Fréttablaðið - 23.08.2019, Síða 4
MENNTUN Búið er að ráða í 98 pró-
sent stöðugilda í grunnskólum og
96 prósent í leikskólum í Reykja-
vík. Staðan í ráðningum er betri nú
en í fyrra þrátt fyrir aukna starfs-
mannaþörf. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Reykjavíkurborg.
Frístundaheimili borgarinnar eru
starfrækt við alla 36 grunnskólana
fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Alls
verða um 4.000 börn í frístunda-
heimilum borgarinnar í vetur og
fjöldi starfsfólks að jafnaði 950 í um
440 stöðugildum.
Hjá frístundaheimilum og sér-
tækum félagsmiðstöðvum er búið
að ráða í 78 prósent stöðugilda og er
enn óráðið í um 100 stöðugildi. Flest
störfin eru þó hálf störf og því á eftir
að ráða um 200 starfsmenn. Verið
er að ganga frá nýráðningum alla
daga, sérstaklega á háskólanemum.
„Gert er ráð fyrir að öll börn fái
þjónustu á frístundaheimili í upp-
hafi skólaárs, en verði á því tafir
vegna fáliðunar, verður fyrst litið
til forgangshópa en umsóknir síðan
afgreiddar í tímaröð, elsta umsókn-
in fyrst. Þó njóta börn í 1. bekk for-
gangs, þá börn í 2. bekk og loks börn
í 3. og 4. bekk,“ segir í tilkynningu
frá borginni.
Á Ísafirði hefur verið ráðið í
allar stöður í grunn- og leikskólum
sveitar félagsins. Einnig hefur verið
ráðið í allar stöður á frístundaheim-
ilum og þar eru engir biðlistar.
Á Akureyri hefur einnig verið
ráðið í allar stöður í grunn- og leik-
skólum og barst fjöldi umsókna um
allar stöður. Mönnun með fagfólki er
um 70 prósent í leikskólum bæjarins
og 98 prósent í grunnskólum. Enginn
biðlisti er í frístund fyrir börn sem
stunda nám í 1.- 4. bekk. – ókp, bdj
Vel gengur að manna grunnskóla, leikskóla og frístundaheimili
Um fjórtán þúsund börn eru í grunnskólum borgarinnar og þar starfa um
1.970 manns. Búið er að ráða í 98 prósent stöðugilda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir-
litið hefur sent frá sér áréttingu þess
efnis að apótekum sé heimilt að veita
afslætti af lyfjum sem falla undir
greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga
Íslands. Við nýlega athugun eftir-
litsins kom í ljós að tiltekin apótek
hafi talið sér óheimilt að veita slíka
afslætti.
Er sérstaklega áréttað að hvorki
lög né reglur komi í veg fyrir slíka
afslætti. „Þvert á móti er lyfjaversl-
unum frjálst að veita slíka afslætti
sem lið í virkri samkeppni á mark-
aðnum,“ segir í tilkynningu Sam-
keppniseftirlitsins.
Þar segir einnig að hvers konar
sameiginleg afstaða samkeppnisað-
ila um takmarkanir á afsláttum geti
brotið gegn ákvæðum samkeppnis-
laga um bann við ólögmætu sam-
ráði. Beinir eftirlitið þeim tilmælum
til lyfsöluleyfishafa að taka tillit til
þessa við verðlagningu sína. – sar
Heimilt að veita afslætti
VIÐSKIPTI Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, segist bera fullt traust
til Guðrúnar Johnsen sem fulltrúa
stéttarfélagsins í stjórn Lífeyris-
sjóðs verzlunarmanna en hún var
stjórnarformaður Arion banka
þegar breytingar voru gerðar á
ráðningarsamningi Höskuldar
Ólafssonar, þáverandi bankastjóra,
um mitt ár 2017. Breytingarnar,
sem tengdust uppsagnarfresti og
samningi um starfslok, þýddu að
bankinn þurfti að gjaldfæra starfs-
lokagreiðslur til Höskuldar upp á
samtals 150 milljónir þegar hann
lét af störfum í apríl á þessu ári.
Guðrún er meðal þeirra fjögurra
sem VR skipaði í stjórn Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna um miðjan ágúst.
Áformað er að hún verði næsti
stjórnarformaður sjóðsins.
Í samtali við Fréttablaðið segist
Ragnar Þór „treysta henni fullkom-
lega“ til þess að taka sæti sem full-
trúi VR í stjórn lífeyrissjóðsins og
vinna þar góð verk. „Hún hefur sýnt
það og sannað. Ein ákvörðun varð-
andi þessi starfskjör bankastjór-
ans, sem ég tek fram að mér finnst
algjörlega siðlaus, og ég get ekki
svarað nákvæmlega hver aðkoma
hennar var, breytir því ekki.“
Breytingar á ráðningarsamningi
Höskuldar voru gerðar í kjölfar þess
að þáverandi stjórnarformaður
bankans, Monica Caneman, steig
til hliðar í maí 2017. Þá tók Guðrún,
sem hafði áður verið varaformaður
stjórnarinnar, við formennsku og
gegndi hlutverkinu tímabundið frá
maí til júní 2017. Leiddi hún vinnu
stjórnarinnar við breytingarnar
á samningi Höskuldar. Þær voru
samþykktar samhljóða af öllum
stjórnarmönnum bankans, meðal
annars fulltrúa Bankasýslu ríkisins.
Ragnar Þór brást hart við fréttum
af starfslokagreiðslu Höskuldar og
benti á að hún jafngilti lágmarks-
launum í 40 ár. „Þetta var greiðsla
fyrir að hætta störfum vegna þess
að af koma bankans, undir hans
stjórn, var undir væntingum,“
skrifaði hann á Facebook-síðu sína.
Ragnar Þór segist hafa verið með-
vitaður um að Guðrún hafi setið í
stjórn bankans þegar breytingar
voru gerðar á ráðningarsamningi
Höskuldar en segist ekki vera viss
um hvenær bætt var við uppsagnar-
frestinn eða hver aðkoma Guðrúnar
að því hafi verið.
„Við gerðum okkur hins vegar
fulla grein fyrir störfum hennar
sem stjórnarmanns þegar hún gerði
athugasemdir við Bakkavararmálið
þar sem lífeyrissjóðir, ríkisbankinn
og ríkið urðu hugsanlega af 50 millj-
örðum króna í viðskiptum sínum
við bræðurna,“ segir Ragnar og
vísar þar til sölu á eignarhlut Arion
banka og lífeyrissjóða í matvæla-
fyrirtækinu Bakkavör til stofnenda
fyrirtækisins í janúar 2016.
Fram kom í minnisblaði sem
Bankasýslan skrifaði fjármálaráðu-
neytinu, og Markaðurinn greindi
frá síðasta haust, að Guðrún hefði
greitt atkvæði gegn sölunni í Bakka-
vör og lagt til að gerð yrði könnun á
söluferlinu. Sú tillaga var felld.
Þá segir Ragnar Þór einnig að
aðkoma Guðrúnar að „rannsóknar-
skýrslu Alþingis geri hana að einum
hæfasta stjórnanda sem ég þekki til
og myndi vilja sjá innan stjórnar líf-
eyrissjóðsins. Hún hefur fáheyrða
innsýn inn í fjármálakerfið.“
Markmiðið með þeim breyting-
um sem gerðar voru á ráðningar-
samningi Höskuldar var að tryggja
að bankinn nyti starfskrafta hans
fram að útboði og skráningu og í
framhaldi af henni.
Kirstín Þ. Flygenring, sem var full-
trúi Bankasýslunnar í stjórn bank-
ans á þeim tíma, lét hafa það eftir sér
í Fréttablaðinu að hún hefði „átt við
ofurefli að etja“ þegar breytingarnar
voru samþykktar í stjórn. „Mér
fannst of vel í lagt“ en menn hafi
„endilega viljað halda“ í Höskuld
þegar Monica Caneman hætti sem
stjórnarformaður. „Því samþykkti
ég þetta með semingi,“ sagði Kirstín.
thorsteinn@frettabladid.is
Guðrún nýtur áfram
trausts formanns VR
Guðrún Johnsen var stjórnarformaður Arion banka þegar ráðningarsamningi
við þáverandi bankastjóra var breytt. VR hefur skipað Guðrúnu í stjórn Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna. Formaður VR segist „treysta henni fullkomlega“.
Guðrún var varaformaður í stjórn Arion banka og tók tímabundið við stjórnarformennsku. MYND/ARION BANKI
Ein ákvörðun
varðandi þessi
starfskjör bankastjórans,
sem ég tek fram að mér
finnst algjörlega siðlaus,
[…] breytir því
ekki.
Ragnar Þór
Ingólfsson, for-
maður VR
Heimilt er að veita afslætti af ýmsum lyfjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ertu söngfugl?
Kvennakór auglýsir eftir áhugasömum kórkonum.
Fyrsta verkefni kórsins í haust er þátttaka í jólatónleikum,
til styrktar Landspítala Háskólasjúkrahúsi, sem fyrirhugaðir
eru í byrjun desember. Spennandi dagskrá eftir áramót.
Æfingar verða í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöldum undir stjórn
Lilju Eggertsdóttur og gert er ráð fyrir að æfingar taki u.þ.b. eina
og hálfa klukkustund.
Raddprufur verða miðvikudaginn 28. ágúst
og laugardaginn 31. ágúst.
Áhugasamar hafi samband í gegnum
netfangið: korconcordia@gmail.com
korconcordia
VIÐSKIPTI Samkomulag hefur náðst
um kaup norska stórfyrirtækisins
Orkla ASA á tuttugu prósenta hlut í
Nóa-Síríusi. Tilkynnt var um kaup-
in í gær en þau eru háð samþykki
Samkeppniseftirlitsins.
Orkla starfar á neytendamarkaði
á Norðurlöndunum, í Eystrasalts-
ríkjunum, Mið-Evrópu og Indlandi.
Fyrirtækið er skráð á markað í Nor-
egi og var velta þess á síðasta ári um
41 milljarður norskra króna, sem
jafngildir rúmlega 570 milljörðum
íslenskra króna samkvæmt gengi
dagsins.
„Nói-Síríus byggir á rótgrónum
og traustum grunni og munum
við halda áfram þeirri vegferð sem
fyrir tækið hefur verið á undanfarin
ár. Við gerum þó ráð fyrir að nýr
hluthafi muni leggja sitt af mörk-
um við að styrkja og efla starfsemi
félagsins enn frekar á jákvæðan
hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfs-
fólk þess og viðskiptavini,“ var haft
eftir Finni Geirssyni, forstjóra Nóa-
Síríusar, í tilkynningu. – sar
Orkla kaupir í Nóa-Síríus
Um 150 manns starfa hjá Nóa-Sírí-
usi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-D
D
4
8
2
3
A
0
-D
C
0
C
2
3
A
0
-D
A
D
0
2
3
A
0
-D
9
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K