Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Qupperneq 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 ° ° Bæjarráð Fjórar milljónir frá EBÍ Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lá erindi frá EBÍ brunabót, sem tók yfir Brunabótafélag Íslands fyrir nokkrum árum, þar sem fram kemur að stjórn EBÍ hefur ákveðið 100 milljón kr. arðgreiðslu til að - ildarsveitarfélaga fyrir árið 2012. Hlutdeild Vestmannaeyjabæjar í sameignasjóði EBÍ er 4.013% og ágóðahlutagreiðsla ársins 2012 til Vestmannaeyjabæjar verður því kr. 4.013.000. Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar. Umsókn um styrk vegna „Lands - byggð in lifi“ Landsbyggðin lifi fór þess á leit við bæjarráð að fá 50 þúsund króna styrk til að sinna grunnstarfsemi samtakanna. Bæjarráð gat þó ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar þrátt fyrir að ráðið hafi miklar mætur á starfsemi samtakanna og fullan skilning á baráttumálum þeirra. Á heimasíðu samtakanna segir að Landsbyggðin lifi - LBL, sé hreyf- ing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggða - mála um land allt bæði efnahags- og menningarlega. Meginmarkmið og framtíðarsýn Landsbyggðin lifi er að stuðla að myndun samstöðuhópa, þ.e. fram- fara-, velferðar- eða þróunarfélaga, helst í hverju sveitarfélagi landsins, og jafnframt að miðla og dreifa upplýsingum og mynda góð tengsl þeirra á milli þeim til uppörvunar og leiðbeiningar og góðum málum til framdráttar. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari sam- takanna. Talmeina - fræðingur við skóla - skrifstofu Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs óskaði eftir heimild bæjarráðs að fá að ráða talmeina - fræðing í hlutastarf við skólaskrif- stofu. Bæjarráð samþykkti erindið enda leiði það ekki til aukins kostnaðar. Fara skal með ráðningu í samræmi við starfsmannastefnu Vestmanna - eyjabæjar og þær skrifuðu verk- lagsreglur sem birtar eru á vefsíðu sveitarfélagsins. Þorvaldur Bjarni hlakkar til tónleikanna í Hörpu 26. janúar: Sér fyrir sér að Eyjamenn komi árlega saman í Eldborg Það lá vel á Þorvaldi Bjarna Þor- valdssyni, tónlistarmanni og Tod - mobilemeðlim, þegar blaða - maður hitti hann á laugardaginn uppi í Höll. Var hann ánægður með tónleika hljómsveitarinnar kvöldið áður og hlakkaði til ballsins um kvöldið. Þá er hann spenntur fyrir tónleikunum í Hörpu 26. janúar nk. þar sem dagskráin verður helguð Vest- mannaeyjum og árunum í kringum 1973. Tilefnið er að þann 23. janúar 2013 verða 40 ár frá því Vestmannaeyja - gosið hófst. Þar mætir Þorvaldur með öflugan hóp hljóðfæraleikara og söngvara auk 40 manna kórs. Á tón- leikunum verður frumflutt lag Þor- valdar við kvæði Kolbrúnar Hörpu Kolbeinsdóttur, Yfir eld og glóð, sem bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni sem efnt var í tilefni tónleikanna. Þann 16. nóvember 2011 stóðu Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir fyrir minn - ingartónleikum um Oddgeir Krist j - áns son, tónskáld, í Eldborgarsal Hörpu. Húsfyllir var og þóttu tón- leikararnir takast mjög vel. Þar hélt Þorvaldur á tónsprotanum auk þess að útsetja lög Oddgeirs ásamt Kjart - ani Valdemarssyni og vera ábyrgur fyrir listrænu hliðinni. Enn á ný er ýtt úr vör og nú er sótt á fleiri mið í leit að lögum. „Ég sé fyrir mér að það verði hefð að Vestmannaeyingar komi árlega saman í Eldborg. Í fyrra var þemað lög Oddgeirs en núna verða það lög sem voru vinsæl um og eftir 1970 auk laga eftir Eyjamenn, Oddgeir og fleiri,“ sagði Þorvaldur. Lögin sett í sparibúning Lögin verða færð í sparibúning því á tónleikunum verða auk söngvaranna Stefáns Hilmarssonar, Magna Ás- geirssonar, Eyþórs Inga Gunnlaugs - sonar, Þórs Breiðfjörð, sem var ein aðalstjarnan í Vesalingunum, Sigríð - ar Beinteinsdóttur og Margrétar Eirar Hjartardóttur, rokksveit, kammer - sveit skipuð fólki úr Sinfóníunni sem kom fram með Þorvaldi á tónleikum þar sem flutt voru lög úr Vesaling - unum og 40 manna kór Hljómeykis. Um lagið sem hann á fyrir höndum að semja við ljóð Kolbrúnar Hörpu, sagði Þorvaldur að það yrði að ná yfir allan tilfinningaskalann. „Það var sorgardagur þegar byrjaði að gjósa í Vestmannaeyjum en það er líka gleðilegt að enginn fórst og að uppbygging tókst þetta vel. Maður verður að leggja höfuðið í bleyti og vonandi verður útkoman góð og allir ánægðir.“ Þorvaldur var eins og áður sagði ánægður með tónleikana á föstu - daginn og gestir, sem Eyjafréttir, ræddu við, voru í skýjunum með sitt fólk í Todmobile. Gestir voru á bilinu 200 til 250 sem Þorvaldur Bjarni sagði frábært. Ekki var ánægjan síðri hjá þeim sem þar mættu. Todmobile á sér stað í hjarta Eyjamanna Að fá um og yfir einn tíunda bæjar- búa á tónleika og ball sýnir að Tod- mobile á sér stað í hjarta Eyjamanna enda hefur hljómsveitin átt hér marga góða spretti á tónleikum, böll - um og á þjóðhátíð. Andrea Gylfa - dóttir, Eyþór Arnalds og Þorvaldur mörkuðu líka spor í íslenskri tón - listarsögu þegar þau sameinuðu krafta sína í Todmobile árið 1988. Þorvaldur segir þau líta á Vestmanna - eyjar sem sinn stað og eru þakklát fyrir móttökurnar. Ekki er hann síður ánægður með viðtökurnar sem Odd- geirstónleikarnir fengu. „Þeir gáfu tóninn og vonandi verður þetta árlegt. Eyjamenn eru sérstakur þjóðflokkur og lögin hans Oddgeirs eru svo „djúsí“. Það er bara spurning um að finna þema fyrir hvert ár,“ sagði Þorvaldur sem lofar enn betri tónleikum 26. janúar. „Það verða fleiri flytjendur nú en í fyrra og það er gleðiefni að eiga sinfóníu - hljómsveit með úrvals hljóðfæra - leikurum. Hluti þeirra verður með okkur á tónleikunum, Hljómeyki er einn af okkar bestu kórum, í rokk - sveitinni verður úrvalsfólk og söngv - ararnir eru allir í landsliðsflokki. Þar fyrir utan erum við að læra betur og betur á Eldborgarsalinn sem er frábær tónleikasalur,“ sagði Þor - valdur sem á örugglega eftir að láta til sín taka á næsta ári þegar Tod - mobile fagnar 25 ára afmæli. Þorvaldur Bjarni á Oddgeirstónleikunum í Hörpu haustið 2011. Dómnefnd var vandi á höndum þegar kom að því að velja kvæði sem tengist Vestmannaeyjagosinu 1973. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, ætlar að semja lag við kvæðið sem verður flutt á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 26. janúar nk. Þeir eru helgaðir eldgos- inu en þann 23. janúar eru 40 ár frá því það hófst. Fyrir valinu varð kvæði Kolbrúnar Hörpu Kolbeins- dóttur, Yfir eld og glóð sem dómnefndinni þykir fanga vel atburðarásina í gosinu og það sem á eftir kom. Í dómnefndinni sátu Bertha Johansen, Ómar Garðarsson og Sigurgeir Jónsson. Ljóðið orti Harpa árið 1977 en sjálf var hún 19 ára með nokkurra mán - aða dóttur þegar gosið hófst þann 23. janúar 1973. Í kvæðinu tekst henni að tefla saman andstæðunum, hún með litla barnið sitt gegn ofurkröftum náttúr - unnar. Hörpu tekst líka að vekja upp tilfinningar þegar hún lýsir flóttanum og viðtökunum sem Eyja- menn fengu þegar í land var komið. Hún sannar það líka að ekki þarf mörg orð til að lýsa tilfinningunni að koma heim og sjá eyðilegg - inguna. Með vonina að vopni er haldið áfram en margt er að eilífu grafið undir ösku og hraun. Það fær sinn stað í kvæði Hörpu en þegar litið er til baka er það aðdáun hennar á fólkinu og þakklæti til almættisins sem upp úr stendur. Stolt og hlakkar til Það er ekki ofsögum sagt að úrslitin komu Kolbrúnu Hörpu, eða Hörpu eins og hún er kölluð dagsdag - lega, mjög á óvart. Það var fyrir hvatningu elstu dótt - urinnar, Helenu, sem hún ákvað að senda inn ljóð. Harpa er ekki einhöm í listinni, hefur frá því hún hafði vit til verið að yrkja ljóð, skrifa smásögur og semja lög. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu keppn - um en aldrei unnið fyrr en núna. „Ég var búin að gleyma þessu þegar þið hringduð,“ sagði Harpa sem gat ekki tára bundist þegar dómnefndin tilkynnti henni niðurstöðu sína. „Á eftir settist ég út í bíl og bara grét. Ég er búin að segja mínum nánustu frá þessu og krakkarnir og eiginmaðurinn eru mjög stolt af mér. Ég er búin að segja þeim að 26. janúar sé frátekinn og ég vil fá þau öll með mér í Hörpu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig og ég hlakka ekki lítið til að heyra lagið hans Þorvaldar Bjarna og kvæðið flutt í Hörpu,“ sagði Harpa að endingu. Yfir eld og glóð Ég aldrei mun gleyma er titrandi stóð sjá jörðina opnast og þeyta upp glóð ég starði og starði á ösku og eld sem breiddi út sinn eldrauða feld. Ógnandi drunurnar kváðu þar nið með barnið í fanginu flúðum við í ógnandi örmum skildum við allt niðri við bryggju stóð fólkið þar, margt. Á bátum var flúið á meginlands strönd þar tóku á móti okkur vinir í hönd með alúð og vinsemd þau tóku oss í mót þó pláss væri lítið. það skipti ekki hót. Seinna er fórum við heim til að sjá ummerkin eftir eldsins gjá húsin á kafi í kolsvörtu gjalli í austri var eldur í nýju fjalli. Við ákváðum seinna að flytjast til baka með vonina að vopni og áhættu taka þá oft varð mér litið í austur á fjallið hraunið sem kaffærði húsin og gjallið. Hvoll er þarna undir og Grænahlíð líka Vatnsdalur tiginn og Landagata Pétó og Laugin er lékum við oft nú gnæfir þeim yfir...hraun hátt í loft. Þegar ég sit hér og hugsa um það nú hve fólkið var rólegt svo samtengt sem brú þá þakka ég einum sem bak við oss stóð og bjargaði oss yfir eld og glóð. (höf. K.H.K. 08. 1977) Kolbrún Harpa sigraði í ljóðakeppninni: Yfir eld og glóð :: Þorvaldur Bjarni semur lagið :: Frumflutt í Hörpu 26. janúar ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Um lagið sem hann á fyrir höndum að semja við ljóð Kol- brúnar Hörpu, sagði Þorvaldur að það yrði að ná yfir allan tilfinn inga skalann. „Það var sorgar - dagur þegar byrjaði að gjósa í Vest - manna eyjum en það er líka gleðilegt að enginn fórst og að uppbygging tókst þetta vel. Maður verður að leggja höf - uðið í bleyti og von - andi verður útkom an góð og allir ánægðir. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.