Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Side 1
FRÉTTIR
Vestmannaeyjum
10. júlí 2013
40. árg. :: 28. tbl.
Verð kr. 400
Sími 481-1300
www.eyjafrettir.isE
Y
JA
>> 15>> 9
MERK SAGA
MÓRMÓNA Í EYJUM >> 10
GLÆSILEG
GOSLOKAHÁTÍÐ
ALDARAFMÆLI
SLÖKKVILIÐSINS
M
yn
d:
J
úl
íu
s
G
. I
ng
as
on
>> 14
STÓRGÓÐIR TÓNLEIKAR
LÚÐRÓ OG FJALLABRÆÐRA
Það þurfti ekki að koma á óvart
að Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands skyldi ákveða að
staðfesta breytingar á lögum um
veiðigjald sem Alþingi samþykkti
í síðustu viku. Þar gekk forsetinn
reyndar á móti straumnum því
fyrir helgi fékk hann í hendur
undirskriftir 33 þúsund Íslendinga
sem kröfðust þess að hann synj -
aði lögunum og vísaði þeim til
þjóðarinnar. Lögin eru enginn
gleðiboðskapur fyrir Vestmanna -
eyjar því samkvæmt þeim greiða
sjávar útvegs fyrirtæki í Vest -
mannaeyjum samtals 2.3 millj -
arða í veiðigjöld í ár.
Breytingin er sú helst að veiðigjald á
bolfisk lækkar en hækkar á uppsjáv -
arfisk. Stærsta hlutann borga Ísfé -
lagið og Vinnslustöðin og Huginn
VE sem eingöngu gerir út á uppsjáv -
arfisk. Forráðamenn þessara fyrir -
tækja eru langt í frá sáttir.
Stefán Friðriksson, framkvæmda -
stjóri Ísfélagsins, er ekki ósáttur við
ákvörðun forsetans enda sé það ekki
rétti farvegurinn að fara í þjóðarat -
kvæðagreiðslu með skatt greiðslur. Ís-
félagið þarf að greiða yfir 1 milljarð í
veiðigjöld. „Forsetinn gerði ágætlega
grein fyrir ákvörðun sinni og benti á
að lögin eru aðeins til eins árs,“ sagði
Stefán.
„Ríkisstjórnin lofar hóflegum veiði -
gjöldum og nú hefur hún þrjú ár til
að standa við það. Ég held að Íslend -
ingar séu á móti ofursköttum nema
þegar aðrir þurfa að borga. Það er því
ekki skynsamlegt að fara með skatt -
greiðslu eins og veiðigjöld í þjóðar -
atkvæði. Annars eru þessi mál í
öng stræti. Síðasta ríkisstjórn eyddi
fjórum árum í að reyna að knésetja
atvinnugreinina. Maður verður að
vona að núverandi ríkisstjórn taki
málefnalega á þessu sem þýðir bara
eitt, lægri skatta. Það er það sem
þessi ríkisstjórn lofaði,“ sagði Stefán.
„Vinnslustöðin þarf að greiða 700
til 800 milljónir í veiðigjöld á næsta
fiskveiðiári sem er aðeins lægra en á
yfirstandandi fiskveiðiári,“ segir Sig-
urgeir Brynjar Kristgeirsson, fram -
kvæmdastjóri. „Við erum sterkir í
bolfiski sem lækkar þetta aðeins hjá
okkur en til að setja þetta í samhengi,
þá borgum við meira í veiðigjöld en
olían kostar á skipin okkar. Er olían
þó ekki ódýr þessa dagana. Þessi
hugmynd um veiðigjöld af þessari
stærðargráðu gengur einfaldlega ekki
upp. Á fáeinum árum munu þau
eyðileggja greinina og getu hennar til
að afla nauðsynlegs gjaldeyris sem
landsmenn nota síðan til að kaupa á
vörum og þjónustu auk afborgana af
erlendum lánum þjóðarinnar. Á
endanum verðum við öll verr sett,
því miður.“ sagði Binni.
Páll Þór Guðmundsson, fram -
kvæmda stjóri Hugins VE tók í sama
streng og sagði að miðað við þann
afla sem Huginn veiddi 2012 yrði
veiðigjald samkvæmt frumvarpi 304
milljónir.
„Þannig lítur þetta út hjá okkur og
slagar hátt upp í að vera sama og
olíukostnaður, sem er einar 385
miljónir,“ sagði Páll og fullyrðir að
allflestar breytingar á fiskveiðistjórn -
ar kerfinu hafi bitnað á Vestmanna -
eyingum í gegnum árin „Það er
verið að flytja héðan aflaheimildir
vestur og norður og allar breytingar
eru okkur í óhag. Það er alveg sama
hverjir eru við stjórnvölinn.“
Ólafur Ragnar staðfesti ný lög um veiðigjöld:
Enginn gleðiboðskapur
fyrir Vestmannaeyjar
:: Sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiða 2,3 milljarða
:: Gjaldið svipað og olíukostnaður á flotann