Fréttablaðið - 23.08.2019, Page 6
Þannig verður
kostnaður vegna
losunar gróðurhúsaloft
tegunda sýnilegur þeim sem
taka ákvarðanir
Landsvirkjun
Landgræðsla og endur
heimt landgæða er ekki
bönnuð innan Vatnajökuls
þjóðgarðs heldur er frekar
hvatt til slíks.
Magnús Guðmundsson, fram
kvæmdastjóri Vatnajökuls
þjóðgarðs
LANDGRÆÐSLA Endurheimt gróðurs
innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur
verið stunduð síðan árið 1998 þó
að þjóðgarðurinn sé friðaður. Upp
bygging þjóðgarðs stöðvar þannig
ekki að illa farið land sé endur
heimt.
Landgræðslan og Skógræktin
hafa sent inn umsögn vegna hug
mynda ríkisstjórnarinnar um að
setja á laggirnar hálendisþjóðgarð.
Hafa stofnanirnar sagt að mikil
vægt væri að þjóðgarður myndi
ekki festa í sessi illa farið land
heldur að hægt væri að græða upp
hálendið og endurheimta þar með
fokið land.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
lét hafa eftir sér í viðtali við Frétta
blaðið í gær að eitt af tækifærum
við miðhálendisþjóðgarð væri að
endurheimta gróður og jarðveg
og að slíka endurheimt mætti til
dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði.
Magnús Guðmundsson, fram
kvæmdastjóri Vatnajökulsþjóð
garðs, segir það einmitt vera eitt
af markmiðunum garðsins. „Land
græðsla og endurheimt landgæða
er ekki bönnuð innan Vatnajökuls
þjóðgarðs heldur er frekar hvatt til
slíks. Í stjórnunar og verndaráætl
un þjóðgarðsins stendur að stöðva
eigi gróður og jarðvegseyðingu og
stuðla að vistheimt raskaðra vist
kerfa,“ segir Magnús.
Í verndaráætlun þjóðgarðsins er
jafnframt bent á þetta og fullyrt að
mikil jarðvegseyðing hafi átt sér
stað. „Gróður og jarðvegseyðing
hefur víða leitt til landhnignunar
innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er
að stöðva landeyðingu þar sem þess
er kostur og stuðla að vistheimt illa
farins lands. Stuðlað verður að vist
heimt raskaðra vistkerfa á þeim
svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í
samráði við Landgræðsluna, telja
nauðsynlegt. Inngripum í náttúru
lega framvinduferla skal haldið í
lágmarki,“ segir í verndaráætlun
inni.
Í áætluninni eru einnig talin upp
landgræðslusvæði á Norðurlandi
þar sem ákjósanlegt er að græða
upp land. Frá árinu 1998 hafa land
græðslan og þjóðgarðurinn staðið
að árlegum landgræðsluaðgerðum.
Sex árum síðar, árið 2004, var verk
efnið tekið út og það talið hafa
skilað ágætum árangri.
Landgræðslusvæði eru einnig
innan austursvæðis Vatnajökuls
þjóðgarðs, nálægt Kárahnjúka
virkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins
er þar í góðu samstarfi við land
græðsluna varðandi uppgræðslu á
því svæði. sveinn@frettabladid.is
Landgræðsla innan þjóðgarðs
hefur staðið yfir í tvo áratugi
Innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur endurheimt gróðurs staðið yfir síðan 1998 og með ágætum árangri að
mati úttektaraðila. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs þyrfti því ekki að hafa í för með sér að illa gróið land
og örfoka melar yrðu festir í sessi. Miðhálendi Íslands er með stærstu eyðimörkum í allri Evrópu.
Herðubreiðarlindir eru að margra mati einn fegursti staður hálendisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1 Ís lenskur karl maður fannst látinn á Litla-Hrauni Páll
Winkel fangelsismálastjóri
segir að ekkert bendi til þess að
andlátið hafi borið að með sak
næmum hætti.
2 Sást til Williams og Kate í lággjaldaflugi Konungsfjöl
skyldan hefur sætt gagnrýni í
fjölmiðlum undanfarið fyrir að
hafa notað einkaflugvélina óspart
í sumar.
3 Ómar kaupir fyrir 77 milljónir í Icelandair Ómar Benedikts
son, stjórnarmaður í Icelandair,
keypti í dag hlutabréf í flugfélag
inu fyrir 77 milljónir króna.
4 Epstein með númer Dorritar: Ólafur segist ekki þekkja
hann Nafn Dorritar Moussaief er
að finna í hinni alræmdu svörtu
bók Jeffreys Epstein.
5 Hæsta bótakrafa Íslands-sögunnar Lögmaður telur
eðlilegt að bótakrafa Kristjáns
Viðars muni að öllum líkindum
sprengja alla skala.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Landsvirkjun hefur
tekið upp innra kolefnisverð í starf
semi sinni en þannig er settur verð
miði á hvert tonn sem losað er af
koldíoxíði. Er Landsvirkjun fyrst
íslenskra fyrirtækja til að taka upp
þetta fyrirkomulag.
„Þannig verður kostnaður vegna
losunar gróðurhúsalofttegunda
sýnilegur þeim sem taka ákvarð
anir og beinir því fjárfestingum og
ákvörðunum í rekstri að lausnum
sem eru umhverfisvænni en ella,“
segir í frétt á heimasíðu Landsvirkj
unar.
Þar segir einnig að yfir 1.300
fyrirtæki á heimsvísu, sem hafi
samanlagða veltu upp á sjö þúsund
milljarða dollara, hafi tekið upp
eða skuldbundið sig til að taka upp
innra kolefnisverð innan tveggja
ára. Það stefni í að árið 2020 verði
um fimmtungur af losun gróður
húsalofttegunda tengdur verð
lagningu kolefnis. – sar
Landsvirkjun
tekur upp innra
kolefnisverð
Hrauneyjafossstöð við Tungnaá er
ein af virkjunum Landsvirkjunar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
UTANRÍKISMÁL „Þeirri hugmynd
hefur áður verið hreyft að Bretar
gangi inn í EFTA, bæði af núver
andi og fyrrverandi utanríkisráð
herra, og gangi þá jafnvel inn í EES
líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn
í Noregi og Sviss verið andvígir,“
segir Baldur Þórhallsson, prófess
or í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands. Í grein í breska blaðinu
Spect ator leg g u r Sig mu ndu r
Davíð Gunnlaugsson, formaður
Miðf lokksins og fyrrverandi for
sætisráðherra, til að Bretar gangi
tímabundið í EES til að forðast nei
kvæðar afleiðingar útgöngunnar úr
Evrópusambandinu.
Baldur segir óraunhæft að Bretar
gangi inn í EFTA og þannig inn í EES
vegna andstöðu ráðamanna í Nor
egi og Sviss. Ráðamenn ríkjanna
segja samstarf EFTA og ESB ganga
mjög vel, ef Bretar ganga þar inn
gæti það orðið til að slettist upp
á vinskapinn. „Svisslendingar og
Norðmenn eru valdamiklir í EFTA,
en ef Bretar ganga þar inn yrðu þeir
langstærstir og hætta er á að þeir
myndu ráða þar för og að þessi ríki
misstu spón úr aski sínum.“
Staðan er einnig snúin í Bret
landi hvað inngöngu í EES varðar,
segir Baldur. Ólíklegt sé að þeir sem
vilja að Bretland gangi úr Evrópu
sambandinu vilji ganga inn í EES
þar sem EFTAríkin í EES hafi mjög
lítið að segja um lög sem komi frá
Brussel.
„Brexitsinnar eru auk þess
f lestir mjög andsnúnir frjálsri för
fólks innan ESB og EES og þeir vilja
að Bretar stýri för. En fjórfrelsið er
grundvallaratriði í EESsamningn
um og þar á meðal frjáls för fólks,“
segir Baldur. „Menn hafa skoðað
þetta og velt þessu upp, bæði hér á
Íslandi og í Bretlandi, en flestir eru
búnir að ýta þessu út af borðinu
vegna þessara þátta. Þannig að það
er ekki mjög raunhæft að þetta ger
ist í næsta mánuði eða yfirhöfuð.“
– ab
Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA
DÓMSMÁL „Ég er auðvitað ánægður
með stefnubreytinguna sem virðist
vera orðin frá yfirlýsingu sátta
nefndarinnar í byrjun júlí,“ segir
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður
Kristjáns Viðars Viðarssonar, sem
var sýknaður í Guðmundar og
Geirfinnsmálinu.
Katrín Jakobsdóttir forsætis
ráðherra sagði í kvöldfréttum
RÚV í gær að hún hefði ákveðið
að taka upp þráðinn í málum
sem varða skaðabætur til þeirra
sem sýknaðir voru. Sérstök sátta
nefnd sem skipuð var í málinu
sagði 1. júlí síðastliðinn að grund
völlur sátta um bætur hefði brostið.
Arnar Þór segir sáttanefndina
hafa slegið þann tón að úr því að
Guðjón Skarphéðinsson, einn
hinna sýknuðu, hefði ákveðið að
höfða dómsmál væri allt málið
tekið úr sáttaferli.
„Það getur aldrei verið þannig
að þó að einn fari í dómsmál megi
ekki semja við hina. Ég fagna því ef
ráðherrann er að bakka út úr því og
segja að það sé fyrir hendi sáttavilji
hvað hina varðar,“ segir Arnar Þór.
Í yfirlýsingu sem forsætisráðu
neytið sendi frá sér í gær segir að
ríkislögmaður undirbúi nú greinar
gerð í máli sem höfðað hefur verið
fyrir hönd Guðjóns Skarphéðins
sonar. Mál annarra sem tengist mál
inu séu einnig til skoðunar.
Arnar Þór staðfestir að bótakrafa
hafi verið lögð fram fyrir hönd
Kristjáns Viðars í byrjun þessa
mánaðar. Fjárhæðin sem farið sé
fram á sé að öllum líkindum sú
hæsta í Íslandssögunni. – sar
Lögmaður Kristjáns Viðars fagnar stefnubreytingu
Hæstiréttur sýknaði sakborninga 27. september í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-F
1
0
8
2
3
A
0
-E
F
C
C
2
3
A
0
-E
E
9
0
2
3
A
0
-E
D
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K