Fréttablaðið - 23.08.2019, Page 30

Fréttablaðið - 23.08.2019, Page 30
Tengsl loftmengunar og geðsjúkdóma eru umdeild. NORDICPHOTOS/GETTY Ínýrri rannsókn frá Chicago-háskóla er komist að þeirri niðurstöðu að það séu greinileg tengsl milli geð- sjúkdóma og loftmengunar. Rann- sóknin var unnin út frá gögnum frá 152 milljónum manna frá Bandaríkj- unum og Danmörku sem var safnað á 11 ára tímabili. Þetta kemur fram á vef Evening Standard. Samkvæmt rannsókninni eru til- felli geðhvarfasýki 27% algengari og meiriháttar þunglyndi 6% algengara í löndum sem hafa mikla loftmengun en þeim sem hafa litla. Samkvæmt höfundi rann- sóknarinnar, Andrey Rzhetsky, hefur loftmengun ekki áður verið skoðuð sem áhrifaþáttur, en hann segir rann- sóknir á hundum og nagdýrum sýna að loftmengun geti valdið bólgu í heil- anum sem valdi einkennum sem svipi til þunglyndis. Hann segir mögulegt að það sama gerist hjá mannfólki. En það er enn þörf á frekari rann- sóknum á þessu og virtir vísinda- menn hafa gagnrýnt rannsóknina og hvernig hún var unnin og segja hana ekki marktæka. Loftmengun mögulega tengd geðsjúkdómum Það er lífsnauðsynlegt fyrir þroska og heilsu að fá góðan nætursvefn. Pirringur, skapsveif lur og hömluleysi eru gjarnan fyrstu vísbendingar um ónógan svefn. Langvarandi svefn- skortur getur haft í för með sér að viðkomandi verður sinnulaus og þvoglumæltur, upplifi tilfinn- ingalega deyfð, lélegra minni og einbeitingarskort. Þá er stutt í að 5 til 10 sekúndna langir lúrar verði óumf lýjanlegir og þá getur viðkomandi orðið hættulegur, ekki síst á bak við stýri. Að meðaltali þarf fullorðið, heilbrigt fólk um sjö til átta tíma svefn á hverri nóttu. Unglingar þurfa minnst átta tíma nætur- svefn þar sem mikil hormóna- starfsemi á sér stað í svefni hjá þeim aldurshópi. Svefn er bráðnauðsynlegur til að viðhalda heilsu og líðan, en alvarleg, þrálát svefnröskun eykur líkur á alvar- legum heilsukvillum, svo sem þunglyndi, sýkingum, háþrýst- ingi, streitu, offitu og f leiru. Svefn gefur líkamanum tækifæri til að hvílast og endurnærast, hann styrkir ónæmis- og taugakerfið, og heilinn fær hvíld og tækifæri til að vinna úr tilfinningum og hugsunum. Aðrar vísbendingar um svefn- skort eru meðal annars að sofna um leið og höfuð leggst á kodda, erfitt að vakna á morgnana, auk- inn klaufaskapur, verri frammi- staða í námi og vinnu, erfiðleikar með ákvarðanatöku. Heimild: Embætti landlæknis Sefur þú nóg? Sund getur gert kraftaverk fyrir þá sem finna fyrir verkjum, til dæmis í hné. Hnémeiðsli eru algeng hjá hlaupurum. Ef fólk finnur til í hné er rétt að breyta æfingum í einhvern tíma, til dæmis hjóla eða synda í stað þess að hlaupa. Sund gerir fólki sem finnur til í hnénu mjög gott. Hjá sumum hefur verkurinn alveg horfið. Ef fólk er ekki visst um hvernig æfingar það má gera er rétt að leita til fagaðila. Í mörgum tilfellum gerir það kraftaverk að breyta um æfingastíl. Oft er hægt að gera æfingar heima sem hjálpa mikið með lið- leika. Sjúkraþjálfarar geta ráðlagt hvað best er að gera. Sund í stað hlaups 12 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -F A E 8 2 3 A 0 -F 9 A C 2 3 A 0 -F 8 7 0 2 3 A 0 -F 7 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.