?“ Öldruð kona sem sat við hliðina á mér spurði mig. Ég yppti öxlum. Virðulegur maður með vingjarnlegt bros stjórnaði hljóm- sveitunum. Þær samanstóðu ýmist af langt komnum strengjanemend- um, eða atvinnuhljóðfæraleikurum. Líklegast var þetta Eugene Drucker ef marka má heimasíðu viðburðar- ins, en það er þó ekki alveg á hreinu. Um var að ræða hátíðartón- leika Harpa International Music Academy, sem stendur fyrir nám- skeiðum á sumrin í Hörpu. Efnis- skráin var úr ýmsum áttum, en var ekki nægilega vel byggð upp, auk þess sem tónleikaskráin var í skötulíki. Engar upplýsingar voru þar um verkin og sú sem kynnti dag- skrána virtist ekki átta sig á að hún var á sviðinu í sal, en ekki í litlum klefa. Það sem heyrðist var aðallega muldur, ef maður sat langt í burtu. Nemendurnir léku af kostgæfni Flutningurinn á tónleikunum var yfirleitt góður. Nemendurnir spil- uðu ágætlega, þeir voru samtaka og einbeittir. Atvinnuhljóðfæraleikar- arnir léku oftast fallega, en sumt virtist þó ekki hafa verið sérlega mikið æft. Hið fjörlega Shuo eftir Chen Yi virkaði flausturslegt hjá fimm hljóð- færaleikurum, og Steampunk eftir David Bruce var býsna losaralegt, fyrir utan hvað það var leiðinlegt. Sumir tónar voru ekki hreinir og samspilið fremur ófókuserað. Senni- lega átti tónlistin að vera fyndin því hljóðfæraleikararnir voru í 19. aldar búningum. Af hverju í ósköpunum? Gerningurinn missti fullkomlega marks. Flytjendunum var þó vor- kunn; á þessum tímapunkti var liðið vel á þriðja klukkutímann, sem er alltof langt fyrir svona tónleika. Fólk hlýtur að hafa verið orðið þreytt. Tvær íslenskar tónsmíðar voru fluttar, og komu báðar prýðilega út. Eftirspilið úr óperunni Sölumaður deyr eftir Áskel Másson var fallegt, mjög lagrænt og tilfinningaþrungið, dáleiðandi í einfaldleika sínum. Hið kyrrláta Immaterial/Fleeting eftir Þráin Hjálmarsson var líka f lott, það byggðist á síendurteknum, ofurveikum hljómum, á mörkum hins heyranlega, eins og hugleiðing um eilífðina. Súrrealískt fiðluverk Áhugaverðasta verkið á dagskránni var þó eftir Mari Kimura, sex kapr- ísur, eða glettur, eins og orðinu capriccio hefur verið snarað yfir á íslensku. Tónlistin hverfðist um tæknina sem er notuð til að spila lægri tóna en náttúrulegt telst fyrir fiðluna. Mikið var því um djúpa og dálítið skringilega tóna. Í heild var tónlistin skemmtilega duttlunga- full, hröð, létt og leikandi; nánast súrrealísk. Tónskáldið sjálft spilaði af yfirburðum. Leikur hennar var tær og kraftmikill; útkoman glæsi- leg. Eins og áður segir voru tónleik- arnir skelfilega langir, og upplýs- ingarnar um tónlist og f lytjendur af skornum skammti. Námskeiðin í Hörpu eru vissulega frábær og hafa mælst afar vel fyrir, en hér hefði þurft að tálga aðeins dagskrána og að sumu leyti vanda betur til verka. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Allt of langir tónleikar, flutningurinn var misgóður og efnis- skráin á köflum lítt áhugaverð. Roooosalega langir tónleikar Hátíðartónleikar Harpa International Music Academy voru í Hörpu. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F Ö S T U D A G U R 2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 14. SEPTEMBER Í ELDBORG MIÐASALA Á HARPA.IS/DIVUR FÁIR MIÐAREFTIR!EKKI ER HÆGT AÐ BÆTAVIÐ FLEIRI TÓNLEIKUM SVALA & JÓHANNA GUÐRÚN DÍSELLA · FR IÐRIK ÓMAR · KATRÍN HALLDÓRA RAGGA GRÖNDAL · S IGGA BEINTEINS 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 0 -D 8 5 8 2 3 A 0 -D 7 1 C 2 3 A 0 -D 5 E 0 2 3 A 0 -D 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.