Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Side 20

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Side 20
° ° Sími 481-1300 | frett i r@eyjafrett i r. is FRÉTTIREYJA TILBOÐ 10. - 16. júlí 2013 Sushi frá Osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl OPNUNARTÍMI: Mán. - Föst. kl. 7.30 - 19.00 Laugardaga kl.10.00 - 19.00 Sunnudaga kl.11.00 - 19.00 Cajp’s Lærissneiðar verð nú kr/kg 2998,- verð áður kr/kg 3798,- B.D. mushroom núðlur verð nú kr 50,- verð áður kr 95,- Síríus kex 175 gr verð nú kr 298,- verð áður kr 378,- Lindu smá buff verð nú kr 298,- Tilda pokagrjón 4x125 gr verð nú kr 398,- verð áður kr 498,- Pagens giffler verð nú kr 498,- verð áður kr 648,- Pepsi/Pepsi Max/7 up kippa 6x2 ltr. verð nú kr 1098,- verð áður kr 1860,- 4x2 ltr. Pepsi Max kippa fylgir með SS Grískir folaldavöðvar verð nú kr/kg 2998,- verð áður kr/kg 3948,- SS Pestó skinka verð nú kr 248,- verð áður kr 318,- VÖRUVAL 20 ÁRA Vestmannaeyjahlaupið var haldið í þriðja sinn á laugardaginn en nú um goslokahelgina. Samgöngur settu strik í reikninginn þar sem Herjólfur sigldi ekkert á laugardeginum og því komust hlauparar ekki ofan af landi. Þrátt fyrir það var þátttakan góð en á myndinni má sjá þau Sigmar Þröst Óskarsson og Heklu Mekkín Sigurbergs - dóttur geysast upp eina af erfiðari brekkum hlaupsins. Nánar á blaðsíðu 17. Útboð á hönnun nýrrar ferju hefur tafist um tvo mánuði :: Stefnt á að hefja smíði um áramót :: Bæjarstjóri ítrekar kröfu sína um að fá Baldur til að sigla í Landeyjahöfn samhliða Herjólfi Þriðjudaginn 23. apríl var tilkynnt á fundi með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra, að útboð og smíði nýrrar ferju yrði boðin út á evrópska efnahags - svæðinu. „Miðað er við að hönn - unin verði boðin út í byrjun maí 2013, hún geti hafist í júlí og að henni ljúki í desember 2013,“ sagði ráðherra við það tækifæri. Staðan í dag er hins vegar sú að ekki er ennbúið að bjóða út hönnun ferjunnar. Áfram er hins vegar stefnt á að hefja smíði nýrrar ferju um áramót. Samhliða fyrirhuguðu útboði, var skipaður verklagshópur en í honum eru fulltrúar innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri sagði í samtali við Eyjafréttir að gögn til út- boðs fyrir hönnun væru enn í vinnslu. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið benda hins vegar til þess að þeirri vinnu eigi að ljúka nú í vikunni og eftir það verður hönn - unarfasinn boðinn út. Enn er hug - myndin sú að smíðin verði boðin út fljótlega eftir áramót.“ Tímaramminn er knappur og strax komnar tafir. Er ekki að verða erfitt að klára nýja ferju fyrir vorið 2015 eins og miðað er við? „Ég hef verulegar áhyggjur af þeim töfum sem þegar hafa orðið á verkinu og óttast að eftir því sem fleiri vikur líða án útboðs þá sé verulega dregið úr líkunum á því að nýtt skip verði komið til siglinga vorið 2015 eins og til hefur staðið.“ Vill fá Baldur í Landeyjahöfn Elliði segist jafnframt hafa vaxandi áhyggjur af haustinu. „Reynslan hefur sýnt okkur að sé ekki hægt að sigla við nema 2,5 metra ölduhæð þá séu frátafir verulegar, og það jafnvel á sumrin. Það myndi muna þó nokkru ef hægt væri að sigla við þótt ekki væri nema við 3 metra ölduhæð. Ég hef núna í þrjú ár talað fyrir því að fengið verði heppilegra skip en Herjólfur til að sigla í Landeyjahöfn og fá þar með reynslu á því hversu miklu það skiptir að fá nýtt skip. Við vitum sem er að ferjan Baldur réði betur við aðstæður í Landeyjahöfn en Herjólfur og því vil ég enn gera það að kröfu okkar að Baldur þjónusti í Landeyjahöfn þegar Herjólfur getur það ekki en Herjólfur sé nýttur í siglingar í Þorlákshöfn þegar ekki gefur til siglinga í Landeyjahöfn. Þannig verður staðan aldrei verri en tvær ferðir Herjólfs í Þorlákshöfn en að öllu jöfnu væri siglt á Baldri fjórum til fimm sinnum á dag í Land - eyjahöfn. Meiri tími útboð en ætlað var Jóhannes Tómasson, upplýsingafull- trúi í Innanríkisráðuneytinu, sagði að meiri tími hefði farið í að undirbúa útboð á hönnun nýrrar ferju en áætl - að var. „En það er ekkert lát á mönnum. Á fjárlögum eru rúmlega 400 milljónir til undirbúnings við hönnun og smíði en af því fer ekki nema brot í hönn - un,“ sagði Jóhannes. „Undirbúningur er í fullum gangi en tímasetning er ekki komin. Hönn - un verður lokið á næstu mánuðum og stefnt er því að smíðin verði síðan boðin út um áramótin.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.