Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Síða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013
°
°
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
Ritstjóri: Júlíus Ingason - julius@eyjafrettir.is.
Blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is,
Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og
Gígja Óskarsdóttir, - gigja@eyjafrettir.is.
Ábyrgðarmenn: Júlíus Ingason og Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent.
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
Símar: 481 1300 og 481 3310.
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: www.eyjafrettir.is
EYJAFRÉTTIR koma út alla miðvikudaga. Blaðið er
selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppn um, Vöruval, Herjólfi, Flughafnar versluninni,
Krónunni, Ísjakanum, Kjarval og Skýlinu.
EYJAFRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
EYJAFRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
FRÉTTIREYJA
Framkvæmda- og
hafnarráð:
Samið um
rekstur
Landeyja-
hafnar
Allt frá því að Landeyjahöfn var
tekin í notkun í júlí 2010 hefur
Vestmannaeyjahöfn annast hluta af
rekstrinum fyrir Siglingastofnun. Í
vor var ákveðið að ganga frá form-
legum samningi um þjónustuna sem
felst meðal annars í dýptarmæling -
um, mengunarvörnum og aðgengi
að öflugum mannskap og lóðsbát í
Eyjum. Þetta kom fram á síðasta
fundi framkvæmda- og hafnarráðs
þar sem upplýst var að þann 25.
júní sl. var skrifað undir samning -
inn. Hann felur í sér leigu Vest -
mannaeyjahafnar á nýju 20 metra
þjónustu bryggjunni í Landeyjahöfn,
dýptar mælingar, mengunarvarnir,
samskipti við Umhverfisstofnun og
gjaldskrármál.
Þetta hefur engin áhrif á gildandi
samninga Eimskips og Siglinga -
stofnunar um ferjubryggju og af-
greiðsluhús, né dýpkunarfram -
kvæmdir í og við Landeyjahöfn.
Þær verða áfram í höndum Sigl -
ingastofnunar og frá 1. júlí 2013 í
höndum siglingasviðs Vega -
gerðarinnar.
Ný lög um veiðigjöld :: Köld kveðja frá ríkisstjórn Sigmundar
Davíðs og Bjarna:
Í allt 2300 milljóna auka -
skattur á Vestmannaeyjar
:: Alls tekur ríkið 5,7 milljarða frá útgerð í Eyjum :: Þar af 1,3 milljarðar í
pólitíska potta :: Rúmir 14 milljarðar til ríkisins frá Eyjum og Fjarðabyggð
:: Minnir á nýlendutíma, segja fulltrúar þeirra
Með staðfestingu Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands, á
lögum um veiðigjöld er staðfest
aukaskatt heimta á Vestmanna -
eyjar upp á rúmar 2300 milljónir
króna. Með lögunum eru veiði -
gjöld lækkuð úr tíu mill jörð um í
sjö sem bitnar misjafnlega á út-
gerðarflokkum. Á meðan gjöldin
lækka á bolfiski, hækka þau
verulega á uppsjávarfisk. Það
bitnar hart á Vestmanna eyjum og
þeim bæjarfélögum þar sem
uppsjávarveiðar og vinnsla eru
afgerandi. Hlutur Vestmannaeyja
í heildarveiði gjöldunum er 2,3
milljarðar sem lætur nærri að
vera þriðjungur af heildar veiði -
gjöldunum eða rúmlega 500
þúsund krónur á hvern íbúa.
Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð
bera þyngstu byrðarnar í veiði -
gjöldum, eða samtals rúmlega 3,6
milljarða sem er ansi stór biti að
kyngja. Á þetta bentu Elliði Vignis-
son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum,
Jens Garðar Helgason, formaður
bæj arráðs Fjarðabyggðar, Páley
Borgþórsdóttir formaður bæjarráðs
Vestmannaeyja og Ásta Kristín Sig -
ur jónsdóttir, formaður atvinnunefnd -
ar Fjarðabyggðar, í opnu bréfi til
þingmanna í Suður- og Norð -
austurkjör dæmi. Líka var óskað eftir
fundi með ráðherrunum þremur úr
kjör dæmunum. Því var ekki sinnt þó
þau byðust til að hitta ráðherrana í
ráðuneytunum. Kaldar kveðjur frá
ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn -
laugssonar og Bjarna Benediktssonar
sem í kosningabaráttunni lofuðu að
lækka veiðigjöldin. Þeir stóðu við
það en senda reikninginn til Fjarða -
byggðar, Hornafjarðar og Vest -
manna eyja að stærstum hluta.
En málið er mun alvarlegra sam -
kvæmt því sem kemur fram í bréfinu.
Þar segir m.a. að á árinu 2012 hafi
ríkið tekið í gjöld 14.364 milljónir
frá þessum tveimur stöðum. „Það er
því vart að undra þótt hugurinn reiki
til nýlendutíma.“
Inni í þessari tölu er staðgreiðsla af
launum starfsmanna í sjávarútvegi
sem í Fjarðabyggð var áætluð 1989
milljónir og 2236 milljónir í Vest-
mannaeyjum. „Á seinustu árum hafa
íbúar, atvinnulíf og sveitarfélög
ítrekað mátt taka saman höndum í
vörn fyrir
hagsmuni sína.
S é r s t a k l e g a
hefur verið hart
sótt að sjávar -
útvegi og yfir
hefur vofað
ógn um gríðar-
lega flutninga á
atvinnutæki -
fær um og verð -
mætum úr
sveitarfélögum
þeim sem við
erum kjörin til
að vinna fyrir. Í
a ð d r a g a n d a
seinustu kosn -
inga lýstu tveir flokkar sér stökum
áhyggjum af þeirri stöðu og skilningi
á málflutningi okkar. Þessir tveir
flokkar mynda nú ríkisstjórn,“ segja
þau í bréfinu og lýsa vonbrigðum
þegar fyrsta frumvarp til laga um
breytingar á veiðigjöldum litu
dagsins ljós á sumarþingi.
„Um leið og við fögnum leiðrétt -
ingu á veiðigjöldum á bolfiski þá
lýsum við mikilli andstöðu við stór-
fellda hækkun á veiðigjöldum á upp -
sjávarfisk. Fyrir okkar samfélög
koma ríkisstjórnarflokkarnir til með
að mæta kosningaloforðum sínum
um skattalækkanir með skatthækkun
í okkar samfélögum.
5692 milljónir bara
frá Vest mannaeyjum
Þau segja að áætlað veiðigjald fyrir
Vestmannaeyjar á næsta fiskveiðiári
sé rúmar 2300 milljónir samkvæmt
frumvarpi atvinnuvegaráðherra.
Áætluð verðmæti sem flutt verða frá
Eyjum í potta eru allt að 1320
milljónir. „Samtals gerir það um
3620 milljónir bara það árið. Þessi
sértæku gjöld bætast svo við þær 172
milljónir sem þessar útgerðir greiða
í sértækt kolefnisgjald og þær 1900
milljónir sem útgerðir í Vestmanna -
eyjum greiða í tekjuskatt. Samtals
eru því 5692 milljónir á ári fluttar frá
Vestmannaeyjum bara vegna þessara
gjalda.
Samtals eru 4447 milljónir á ári
fluttar frá Fjarðabyggð bara vegna
þessara gjalda.
Svipt tækifærum til vaxtar
„Þessu getum við ekki unað,“ segja
þau. Samfélög þau sem við erum
kjörin til að gæta hagsmuni fyrir hafa
átt undir högg að sækja á seinustu
árum. Í kjölfar gríðarlegrar hag -
ræðingar í sjávarútvegi og þá ekki
síst í uppsjávarveiðum, hefur íbúum
fækkað og sóknarfærum einnig. Nú
þegar íbúar og fyrirtæki á þessum
atvinnusvæðum geta hugsanlega
horft fram á að bjart sé framundan
standa þau frammi fyrir hand afls -
aðgerðum sem svipta þau tækifærum
sem þau hafa unnið fyrir.“
Biðja um frið
Þau segja það hlutverk þingmanna að
gæta hagsmuna umbjóðenda sinna.
„Við biðjum ekki um kjördæmapot
heldur einungis um frið til að nýta
þau verðmæti sem við sköpum til að
byggja upp samfélög okkar. Viljum
ekki trúa því að á fyrstu vikum í
valda stólum sé allt sem
þið hafið sagt og barist
fyrir á seinustu árum
gleymt. Við viljum trúa
því að þið skiljið enn
forsendur okkar.“
Áskorun um að
mæta til sameigin-
legs fundar
Í lokin óska þau eftir
sameiginlegum fundi
með fulltrúum beggja
sveitarfélaga og fyrir -
tækjum þeim sem helst
verða fyrir skaða vegna
framkomins frumvarps.
„Við óskum eftir því að
fyrstu þingmenn Suður- og Norð -
austurkjördæma, þeir Sigurður Ingi
Jóhannsson og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, sýni okkur þá virð -
ingu og þann samstarfsvilja að koma
til fundarins sem fram fer í Vest -
mannaeyjum þriðjudaginn 2. júlí kl.
18.00. Okkar von og trú er sú að með
samtali við fyrstu þingmenn sem
jafnframt eru ráðherrar í ríkisstjórn
sé hægt að koma í veg fyrir þann
mikla skaða sem framkomið frum-
varp myndi annars valda byggðar-
lögum í kjördæmum þeirra,“ sögðu
þau og buðust seinna til að mæta í
ráðuneytunum, án þess að vera virt
viðlits.
Áhöfnin á Húna II, tónlistarmenn -
irnir Mugison, Jónas Sig, Lára Rún -
ars, Ómar Guðjónsson, Guðni
Finnsson og Arnar Gíslason, er nú á
hringferð um landið á bátnum þar
sem þau koma við á völdum
stöðum og halda ágóðatónleika til
styrktar björgunarsveitum á hverj -
um stað fyrir sig. Um 800 manns
lögðu leið sína á bryggjuna, rúm-
lega 700 miðar voru seldir auk þess
sem fjöldi barna fylgdi foreldrum
sínum. „Þetta er góð innspýting í
starfið hjá okkur og viðurkenning
fyrir það sem við erum að gera.
Þetta er virkilega gott framtak hjá
þessum frábæru tónlistarmönnum,“
sagði Adolf Þórsson, formaður
Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Frábærir og
óvenjulegir
tónleikar
Hljómsveitin kom sér fyrir aftast á Húna II og hélt þar þessa fínu tónleika. Tónleikagestir voru á bryggjunni
en sem betur fer var flóð, þannig að allir sáu það sem á boðstólum var.
Fréttatilkynning:
Óskar eftir
upplýsingum
um allt sem
tengist út -
eyjalífi
Gígja Óskarsdóttir, nemi í þjóðfræði
við Háskóla Íslands, leitar eftir
viðmælendum og öðru efni fyrir
BA-ritgerð sína um lundaveiði. Rit-
gerðin mun fjalla um hefðir, siði og
venjur sem tengjast bjargveiði -
mönn um, lundaveiðinni og úteyja -
lífinu yfir veiðitímann. Gígja hvetur
þá sem hafa fróðleik að geyma, sem
tengist efninu, að hafa samband við
sig, hvort sem það eru sögur,
myndir eða annað efni. Gígja óskar
eftir upplýsingum frá veiði mönnum
allra úteyjanna og einnig frá veiði -
mönn um á Heimaey, til að athuga
hvort hefðirnar séu mismun andi
eftir eyjum og fá bestu heildar -
myndina. Hægt er að hafa samband
við Gígju í síma 868-8777 eða á
gigja1991@gmail.com.
Rétt eftir klukkan eitt á þriðjudag
var Björgunarfélagið ræst út til þess
að leita að flugvél milli lands og
Eyja. Verið var að undirbúa leit á
bátum þegar útkallið var aftur -
kallað. Í ljós kom að flugmennirnir,
sem voru á leið til Eyja frá Reykja -
vík, höfðu gleymt að láta vita af
breyttri flugleið en vélin fór til
Hornafjarðar. Um var að ræða er-
lenda einstaklinga.
Gleymdu
að láta vita
af breyttri
flugleið
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is
Á seinustu árum hafa íbúar, atvinnulíf og
sveitarfélög ítrekað mátt taka saman hönd -
um í vörn fyrir hagsmuni sína. Sérstaklega
hefur verið hart sótt að sjávarútvegi og yfir
hefur vofað ógn um gríðarlega flutninga á
atvinnutækifærum og verðmætum úr sveitar-
félögum þeim sem við erum kjörin til að
vinna fyrir. Í aðdraganda seinustu kosninga
lýstu tveir flokkar sér stökum áhyggjum af
þeirri stöðu og skilningi á málflutningi okkar.
Þessir tveir flokkar mynda nú ríkisstjórn.
”