Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Síða 17
°
° Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 17
Það er ekki ofsögum sagt að það er
töluvert krefjandi starf að vera
þingmaður og það hef ég sannreynt
nú á þessu sumarþingi sem staðið
hefur yfir síðustu vikur. Það er
mikið að læra bæði hvað varðar að
setja sig inn í einstök mál og svo að
setja sig inn í þær hefðir og venjur
sem einkenna þessa mikilvægu
stofnun okkar Íslendinga. Allt hefur
þetta gengið stórslysalaust fyrir sig
og það er ekki síst að þakka þeim
fjölmörgu úrvals starfsmönnum
sem starfa við alþingi. Það hefur
gengið á ýmsu á þessu sumarþingi
og ekki allir á eitt sáttir um þau mál
sem ríkisstjórnin hefur sett fram.
Það sem undirrituðum hefur komið
mest á óvart er sú forgangsröðun
sem hæstvirt ríkisstjórn hefur
viðhaft en eins og öllum er kunnugt
voru það skuldamál heimilanna sem
tóku bróðurpart allrar umræðu í
kosningabaráttunni. Það hefði því
legið beinast við að fyrstu mál
ríkisstjórnarinnar hefðu fjallað um
þau mál í ríkari mæli en raun hefur
orðið á.
Röng forgangsröðun?
Þess í stað hafa forgangsmálin verið
að draga til baka fyrirhugaða
virðisaukaskattshækkun á gistingu
sem í raun erlendir ferðamenn
hefðu komið til með að borga og
lækkun á veiðileyfagjaldi á út-
gerðina sem hefur aldrei staðið
betur en einmitt nú. Ég nefni þessi
tvö mál sérstaklega þar sem komið
hefur í ljós, eins og reyndar flestir
vissu, að staða ríkissjóðs er slæm
og er útlit fyrir að fjárlagagatið sé
rúmir 30 milljarðar. Það skýtur því
skökku við að fyrsta mál nýrrar
ríkisstjórnar sé að afsala sér tekjum
upp á ca. 10 milljarða á næstu
tveimur árum án þess að skýra út
fyrir þingheimi og almenn ingi
öllum hvernig mæta eigi þessu
tekjutapi. Það jákvæða er þó að
ríkisstjórnin hefur hrundið af stað
aðgerðaáætlun í tíu liðum sem
kemur til með, ef allt gengur eftir,
að skila árangri síðar á árinu.
Málefnaleg og gagnrýni
Við þingmenn Bjartrar framtíðar
höfum leitast við á þessum fyrstu
skrefum okkar á þingi að fylgja
okkar stefnuskrá og áherslum. Við
erum málefnaleg í málflutningi
okkar og reynum að leggja áherslu
á aukið samráð þvert á flokka. Við
höfum gagnrýnt það sem við höfum
ekki talið vera „góð mál“ eins og
þau sem nefnd voru hér fyrst en
höfum stutt þau mál, eins og t.d.
aðgerðaáætlunina, sem við teljum
til bóta fyrir samfélagið. Við kom -
um til með að halda þessum vinnu -
brögðum okkar áfram og hvika
hvergi frá þeirri viðleitni okkar að
reyna að breyta stjórnmálunum því
að okkar dómi er ekki vanþörf á.
Samvinna og sáttfýsi
Það er afar mikilvægt að kjörnir
fulltrúar á alþingi gangi á undan
með góðu fordæmi og bæti hugar-
far, viðhorf og samskipti sín í mill -
um og verði þannig leiðarljós út í
samfélagið. Það hefur verið afskap -
lega ánægjulegt að taka þátt í þessu
sumarþingi og kynnast öllu þessu
góða fólki sem starfar þarna hvort
sem það eru alþingismenn eða aðrir
starfsmenn. Það er ljóst að gríðar -
mikið starf er framundan við að
byggja upp og koma samfélagi
okkar aftur á réttan kjöl, bæta stöðu
þeirra verst settu og gera landið
okkar að því fyrirmyndarríki sem
það hefur alla burði til að vera.
Samvinna, auðmýkt, sáttfýsi og
virðing eiga að vera eink unn arorð
okkar inn í framtíðina því ef við
ræktum þessi gildi og dyggð ir þá
aukum við traust sem er frumskil -
yrði mannlegra samskipta og heldur
samfélagi manna saman. Ekki síst
er auðmýktin mikilvæg þegar
skiptar skoðanir eru um hvernig
leysa eigi málin því að sá auðmjúki
er mjúklyndur í hjarta og lætur sér
finnast til um verk annarra. Megi
sumarið veita ykkur birtu og yl og
kalla fram bros í hjarta.
Þátttakendur í Vestmannaeyjahlaupinu, ungir sem aldnir, halda af stað niður Brekkugötuna.
Hugleiðingar
nýs þingmanns
Vestmannaeyjahlaupið:
Veðrið setti strik
í reikninginn
:: Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson sigraði í hálf-
maraþoni :: Margir hlauparar veðurtepptir
Vestmannaeyjahlaupið fór fram
síðastliðinn laugardag. Alls tók
131 hlaupari þátt í því að þessu
sinni, í fyrra voru þeir 187. Það
voru aðeins fleiri skráðir þetta
árið en það kom aðstandendum
á óvart hversu margir mættu.
Eyjafréttir höfðu samband við
Önnu Lilju Sigurðardóttir, eina af
aðstandendum hlaupsins en hún var
mjög sátt við það hvernig til tókst.
„Það kom okkur ánægjulega á óvart
hvað margir mættu. Veðrið setti að
sjálfsögðu strik í reikninginn þar
sem Herjólfur fór ekki þennan
morgun. Við vissum af fólki sem
var búið að skrá sig en komst ekki
og líklega voru einhverjir fleiri sem
höfðu ætlað sér að mæta. Hlaupið
gekk mjög vel. Veðurguðirnir voru
með okkur í liði, ekkert rigndi
meðan hlaupið var, þó að vindurinn
hafi verið nokkur.“
Var þátttakan betri en undanfarin
ár?
„Þátttakan var minni en ég er samt
viss um að fleiri hefðu mætt ef
veðrið hefði verið betra á hlaup -
degi. Við erum mjög sátt,“ sagði
Anna Lilja að lokum.
Úrslit hlaupsins:
5 km
Pálmar Sigurðsson 20:20
Aldís Arnardóttir 25:14
5 km, 15 ára og yngri
Daníel Már Sigmarsson 25:24
Ísey Sævarsdóttir 25:46
10 km
Kári Steinn Karlsson 33:42
Agnes Kristjánsdóttir 44:22
21 km
Hlynur Andrésson 01:18:08
Elín Gísladóttir 01:55:07
Árgangs -
mót gos-
barna
Þau voru hress gosbörnin sem
héldu árgangsmót um gosloka-
helgina. Um er að ræða börn
sem fæddust á gosárinu 1973,
mörg á meðan gosinu stóð og
fæddust því ekki í Vestmanna -
eyjum. „Geggjað gosbarn“ er
áletrunin framan á bolum gos-
barnanna, sem á kannski
svolítið vel við þegar þessi
hópur er annars vegar. Það var
allavega geggjað stuð þegar
Óskar Pétur kom við hjá hópn -
um um helgina og smellti
mynd af þessum merka árgangi.
PÁLL VALUR
BJÖRNSSON
Þingmaður
GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR
gigja@eyjafrettir. is
Hlaupið gekk mjög
vel. Veðurguðirnir
voru með okkur í liði,
ekkert rigndi á meðan
hlaupið var, þó að
vindurinn hafi verið
nokkur.
”
Við þingmenn
Bjartrar framtíðar
höfum leitast við á
þessum fyrstu skref -
um okkar á þingi að
fylgja okkar stefnu -
skrá og áherslum.
”