Fréttablaðið - 23.08.2019, Qupperneq 22
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Konur eru farnar að stunda hlaup í auknum mæli og eru orðnar fleiri en karlar í maraþonhlaupum um víða veröld.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT
Þátttakendurnir í rann-sókninni voru 107,9 milljónir hlaupara frá ólíkum löndum
úr 70 þúsund hlaupum frá árinu
1986-2019. Í ljós kom að norskar
konur eru fljótari að hlaupa mara-
þon en bæði bandarískir og breskir
karlar sem hafa dregist aftur úr
í hraða. Á meðan norsk kona
hleypur maraþon á 4:19,48 hleypur
Bandaríkjamaðurinn á 4:23,27 og
Bretinn á 4:31,07.
„Ég gæti trúað að ástæðan fyrir
þessu sé hvatning sem íþrótta-
fólk fær í Noregi. Í Noregi er meiri
samkeppni en í Bandaríkjunum.
Þar hleypur fólk sér til ánægju
og meira á félagslegum nótum.
Norðmenn eru hins vegar keppnis-
fólk,“ segir Jens Jakob Andersen,
eigandi RunRepeat sem stendur
á bak við rannsóknina. Mið-
illinn forskning . no birtir grein
um rannsóknina auk allra helstu
sportmiðla í heimi. Karlmenn frá
Indlandi, Brasilíu, Suður-Kóreu,
Japan, Malasíu, Nígeríu og Taílandi
eru seinfærari en Norðmenn og
Íslendingar.
Samkvæmt rannsókninni eru
fjórar þjóðir betri í maraþon-
hlaupum en Norðmenn. Spán-
verjar eru fljótustu hlaupararnir en
á eftir þeim koma Svisslendingar,
Hollendingar og Portúgalar.
„Norðmenn eru yfirhöfuð miklir
íþróttamenn. Við vitum ekki af
hverju þeir eru svona góðir hlaup-
arar en loftslagið gæti hjálpað til.
Bestu hlaupaaðstæður eru í 10-12
stiga hita. Annars held ég að þetta
sé kúltúrinn í landinu, Norð-
menn hafa alltaf verið mjög góðir
í íþróttum, til dæmis á Ólympíu-
leikum,“ segir Jens Jakob.
Norðmenn eru langbestu hlaup-
arar á Norðurlöndum. Svíar eru í
33. sæti og eru þeir verstir meðal
Norðurlandaþjóða. Ísland er í 7.
sæti en íslenskir hlauparar eru ekki
langt á eftir Norðmönnum í mara-
þonhlaupi. Danir eru í 16. sæti og
Finnar í 32. sæti. Rannsóknin er
ein sú stærsta sem gerð hefur verið
um hlaup. Það var International
Association of Athletics Federat-
ions (IAAF), hið danska RunRepeat
og doktor Vania Nikolova sem
unnu rannsóknina sem tók átta
mánuði.
Í fyrsta sinn í sögunni eru fleiri
konur en menn í maraþonhlaupi.
Þetta þykir afar athyglisvert en
á Íslandi eru 58% þátttakenda
konur, samkvæmt rannsókninni.
Árið 2018 voru 50,24% þátttak-
enda konur á heimsvísu. Athygli
vakti að í Sviss þar sem eru
hröðustu kvenmaraþon í heimi
er ekki mikil þátttaka kvenna eða
aðeins 16%.
Á sama tíma eru þátttakendur
stöðugt að eldast og yngjast þann-
ig að aldursbilið hefur breikkað.
Árið 1986 var meðalaldur þátt-
takenda 35,2 ár en á síðasta ári var
hann 39,3 ár. Þátttakendum hefur
fækkað á heimsvísu um 13% frá
metárinu 2016 þegar 9,1 milljón
manna tók þátt í maraþoni. Í
Belgíu hefur hlaupurum hins vegar
fjölgað mikið.
Nánar á runrepeat.com undir
fyrirsögninni Marathon Statistics
2019 Worldwide.
Konur öflugar í maraþoni
Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar
samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar.
#lovelemon
Bókaðu djúsdag á Lemon
Pantaðu á
veisla@lemon.is
og sæktu
sex ferska djúsa
daginn eftir.
Lemon
Suðurlandsbraut 4
Lemon
Hafnarfirði
Lemon
Salalaug Kópavogi
Lemon
Akureyri
Lemon
Húsavík
Lemon
París
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-E
2
3
8
2
3
A
0
-E
0
F
C
2
3
A
0
-D
F
C
0
2
3
A
0
-D
E
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K