Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Qupperneq 19
°
° Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 19
2. flokkur karla:
LögÝu Selfoss
aÝ velli
Annar flokkur karla vann góðan
útisigur á Selfossi 1:4 síðastliðinn
þriðjudag. Eyjamönnum hefur oft
gengið betur í deildinni en þeir eru
aðeins búnir að vinna þrjá leiki af
átta og eru í 7. sæti. Sigurinn var
því kærkominn en fyrir leikinn
voru Selfyssingar með fjögurra
stiga forskot á ÍBV í 6. sæti. Mörk
ÍBV skoruðu þeir Sigurður Grétar
Benónýsson, Kristinn Skæringur
Sigurjónsson og Björn Axel Guð -
jónsson 2.
Jón Gísli
Ström kall -
aÝur úr láni
ÍBV hefur kallað Jón Gísla Ström
til baka úr láni, en hann hefur
leikið vel með ÍR á tímabilinu.
Hann hefur skorað sjö mörk í tíu
leikjum. Ljóst er að ÍBV hefur góð
not fyrir hann ef hann heldur áfram
uppteknum hætti, en lítil marka -
skorun hefur verið aðal vandamál
ÍBV í síðustu leikjum.
EM kvenna í SvíþjóÝ:
Styttist í
fyrsta leik
Nú styttist í fyrsta leik íslenska
kvennalandsliðsins á Evrópumót-
inu í knattspyrnu sem fer fram í
Svíþjóð. Mótið hófst formlega í
dag en íslenska landsliðið leikur
gegn því norska á morgun,
fimmtu dag. Allir leikir íslenska
liðsins verða í beinni útsendingu í
Ríkissjónvarpinu en leikur Íslands
og Noregs hefst klukkan 16:00.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði ÍBV er
í íslenska hópnum og auk þess
Eyjakonurnar Margrét Lára, systir
hennar og Fanndís Friðriksdóttir.
Reikna má með að þær Margrét
Lára og Fanndís verði í byrjun -
arliðinu en líklega mun Elísa byrja
á bekknum.
Framundan
Fimmtudagur 11. júlí
Kl. 15:00 ÍBV-Víkingur R.
4. flokkur karla, ABC.
Kl. 18:00 HB Tórshavn-ÍBV
Evrópudeild UEFA.
Kl. 18:00 Breiðablik-ÍBV
2. flokkur kvenna.
Föstudagur 12. júlí
Kl. 17:30 HK/Víkingur-ÍBV
3. flokkur kvenna bikar.
Laugardagur 13. júlí
Kl. 14:00 Álftanes-KFS
4. deild karla, A-riðill.
Sunnudagur 14. júlí
Kl. 14:00 Valur/ÍR-ÍBV
2. flokkur kvenna.
Kl. 16:00 Þór-ÍBV
Pepsi-deild karla.
Mánudagur 15. júlí
Kl. 13:00 Stjarnan-ÍBV
5. flokkur karla, ABCD.
Kl. 16:30 ÍBV-Fjölnir
3. flokkur karla, B.
Kl. 17:00 Fram-ÍBV
5. flokkur kvenna, ABC.
Kl. 18:00 Keflavík/Njarðvík-ÍBV
2. flokkur karla.
Miðvikudagur 17. júlí
Kl. 15:00 Breiðablik-ÍBV
4. flokkur karla, ABC.
Kl. 17:00 ÍBV-FH
2. flokkur kvenna, bikar.
Íþróttir
Evrópudeildin:
Eyjamenn mæta á morgun,
fimmtudag, færeyska liðinu HB í
Þórs höfn í síðari leik liðanna í 1.
umferð Evrópudeildarinnar. Fyrri
leik liðanna, á Hásteinsvelli fyrir
viku síðan, lauk með jafntefli 1:1
og því verða Eyjamenn að skora.
Það hefur hins vegar verið talsvert
vandamál í síðustu leikjum en að
sama skapi hefur yfirleitt gengið
vel að verjast.
Leikurinn ytra hefst klukkan 18:00
að íslenskum tíma og fer fram á
heimavelli HB, sem er gervigrasvöll -
ur. Færeysku leikmennirnir töluðu
um það eftir leik að aðstæður í
Eyjum hefðu verið þeim afar erfiðar,
bæði eru þeir óvanir að spila á grasi
auk þess sem völlurinn hefði verið
mjög blautur og erfiður. Það er því
erfitt að dæma getu liðsins út frá
leiknum en Eyjamenn voru sterkari í
síðustu viku og klaufar að gera
aðeins jafntefli. Samkvæmt heim -
ildum Eyjafrétta fá leikmenn ÍBV
hins vegar ágætan stuðning í leiknum
því um 14 manns fylgja liðinu út og
svo bætist við liðsauki frá hópi barna
frá vinabæ Vestmannaeyja, Götu, sem
mæta á leikinn og styðja Eyja menn.
Ætlum áfram
„Við sýndum það, bæði okkur sjálf -
um og stuðningsmönnum okkar að
við erum með betra lið en HB. Við
náðum hins vegar ekki að nýta okkur
það í heimaleiknum en ætlum svo
sannarlega að klára þessa viðureign
úti í Færeyjum,“ sagði varnarjaxlinn
Brynjar Gauti Guðjónsson í samtali
við Eyjafréttir.
Nú spilið þið á gervigrasi. Truflar
það?
„Nei það ætti ekki að gera það. Við
erum nýbúnir að spila við Stjörnuna,
æfum allan veturinn á gervigrasi og
líka yfir sumarið. Við erum með
Eimskipshöllina til að venjast gervi-
grasi og því ætti það ekkert að koma
á óvart. Við verðum bara að spila
okkar leik og klára þetta. Ég reikna
með því að Færeyingarnir séu
sterkari á heimavelli, á sínu gervi-
grasi en samt tel ég að við séum með
betra lið.“
Ætlið þið að leggja áherslu á að
verjast og pota inn einu marki eða
skella í stórsókn?
„Ég reikna frekar með því að við
munum reyna spila svipað og við
gerðum í heimaleiknum. Við
reynum auðvitað alltaf að vera þéttir
baka til og svo er þetta spurning um
að skora. Það hefur kannski ekkert
gengið sérstaklega vel undanfarið en
ég hef trú á því að við förum að finna
réttu leiðina að netmöskvunum.“
FerÝavika framundan
Eyjamenn lögðu af stað til Færeyja í
dag, miðvikudag og koma svo aftur
til landsins á föstudag. Framundan
er svo leikur gegn Þór á Akureyri.
„Já það er svolítið um ferðalög núna.
En þetta er bara hluti af þessu. Ég
neita því samt ekki að það hefði
verið notalegra að fá heimaleik eftir
Evrópuleikinn,“ sagði Brynjar Gauti
að lokum.
ViÝ erum meÝ betra liÝ
- Varnarjaxlinn Brynjar Gauti sannfærÝur um aÝ Eyjamenn geti komist áfram
Brynjar Gauti Guðjónsson.
Volcano Open:
VeÝriÝ stríddi kylfingum
- Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins, sátt meÝ mótiÝ í ár
Íþróttir
Borgunarbikarinn
Umdeilt rautt
spjald varÝ ÍBV
aÝ falli
Magnús Þórisson dómari er kominn
á svarta listann hjá stuðningsmönn -
um ÍBV eftir leik liðsins gegn KR í
8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á
sunnudaginn. Magnús vísaði Aaron
Spear af velli fyrir frekar litlar sakir
á 34. mínútu og beit svo höfuðið af
skömminni fyrir að gefa markverði
KR-inga aðeins gult spjald fyrir
svipað brot. KR hafði betur, 3:0 en
öll mörkin komu í seinni hálfleik.
Fram að rauða spjaldi Spears, var
leikurinn í jafnvægi og bæði lið
fengu sín færi. Atvikið þegar Spear
fékk rauða spjaldið var spaugilegt,
þótt fæstir hafi séð broslegu hliðina
á því á sunnudaginn. Spear fór
harkalega aftan í varnarmann KR-
inga sem skýldi boltanum og var
réttilega dæmdur brotlegur. KR-ing -
urinn, Gunnar Þór Gunnarsson gekki
þá ógnandi að Spear, sem ýtti honum
frá sér. Fyrir það fékk Spear að líta
rauða spjaldið.
Ritstjórn Eyjafrétta fékk þessar
línur sendar í pósti frá dyggum
stuðningsmanni ÍBV.
„Leikmenn sem ýkja. Dómurum ber
að veita þeim leikmönnum sérstaka
athygli sem ýkja afleiðingar líkam -
legrar snertingar í þeim tilgangi að
mót herjum þeirra sé sýnt gula eða
rauða spjaldið.“ Þetta er tekið úr
áhersluatriðum dómara en KR-ing -
urinn Gunnar Þór, sem féll með
hlægilegum tilburðum þegar Spear
ýtti við honum, fékk ekki gult, hvað
þá rautt spjald. Og eins og áður
sagði, fékk Hannes þór Halldórsson,
mark vörður KR og landsliðsins,
aðeins gult spjald fyrir svipað brot og
Spear, jafnvel verra ef eitthvað er.
Hannes hafði þá hlaupið yfir hálfan
völlinn, ógnaði Ragnari Péturssyni,
leikmanni ÍBV sem var réttilega
vísað af velli fyrir háskalega tækl -
ingu skömmu áður.
Einum færri átti ÍBV ekki mögu -
leika gegn firnasterku liði KR-inga
sem hafa unnið bikarkeppnina
síðustu tvö ár. Þeir fá tækifæri til að
vinna keppnina í þriðja sinn og fengu
til þess óþarfa aðstoð að mati stuðn-
ingsmanna ÍBV.
Icelandair Volcano Open golfmótið
var haldið um goslokahelgina,
nánar tiltekið á föstudag og laug -
ar dag. Mótið er 36 holu punkta -
keppni en 147 keppendur tóku
þátt í mótinu að þessu sinni. Mótið
heppnaðist nokkuð vel, þrátt fyrir
rigningu og rok á föstudeginum,
sem setti svip á mótið og á endan -
um var mótið stytt niður í 27 holur
sem töldu í lok móts.
Rúmlega 170 manns voru á veglegu
lokahófi sem haldið var í mótslok en
eftir mótið héldu veislugestir svo
niður í bæ og tóku þátt í dagskrá
goslokahátíðarinnar. Elsa Valgeirs-
dóttir, framkvæmdastjóri Golf -
klúbbsins, sagði í stuttu samtali við
Eyjafréttir að stór hluti þátttakenda
hafi verið ofan af landi og voru allir
mjög ánægðir með helgina, þrátt
fyrir leiðinlegt veður.
Sigurvegarar í forgjafarflokki -14,4
1. Björgvin Þorsteinsson GA 53 p.
2. Gylfi Aron Gylfason GR 52 p.
3. Þorsteinn Guðmundsson NK 51 p.
Forgjafarflokkur +14,5
1. Sigfús G. Ágústsson GV 49 p.
2. Wesley Albert Clark GV 48 p.
3. Ásgeir Guðmundsson NK 47 p.
Besta skor mótsins
Örlygur H. Grímsson GV 108 högg.
Nándarverðlaun
Fyrri dagur:
2. flöt Helgi A. Eiríksson 2,94 cm.
7. flöt Ívar Gunnarsson 2,10 cm.
12. flöt. Björgvin Þorsteinss 1,32 cm.
14. flöt Einar Guðberg 1,12 cm.
17. flöt Karin H Hafsteinsd 1,74 cm.
Seinni dagur :
2. flöt Þorsteinn Guðjónss 0,69 cm.
7. flöt Páll Pálsson 5,95 cm.
12. flöt Guðrún Ólavía 7,02 cm.
14. flöt Bjarki Ómarsson 4,32 cm.
17. flöt Helgi A. Eiríkssson 2,05 cm.
Veðrið var ekkert sérlega skemmtilegt til golfleiks fyrri keppnisdaginn
en seinni hluta laugardagsins sýndu veðurguðirnir um tíma spari -
hliðarnar.