Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Side 23

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Side 23
° ° Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 23 Handbolti: Dröfn í A-landsliÝiÝ Eyjakonan Dröfn Haraldsdóttir hefur verið valin í leikmannahóp íslenska A-landsliðsins í handbolta en liðið tekur þátt í Evrópumótinu í Serbíu í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Dröfn er í leik - mannahópi íslenska liðsins en hún hefur staðið sig mjög vel í markinu hjá FH í vetur og vel að því komin að vera valin í landsliðshópinn. Dröfn lék með yngri flokkum ÍBV og var farin að banka á dyrnar í meistaraflokki þegar hún söðlaði um og gekk í raðir HK fyrir þremur árum. Hún skipti hins vegar yfir í FH fyrir komandi tíma- bil en FH hefur komið nokkuð á óvart í vetur, eftir að hafa endað í neðsta sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Ungt landsliÝs- fólk Handknattleikskonan Drífa Þor - valds dóttir var í síðustu viku valin í æfingahóp U-19 ára landsliðsins. Drífa hefur leikið afar vel með meistaraflokki ÍBV í vetur og látið mikið að sér kveða. Jón Ingason var valinn á æfingar með U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Æfingarnar fara fram í Reykjavík um helgina en þess má geta að þjálfari liðsins er Kristinn R. Jónsson, fyrrum þjálfari meist - araflokks ÍBV. Þeir Devon Már Griffin og Benja - mín Elí Óskarsson voru svo báðir valdir á úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliðinu sem fara fram í Reykja vík um næstu helgi. Arnór áfram og Ragnar skrifar undir Knattspyrnumaðurinn Arnór Eyvar Ólafsson framlengdi í vikunni samningi sínum hjá ÍBV um tvö ár. Arnór, sem hefur leikið sem hægri bakvörður undanfarin ár, er 23 ára gamall og hefur vaxið mjög í varnarhlutverkinu. Þá skrifaði Ragnar Pétursson undir eins árs samning við ÍBV en Ragnar, sem er uppalinn hjá Hetti á Egils - stöðum, er 18 ára gamall miðju- maður. Þess má geta að ÍBV lagði Tinda - stól að velli í æfingaleik um helg - ina 2:1 en mörkin gerðu þeir Sigurður Grétar Benónýsson og Jón Ingason. Um helgina leika Eyjamenn svo í Íslandsmótinu í Futsal en leikir ÍBV fara fram í Mosfellsbæ á laugardag. Framundan Laugardagur 1. desember Kl. 13:30 ÍBV-Víkingur 1. deild karla. Kl. 13:00 Fjölnir-ÍBV 2. flokkur kvenna, fótbolti. Kl. 15:30 ÍBV-Víkingur 2. flokkur karla. Kl. 16:00 Haukar 1-ÍBV 4. flokkur karla. Sunnudagur 2. desember Kl. 11:00 Fram1-ÍBV 4. flokkur karla. Kl. 12:00 ÍBV-Víkingur 2. flokkur karla. Kl. 12:20 Keflavík-ÍBV 4. flokkur karla, ABC, fótbolti. Kl. 12:30 ÍBV-Fram 1 4. flokkur kvenna. Íþróttir Handbolti kvenna: MarkmiÝiÝ hefur ekkert breyst - Svavar Vignisson segir aÝ hægt sé aÝ brúa biliÝ milli ÍBV og toppliÝanna tveggja, Fram og Vals Nú hefur verið gert hlé á Íslands - mótinu í handknattleik kvenna en næsti leikur ÍBV verður ekki fyrr en 8. janúar þegar liðið sækir Gróttu heim. Þetta hlé á Íslands - mótinu er tilkomið vegna þátttöku íslenska kvennalandsliðsins á EM í Serbíu en enginn úr ÍBV er í landsliðshópnum. Því gefst Svav - ari Vignissyni, þjálfara ÍBV kær - komið tækifæri til að slípa leik liðsins enn betur saman fyrir komandi átök. Fyrir ofan ÍBV eru stórliðin Valur og Fram, sem undanfarið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í Ís- landsmótinu. Svavar segir að enn sé bilið of mikið í toppliðin. „Já, ég myndi segja það. Enda sást það í sjónvarpsleiknum gegn Val um daginn, þá er bilið í Val töluvert ennþá. Ég vil reyndar meina að við höfum lent á mjög slæmum degi í þeim leik en bilið er vissulega enn mikið.“ Eigum við einhvern möguleika á að minnka bilið eftir áramót? „Já ég tel það. Vonandi fáum við Ester Óskarsdóttur inn aftur eftir áramót og þó hún sé sterk, þá ætla ég henni ekki einni að brúa 11 marka mun á ÍBV og Val. Við höfum núna mjög góðan tíma að byggja saman liðið og vonandi að minnka þetta bil. Tíminn einn leiðir það svo í ljós hvort það gangi upp. Ég verð með alla leikmennina á æfingum, erlendu leikmennirnir fara ekki heim sem er mikill kostur.“ Svavar segir að þó enn sé nokkuð í að ÍBV geti tekið stig af Val og Fram, þá hafi frammistaða ÍBV í vetur, verið framar vonum. „Ég hélt þetta yrði erfiðara eftir að Ester datt út úr þessu og við vitum auðvitað ekkert hversu mikið hún getur beitt sér. Við misstum auk þess Þórsteinu, sem er í barneignarfríi, eins og Kristrún. Aníta Ýr og Hildur hættu og þarna eru komnar fimm stelpur af þeim sem voru að spila reglulega síðasta vetur. En þetta hefur gengið mun betur en ég þorði að vona. Það er líka ánægjulegt að sjá Drífu og Rakel stíga svona upp eins og þær hafa gert. Einu leikirnir sem við töpuðum fyrir áramót voru gegn Fram og Val og eini leikurinn sem við lentum í einhverjum vandræðum með, fyrir utan þá tvo, var fyrsti leikurinn gegn Gróttu. Það sýnir okkur líka hversu mikið bil er á milli ÍBV og næstu liða sem koma þar á eftir.“ Verður markmiðið að verja þriðja sætið og stríða svo Val og Fram í úrslitakeppninni? „Markmiðið hjá okkur var alltaf að ná þriðja sætinu og það hefur ekkert breyst. Þegar út í úrslitakeppnina er komið, þá ætlum við okkur ekki að fara í hana til að hafa gaman, heldur til að fara alla leið. Það þýðir að við verðum að vinna jafnvel bæði Fram og Val. Við viljum komast sem lengst og við sjáum til hvort það gengur eftir,“ sagði Svavar. Svavar Vignisson. Frjálsar: Á dögunum var haldið frjáls - íþróttamótið Silfurleikarnir í Reykjavík. Frjálsíþróttadeild ÍBV hugðist senda tólf keppendur á mótið en þar sem veður var óhag - stætt, varð ekkert af því að krakk - arnir kæmust upp á land. Einn keppandi frá ÍBV náði þó að taka þátt í mótinu en Grétar Þorgils Grétarsson gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun í kúluvarpi. Grétar Þorgils hafði farið upp á land fyrr en aðrir þátttakendur og sýndi svo ekki verður um villst að Eyja - krakkarnir standa öðrum jafnfætis í frjálsum, jafnvel framar. Hann varpaði kúlunni 9,2 metra en það kom í þriðja og síðasta kasti hans á mótinu. Grétar, sem er fæddur árið 2000, hefur aðeins keppt tvívegis í kúluvarpi, á Íslandsmótinu og á Silfurleikunum nú og í bæði skiptin vann hann til gullverðlauna. Þess má til gamans geta að sá sem endaði í öðru sæti, kastaði 9,09 metra og kemur frá Selfossi. Grétar Þorgils vann gull í öÝru mótinu sínu Grétar Þorgils kannar hvort gullið sé ekta. Handbolti: Eitt stig á erfiÝum útivelli Karlalið ÍBV sótti stig á erfiðan útivöll í Garðabænum á laugar - daginn. Þar léku þeir gegn heimamönnum í Stjörnunni, sem er í efsta sæti deildarinnar, hafði einmitt sótt stig til Eyja í fyrstu umferð Ís- landsmótsins. Liðin munu svo eigast við í þriðja sinn seinna í vetur en ekki liggur fyrir hvort liðið fær heimaleik. Lokatölur leiksins urðu 21:21 en Er- lingur Richardsson, annar tveggja þjálfara ÍBV var þokkalega sáttur með leikinn. „Ég held að það séu ágæt úrslit á erfiðum útivelli enda Stjarnan í efsta sæti deildarinnar. En auðvitað hefði verið mjög gott að vinna þá og hafa það uppi í erminni eftir að hafa gert jafntefli við þá hér í Eyjum. Nú þurfa Garðbæingar að tapa til að við getum náð þeim að stigum en toppbaráttan er það jöfn að það gæti alveg gerst.“ Erlingur segir að leikurinn hafi verið nokkuð jafn en Eyjamenn hafi þó lengst af verið með yfirhöndina. „Við komumst í 10:8 í fyrri hálfleik og bættum við og komumst þremur mörkum yfir í byrjun seinni hálf - leiks. En Stjarnan komst aftur inn í þetta, jöfnuðu metin og voru svo tveimur mörkum yfir 21:19 þegar lítið var eftir. Við náðum hins vegar góðum leikkafla undir lokin, jöfnuðum og fengum tækifæri til að skora í síðustu sókn leiksins. En Garðbæingar voru klókir, brutu á Grétari Þór Eyþórssyni sem var eiginlega kastað á Nemanja Malovic og hann meiddist. Mér skilst reyndar að þau meiðsli séu ekki mjög alvar- leg og að hann eigi að geta spilað í næsta leik.“ Næst leika Eyjamenn gegn Víkingum en leikurinn fer fram í Eyjum á laugardaginn. Liðin tvö eru í toppbaráttunni ásamt Stjörnunni og Selfossi. „Við tökum tvö af þessum toppliðum í röð og þetta eru þeir leikir sem skipta miklu máli í topp- baráttunni. Við eigum harma að hefna, þeir eru fyrir ofan okkur og unnu okkur í síðasta leik. En með góðum leik og góðum stuðningi, þá held ég að við getum vel unnið þá hér í Eyjum.“ Mörk ÍBV: Nemanja Malovic 8, Andri Heimir Friðriksson 4, Grétar Þór Eyþórsson 3, Theodór Sigur - björnsson 3, Magnús Stefánsson 2, Brynjar Karl Óskarsson 1. Theodór Sigurbjörnsson skoraði þrjú mörk gegn Stjörnunni. Stjarnan 8 5 3 0 235:186 13 Víkingur 8 6 1 1 212:182 13 ÍBV 8 5 2 1 244:177 12 Selfoss 8 5 0 3 219:190 10 Grótta 8 4 0 4 217:214 8 Þróttur 8 2 0 6 179:248 4 Fjölnir 8 1 1 6 194:233 3 Fylkir 8 0 1 7 182:252 1 1. deild karla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.