Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Qupperneq 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 ° ° Goslokahátíðin eitt allsherjar ættarmót :: Þar sem vinir og kunningjar rifja upp gömul kynni :: Glæsileg og vel heppnuð dagskrá Goslokahátíðin í ár heppnaðist einstaklega vel, þrátt fyrir að veðurguð irnir væru ekki í liði með Eyjamönnum og gestum þeirra lengi vel. Þó rættist ágæt - lega úr veðrinu á laugardeg in - um sem var aðaldagur hátíð a- haldanna en hápunkturinn var um kvöldið á Skipasandi þegar Eyja menn og gestir þeirra komu saman og skemmtu sér undir dynjandi tónlist. Nýja staðsetn - ingin, Skipa sandur, féll vel í kramið að mati þeirra sem Eyja - fréttir ræddu við, staðurinn er stærri en Skvísusund og ekki að sjá annað en að stemmn ingin væri jafn mikil og þar, jafnvel meiri. Veðrið hafði líka þau áhrif að flestir vildu heldur vera innandyra og því fengu viðburðir sem voru undir þaki góða aðsókn. Goslokahátíðin hófst strax á mið - vikudag með tónleikunum Lög unga fólksins en síðan kom hver dag skrárliðurinn á fætur öðrum og ekki hægt að rekja það í stuttu máli hvað var í boði á hverjum stað og hvernig til tókst. Myndlistarsýn ing - arnar voru fjölmargar en nánar er sagt frá þeim annars staðar í blað - inu. Þá var einnig boðið upp á ljós- myndasýningar, upplestur rithöf - unda og samkomur þar sem farið var yfir horfinn heim húsanna sem fóru undir hraun. Fjölmargt fleira var í boði, m.a. stórtónleikar Fjallabræðra og Lúðra sveitar Vestmannaeyja sem sagt er frá nánar annars staðar í blaðinu. Blítt og létt hópurinn, ásamt Bjartmari Guðlaugssyni kom fram á frábærum tónleikum á Eyjakvöldi í Höllinni á fimmtu - dags kvöldið og var húsfyllir. Boðið var upp á Heita leikfimi, reyndar degi síðar en áætlað var vegna veðurs en veðrið stoppaði ekki Arnar Sigurmundsson í Hafnar - göngu og afhjúpun á upplýsinga - skilti á Skipasandi um slippana tvo sem þar voru. Fjölmargir fylgdust með og höfðu gaman af þegar rifjaðar voru upp sögur hverfanna, sem fóru undir hraun, í Alþýðuhús- inu. Gísli Helgason og Bítladreng - irnir héldu svo tónleika á sunnu - dags kvöldið á sama stað en að ósekju hefðu fleiri mátt sækja tón- leikana. Fyrir börnin var fjölmargt í boði, m.a. krakkafjör á vegum Hvíta - sunnusafnaðarins, bryggjuveiðimót Sjóve, Slökkvistöðin var opin í tilefni 100 ára afmælis Slökkviliðs Vestmannaeyja og fengu börnin að skoða slökkvibílana. Þá var Spari - sjóðsdagurinn á sínum stað og barna skemmtun, sem reyndar var færð inn í Íþróttamiðstöð. Á laug - ar dags kvöldið var svo boðið upp á unglinga- og barnakvöldskemmtun í Coca Cola tjaldinu og daginn eftir mót í Laser Tag. Hér er aðeins skautað yfir hluta dagskrár goslokahátíðarinnar 2013, sem var með fjölbreyttara móti þar sem myndlist, ritlist og tónlist voru áberandi auk annarrar skemmtunar. Dagskrá hátíðarinnar skiptir auðvit - að miklu máli um hvernig til tekst en ekki síður sú staðreynd að gosloka hátíðin er orðin eitt allsherj - ar ættarmót, þar sem vinir og kunn - ingjar rifja upp gömul kynni. Það er stór hluti af sjarma hátíðarinnar og ekki síður mikilvægur. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, kynnti, seldi og áritaði bók sína, Ási Grási í Grænuhlíð - Eyjapeyi í veröld sem var. Fjöldi manns kíkti við, skoðaði myndir Ása sem prýða bókina og keyptu sér áritað eintak. Bjartey Ósk Sæþórsdóttir, dóttir Bjarteyjar Gylfadóttur, sýndi sínar myndir á sýningu mömmu sinnar og fékk auðvitað blóm við opnunina. Um 1.600 manns voru á tónleikum Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Fjallabræðra í stóra sal Íþróttamið stöðvarinnar, sem leit út eins og alvöru tónleikasalur. Margir kíktu við í Safnahúsinu þar sem norska sendiráðið bauð upp á sýningu í tengslum við heimsókn Eyjabarna til Noregs í gosinu. Páll Óskar Hjálmtýsson kom fram með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Fjallabræðrum og átti salinn með líflegri framkomu sinni. Gísli Helgason og félagar buðu upp á skemmtilega tónleika í Alþýðuhúsinu á sunnudagskvöldið. JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is Dagskrá hátíðarinnar skiptir auðvit að miklu máli um hvernig til tekst en ekki síður sú stað reynd að gosloka - hátíðin er orðin eitt allsherjar ættarmót, þar sem vinir og kunn - ingjar rifja upp göm ul kynni. Það er stór hluti af sjarma hátíð - ar innar. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.