Fréttablaðið - 23.08.2019, Qupperneq 28
Það er gríðarlega mikil náttúrufegurð í kringum Bled-vatn í Slóveníu, þar sem Svisslending-
urinn Arnold Rikli var með meðferðarheimili sitt. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
10 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT
Svisslendingurinn Arnold Rikli fann upp á óhefðbundnum lækningaraðferðum sem
byggðust á náttúru- og vatns-
lækningum og sneitt var hjá lyfja-
notkun. Lækningaraðferðir hans
nutu mikilla vinsælda frá miðbiki
19. aldar fram á byrjun þeirrar
tuttugustu, en nú eru hugmyndir
hans að komast aftur í tísku. Fjallað
var um Rikli og aðferðir hans á vef
BBC fyrir skömmu.
Lækningar Rikli gengu út á að
nota sól, vatn og loft til að lækna
fólk af veikindum og í gegnum
tíðina komu þúsundir ríkra Evr-
ópubúa á meðferðarheimili hans
á bökkum Bled-vatns í Slóveníu.
Rikli sagðist geta læknað alls kyns
kvilla og hugmyndin var sú að líta á
líkamann og hugann sem heild, en
ekki bara summu ólíkra líffæra.
Rikli vildi bjóða borgarbúum
sem voru að þjást vegna mengunar
og streitu í borgum upp á blöndu
af náttúru og heilsubót og margir
efnaðir Evrópubúar borguðu fúlgur
fjár til að koma til hans og lifa
meinlætalífi sér til heilsubótar.
Dr. Zvonka Zupanič-Slavec, sér-
fræðingur í sögu læknisfræði hjá
háskólanum í Ljubljana, höfuðborg
Slóveníu, segir að margt hafi togað
í þetta fólk. Í Bled var ljúft veður,
góðar og miserfiðar gönguleiðir um
Alpana, fallegt landslag og auðvitað
Rikli sjálfur, en aðferðir hans nutu
mikilla vinsælda, þrátt fyrir að vera
fordæmdar af læknum samtímans
sem skottulækningar. Ástæðan var
einföld, þær virkuðu.
Í dag vitum við að útivist,
hreyfing, sólarljós, góður svefn og
gott loft eru allt mikilvægar undir-
stöður góðrar heilsu, en á sínum
tíma þóttu aðferðir Rikli byltingar-
kenndar.
Meðferð Rikli gekk út á að fá
mikla hreyfingu í fjallaloftinu og
mikla sól, fara í heit og köld böð
og borða einfalt fæði með miklu
grænmeti. Áfengi og reykingar voru
bannaðar og þeir sem brutu regl-
urnar voru útskrifaðir umsvifalaust.
Einkunnarorð Rikli voru „vatn
er gott, loft er betra en ljós er það
besta af öllu“.
Meðferð frá morgni
til kvölds
Meðferðin byrjaði við dögun og
varði fram á kvöld. Karlmenn
klæddust bómullarskyrtum og
stuttbuxum á meðan konur gengu í
ermalausum hnésíðum kjólum. Þau
fóru svo í göngur um Bled berfætt.
Eftir morgunverð utandyra voru
teknar æfingar í fjallaloftinu, svo
var farið í sólbað og því næst tók
vatnsmeðferð við, en hún gekk út
á röð kaldra og heitra baða til að
bæta blóðflæði og „afeitra“ þannig
líkamann. Hvíld var líka undir-
stöðuatriði og sjúklingar áttu að
sofa í átta tíma á hverri nóttu.
Meðferðin var ekki ódýr. Flestir
sjúklingar eyddu mánuði hjá Rikli
og borguðu fyrir það um það bil
hálf árslaun verkamanns á þeim
tíma.
Hvarf eftir dauða Rikli
en er að koma aftur
Rikli fékk innblástur frá öðrum
óhefðbundnum lækningarað-
ferðum síns tíma en tókst að gera
þær mun vinsælli en öðrum hafði
tekist. Hann uppgötvaði þessar
lækningaraðferðir þegar hann var
19 ára gamall og fannst þær virka
vel á sig. Fljótlega var farið að nýta
þær til að bæta heilsu verkamanna
í litunarverksmiðjum föður hans
og þær skiluðu árangri. Þannig fékk
hann orðspor sem náttúrulæknir.
Um miðjan sjötta áratug 19. aldar
flutti hann svo til Bled, því sem
honum fannst staðurinn henta
lækningaraðferðum sínum full-
komlega, og stofnaði meðferðar-
heimilið.
Heimamenn tóku honum og
sjúklingum hans ekki sérlega
vel fyrst, ekki síst vegna þess hve
léttklæddir sjúklingarnir voru
oft á ferðum sínum um svæðið og
engum þótti ástæða til að baða sig
svona oft. En viðhorfin breyttust
fljótlega þegar fólk sá jákvæð áhrif
gróðans af meðferðarheimilinu á
svæðið og margir fóru að tileinka
sér aðferðir hans.
Á endanum fóru aðferðir Rikli að
hafa áhrif um allan heim og við lok
ferils síns var Rikli með meðferðar-
heimili í Bled, Trieste, Flórens og
Meran. Eftir andlát hans árið 1906
döluðu þó vinsældir aðferða hans
og þegar fyrri heimsstyrjöldin
braust út hætti fólk að koma til Sló-
veníu til óhefðbundinna lækninga.
Á síðustu árum og áratugum hafa
hugmyndir Rikli hins vegar komist
aftur í tísku. Í dag er sífellt meiri
áhersla á að líta á líkamlega og and-
lega heilsu sem eina heild og sums
staðar eru læknar farnir að gefa
fólki fyrirmæli um að hreyfa sig og
stunda útivist í stað þess að grípa
til lyfjagjafar. Mannfólkið þróaðist
til að vera úti og vera líkamlega
virkt og það er augljóst að margt
við lífsstíl nútímamanna er óhollt.
Þá er ágætt að geta flett upp hvað
virkaði fyrir Rikli og sjúklinga hans
á 19. öld.
Vatn er gott,
loft er betra
en ljós er best
Arnold Rikli var upphafsmaður náttúrulækninga
á 19. öld sem voru umdeildar og þóttu bylt-
ingarkenndar. Þær gengu út á að stunda útivist,
borða vel, baða sig, hreyfa sig og fá næga sól.
Þessi teikning á að sýna hvernig umhorfs var við Bled-vatn árið 1881, þegar
meðferðarheimili Rikli naut mikilla vinsælda.
Í dag er Bled-vatn mjög vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna.
HEILSAN Í FÓLKINU
Á þriðjudögum leggjum við áherslu á heilsu og heilsutengda þætti í Fólkshluta
Fréttablaðsins.
Fjallað er um heilsu á víðtækan hátt og rætt við fólk sem hefur tekið
heilsuáskorunum og vill bæta lífsgæði sín með hollustu og heilbrigði að leiðarljósi.
Við látum okkur ekkert óviðkomandi sem varðar heilsu, mataræði, heilbrigðismál
og lífsstíl hvers konar.
Nánari upplýsingar veitir sérblaðadeild Fréttablaðsins:
serblod@frettabladid.is
Sími: 550-5077
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermin argjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Try gðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
0
-E
7
2
8
2
3
A
0
-E
5
E
C
2
3
A
0
-E
4
B
0
2
3
A
0
-E
3
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K