Fréttablaðið - 23.08.2019, Page 20
Margir eru óöruggir með þau skref sem þeir stíga varðandi heilsuna.
„Við ákváðum að verða sér-
fræðingar í því að hjálpa fólki að
taka fyrstu skrefin og finna sína
leið. Við hvetjum fólk til að vinna
markvisst að því að láta drauma
sína rætast og ná markmiðum
sínum, hvort sem þau tengjast
hreyfingu, næringu eða öðrum
þáttum sem hafa áhrif á heilsuna,“
segir Guðlaug Erla Akerlie, hjúkr-
unarfræðingur í öflugu teymi
fagfólks hjá Heilsuborg.
„Heilsuborg er gjörólík hefð-
bundnum líkamsræktarstöðvum
og ótal margir sem ekki hafa
fundið sig áður í líkamsrækt tala
um að í fyrsta sinn á ævinni þyki
þeim nú gaman að hreyfa sig og
þeir hlakki til að koma. Andrúms-
loftið hér er rólegt, engin tónlist
glymur í salnum og starfsfólkið
sýnir umhyggju. Okkur er ekki
sama um viðskiptavini okkar og
þeir finna að þeir eru velkomnir,“
segir Lars Óli Jessen, íþrótta- og
heilsufræðingur hjá Heilsuborg.
Þar er boðið upp á fjölbreytt
námskeið fyrir þá sem vilja örugga
leiðsögn í átt að breyttum lífsstíl.
Byrjendur og lengra komnir
Viðskiptavinir Heilsuborgar eru
jafn ólíkir og þeir eru margir, bæði
byrjendur og lengra komnir.
„Margir sem til okkar leita hafa
ekki hreyft sig mikið eða hugsað
um mataræðið lengi; aðrir eru
byrjaðir að finna fyrir líkamlegum
kvillum. Það er sérstaða Heilsu-
borgar að koma til móts við ólíkar
þarfir, enda höfum við þá sýn
að hver þurfi að finna sína leið.
Ekki hentar öllum það sama og
þjónustan endurspeglar það,“ segir
Guðlaug.
Heilsuborg býður sérsniðna
þjónustu fyrir fyrstu skrefin.
„Talið er farsælast að breyta um
mataræði og temja sér heilsu-
samlegri lífsstíl í litlum skrefum
og því eru átta vikur góður tími
til að koma sér vel af stað,“ segir
Guðlaug.
„Heilsupakkinn er átta vikna
námskeið sem kemur í stað hinna
vinsælu Heilsulausna, þar sem
tekið er á bæði hreyfingu og
næringu,“ útskýrir Lars. „Þetta er
grunnnámskeið með vikulegri
fræðslu um mataræði ásamt sýni-
kennslu og smakki og tveimur
hóptímum á viku, þar sem reyndir
íþróttafræðingar leggja áherslu
á umhyggju og fagmennsku. Þeir
fylgjast með að æfingar séu rétt
gerðar enda er auðvelt að gera
meira ógagn en gagn með vit-
lausum æfingum. Við upphaf og
lok námskeiðsins eru einstaklings-
viðtöl og mælingar á líkamssam-
setningu í umsjón fagfólks, en þá
er mældur fitumassi, vöðvamassi
og grunnbrennsla. Í upphafi setur
hver og einn sér markmið um
árangur og vinnur síðan að þeim
undir handleiðslu fagfólks.“
Árangur á 8 vikum
Lars segir tölur á vigtinni ekki
breytast stórkostlega á átta vikum
en að margt gerist í líkamanum til
hins betra og því verði hann betur
í stakk búinn til að taka næstu
skref.
„Við förum rólega af stað því
að góðir hlutir gerast hægt og í
Heilsuborg er ekkert bannað. Við
leggjum út af heilbrigðu sambandi
við mat og kennum fólki að njóta
hans, borða þegar það er svangt og
láta sér líða vel þegar það borðar.
Við kennum heilbrigðu leiðina því
hún er líklegri til að endast út lífið
og notum uppbyggjandi aðferðir
án þess að fólki sé refsað með því
að mega ekki leyfa sér svolítil
sætindi inn á milli,“ segir Lars.
Persónuleg þjónusta og alúð
Fyrstu skrefin í átt að heilsusam-
legri lífsstíl eru mörgum vanda-
söm.
„Margir þurfa töluvert utanum-
hald og faglega aðstoð við að koma
sér af stað og þá aðstoð veitum við
af fagmennsku og alúð því þetta
getur verið bæði flókið og erfitt,
segir Lars. „Við leggjum okkur
sérstaklega fram við að vinna
náið með fólki sem vill byrja að
hreyfa sig eða breyta mataræðinu
því það getur verið flókið að fóta
sig í öllum þeim upplýsingum um
lausnir sem eiga að skila árangri
f ljótt. Árangurinn sem lofað var
lætur hins vegar oft á sér standa,“
segir Lars.
Guðlaug segir persónulega
þjónustu mikils virði.
„Við erum svo mörg og ólík.
Það sem hentar einum hentar
ekki öðrum og því þurfum við
mismunandi snið af hreyfingu,
rétt eins og mismunandi snið af
fatnaði. Hjá Heilsuborg fylgir sami
aðilinn viðskiptavininum eftir og
er honum alltaf innan handar. Öll
byggjum við heilsu okkar á fjórum
stoðum; hreyfingu, mataræði,
andlegri líðan og svefni. Vanti eina
stoðina myndast ójafnvægi. Hægt
er að ímynda sér stól þar sem einn
fóturinn brotnar. Þá er erfitt fyrir
hina þrjá að halda honum uppi og
stóllinn verður alltaf valtur. Það
sama á við um heilsu fólks,“ segir
Guðlaug.
Hjá Heilsuborg sé alltaf hugsað
um heilsu sem heildstæðan pakka
og einstaklingsviðtöl séu mikil-
væg til að finna bestu leiðina fyrir
hvern og einn.
„Því beinum við fólki í nýja átt ef
á þarf að halda. Í Heilsuborg starfa
margar fagstéttir undir sama þaki
og boðleiðir á milli fagaðila eru
stuttar,“ upplýsir Lars.
Ástandsskoðun
Þeim sem vita ekki hvar þeir
standa býðst að fara í „ástands-
skoðun“.
„Við leggjum alltaf til að staðan
sé metin hjá þeim sem eru óvissir
um hvar þeir standa. Fólk fer með
bílinn árlega í skoðun, og því ekki
að hugsa jafn vel um sjálfan sig?“
spyr Lars.
„Við bjóðum ítarlega ástands-
mælingu sem samanstendur af
Hreyfimati og Heilsumati fyrir
þá sem eru óvissir um líkamlegt
ástand, hafa kannski ekki hreyft
sig lengi eða tekið sér hlé. Í Hreyfi-
matinu eru gerðar mælingar á
styrk, þoli, jafnvægi og liðleika.
Heilsumat tekur svo á lífsstílnum
þar sem samsetning líkamans er
mæld og grunnefnaskipti reiknuð
út. Í kjölfarið fylgir vönduð ráð-
gjöf fagfólks Heilsuborgar um
næstu skref, bæði um mataræði og
hreyfingu,“ útskýrir Guðlaug.
Hún segir mataræði mikilvægt
í átt að betri heilsu og endalaus
skilaboð um kúra, hvað þurfi að
taka úr matnum eða setja í hann,
rugli fólk í ríminu.
Öfgar borga sig ekki
„Heilsuborgarleiðin er öfgalaus.
Við kennum hvernig líkaminn
virkar og bregst við því sem við
látum í hann, hvernig hægt er
að nota mataræði til að bæta
heilsuna og láta sér líða betur,
með áherslu á nauðsynleg
næringarefni og að koma efna-
skiptum líkamans í gott horf. Því
bjóðum við upp á þrjú ný nám-
skeið um mat og mataræði; Mitt
besta mataræði, sem er grunn-
námskeið, Lærðu að stjórna blóð-
sykrinum og léttast, og Plöntu-
miðað mataræði því ekki er síður
mikilvægt að huga að mataræðinu
þegar dýraafurðir eru teknar úr
fæðunni,“ segir Guðlaug.
Blómleg heilsustarfsemi
Heilsuborg hefur nú verið í tvö
ár á Höfðanum. Þar starfa yfir
100 starfsmenn, íþrótta- og
heilsufræðingar, sjúkraþjálf-
arar, næringarfræðingar, læknar,
hjúkrunarfræðingar, sálfræð-
ingar, sjúkranuddari og osteopati.
Tækjasalurinn er sérlega vel útbú-
inn og svarar þörfum þeirra sem
eru að stíga fyrstu skrefin, jafnt og
þeim sem eru lengra komnir.
„Starfsemin hefur blómstrað
enda setjum við okkur í spor
þeirra sem til okkar leita og
leggjum við okkur fram um að
viðskiptavinir nái markmiðum
sínum,“ segir Guðlaug og þau Lars
upplifa oft hjá sínum viðskipta-
vinum hvernig regluleg hreyfing
stuðlar að betri líðan.
„Starfið er í senn krefjandi og
mjög gefandi. Það getur tekið á
að sjá fólk á erfiðum stað en eftir
hálft ár sér maður heilsubótina og
fær að heyra að Heilsuborg sé rétti
staðurinn til að ná og halda heilsu
og hreysti. Það kemur jafnvel fyrir
að sagt sé að maður hafi bjargað
lífi fólks og þá finnur maður og veit
að þetta er allt þess virði,“ segir
Lars og brosir.
Heilsuborg er í Höfðanum, Bílds-
höfða 9. Sími 560 1010. Sjá nánar á
heilsuborg.is
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Lars og Guðlaug
segja átta vikur
góðan tíma til
að koma líkama
og sál í átt að
betri heilsu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Heilsuborgarleiðin
er öfgalaus. Við
kennum hvernig líkam-
inn virkar og bregst við
því sem við látum í
hann, með áherslu á
nauðsynleg næringar-
efni og að koma efna-
skiptum í gott horf.
Guðlaug Erla Akerlie
2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT
Einstaklingsviðtöl hjá fagfólki Heilsuborgar fylgja Heilsupakkanum sem er
sérsniðinn fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í átt að betra lífi.
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-F
5
F
8
2
3
A
0
-F
4
B
C
2
3
A
0
-F
3
8
0
2
3
A
0
-F
2
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K