Fréttablaðið - 23.08.2019, Page 48

Fréttablaðið - 23.08.2019, Page 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000 Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. SINFONIA er einstaklega þægileg dýna með 7 hægindalögum. Lögin eru samsett úr hágæða svampi og lagi úr náttúrulegu Talalay-latexi sem saman gefa mýkt og stuðning á réttum svæðum. Sinfonia er með 5 svæðaskiptu poka- gormakerfi og stýrist hreyfing gormanna af mismunandi þunga líkams svæða. Þannig veitir dýnan alltaf hárréttan stuðning. Gormakerfið er mýkra á axlasvæðum og við mjóbak til að halda réttri sveigju á líkamanum alla nóttina. Steyptar kantstyrkingar gefa þér um 25% meira svefnrými og eykur það endingu dýnunnar. Áklæðið utan um dýnuna er úr 100% bómull og andar einstaklega vel. 25 Á R A A F M Æ L I S DÝ N A B E T R A B A K S Sinfonia Í tilefni 25 ÁRA AFMÆLIS BETRA BAKS höfum við í náinni samvinnu við sérfræðinga SERTA, stærsta dýnuframleiðanda veraldar, sérhannað og framleitt Sinfoniu, einstaka heilsudýnu fyrir viðskiptavini sem kjósa gæði og gott verð. S T Æ R S T I D Ý N U - F R A M L E I Ð A N D I V E R A L D A R HÖFUM LAGT GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI Í Sinfonia SERTA SINFONIA ÓTRÚLEGT AFMÆLISVERÐ STÆRÐ AFMÆLISVERÐ STÖK DÝNA AFMÆLISVERÐ MEÐ COMDORT BOTNI OG FÓTUM 120x200 cm 65.900 kr. 103.940 kr. 140x200 cm 72.900 kr. 115.875 kr. 160x200 cm 79.900 kr. 133.375 kr. 180x200 cm 89.900 kr. 152.060 kr. 180x210 cm 95.900 kr. 166.745 kr. 192x203 cm 99.900 kr. 170.745 kr. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is 990 KR/KG 1.990 Verð áður: Arnars Tómasar Valgeirssonar BAKÞANKAR SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS Flestir hafa gaman af náttúru-lífsmyndum. Ómþýðir eldri Bretar hafa sérstakt lag á að lýsa hrottafengnum hversdags- leika villidýranna í Afríku á þann hátt að hann verður að róandi og hugvíkkandi af þreyingu. Sjálfum þykir mér skemmtilegast þegar þeir fjalla um vatnsbólin, þar safn- ast öll dýrin á gresjunni saman til að svala þorstanum og það virðist næstum mótsagnakennt hvernig rándýrin og jurtaæturnar grafa stríðsöxina tímabundið og fá sér sopa. Þau minna helst á mannfólk í vinnu sem stimplar sig út til að fara í mat. Það skiptir ekki máli hvort þú ert sebrahestur, trana eða ljón – þangað þurfa allir að fara til að fá sér að drekka. Í Reykjavík eru tvö slík vatnsból sem rekin eru af ÁTVR. Annað liggur í Skeifunni en hitt í Skútu- vogi. Dýrin á stórreykvísku gresjunni eru mörg og misjöfn en eiga það f lest sameiginlegt að drekka áfengi í einhverjum mæli. Og þegar klukkan er orðin sex þá skiptir ekki máli hvort þú ert róni eða ráðherra (nema hvort tveggja sért) – þangað þurfa allir að fara til að kaupa sér að drekka. Mér finnst þess vegna fínt að fara í Ríkið, því að ofan á annars ágætis úrval sem ég mun aldrei nýta mér og óskiljanlega alúðlega þjónustu þá er það falleg áminn- ing um hvað við erum öllsömul drykkfelld inn við beinið. Áminn- ing sem myndi ef til vill gleymast ef salan yrði færð í stéttaskiptu matvöruverslanirnar okkar. Það mætti samt alveg fjölga vatns- bólunum sem eru opin lengur en til sex aðeins. Og ég vona að ég sé búinn að hallmæla ykkur nóg til að geta beðið ykkur vinsamlegast að koma kælinum aftur upp í Austurstræti. Plís? Vatnsbólið í Skeifunni 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -C 4 9 8 2 3 A 0 -C 3 5 C 2 3 A 0 -C 2 2 0 2 3 A 0 -C 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.