Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Blaðsíða 4
°
°4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013
Um helgina kom út barnabókin
„Hætta á heimaslóð - sagan
henn ar Móeyjar“ en höfundur
hennar er Eyjamærin Lóa Bald-
vinsdóttir. Bókin er svo mynd-
skreytt með teikningum frá
annarri Eyjameey, Aniu Wiktoriu
Fedorowicz. Fyrir þeirra hönd er
Lóa er Eyjamaður vikunnar að
þessu sinni.
Nafn: Lóa Baldvinsdóttir Andersen.
Fæðingardagur: 7. ágúst 1979, á
þriðjudegi eftir þjóðhátíð.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar
Fjölskylda: Gleðisprengjurnar
mínar tvær, Kamilla Rún og Emma
Rakel og Heiðó-mafían mín sem
telur fullt af alls konar snillingum.
Draumabíllinn: Ætti kannski að
byrja á því að fá mér eins og eitt
stykki bílpróf ;-)
Uppáhaldsmatur: Pizzan hans
pabba, humar og vel blóðug
nautasteik.
Versti matur: Súrmatur.
Uppáhalds vefsíða: Facebook og
Youtube.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Ótrúlega margt, elska Mugi-
son, Hjálma, Helga Björns og
Hjaltalín svo eitthvað sé nefnt.
Aðaláhugamál: Að vera með fjöl-
skyldu minni og vinum, finnst alveg
ægilega gaman að dansa og get
endalaust lesið bækur.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Kurt Cobain, Janis Joplin og Jesú
Krist.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Það toppar ekkert Herj -
ólfsdal um miðnætti á sunnu -
dagskvöldi á þjóðhátíð.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: ÍBV, Kamilla Rún,
Emma Rakel, Halla María og Sara
Hlín.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já.
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Viðra hundkvikindið mitt alla daga.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends,
Modern family og allar bíómyndir
með Tom Hanks.
Um hvað fjallar bókin: Hún fjallar
um Móeyju, 5 ára gamla Eyja -
stelpu, upplifun hennar af eldgosinu
á Heimaey 1973 og eftirleiknum.
Hvernig hafa viðtökurnar verið:
Frábærar og við Ania erum í
skýjunum með hvað fólk er yndis -
legt við okkur.
Hvað fékk þig til að skrifa barna -
bók: Það er búinn að vera draumur
lengi að skrifa barnabók. Sagan
varð svo til í janúar síðastliðnum
því okkur á Kirkjugerði vantaði efni
um eldgosið fyrir krílin okkar þar.
Emma Vídó, Stína og Ögga gáfust
svo ekki upp fyrr en þessi litla saga
var orðin að bók og komin út.
Er von á fleirum frá þér: Já,
von andi er þetta byrjunin á ein-
hverju meira. Ég á allavega slatta af
sögum sem ég gæti vel hugsað mér
að koma út.
Eitthvað að lokum: Ég vil þakka
Aniu snillingi fyrir fallegu mynd -
irnar í bókinni okkar, án þeirra væri
sagan ekki svipur hjá sjón. Einnig
vil ég þakka fjölskyldum okkar
Aniu, skvísunum okkar á Kirkju -
gerði og Vestmannaeyingum nær og
fjær fyrir frábærar viðtökur og
mikinn stuðning.
Eyjamaður vikunnar Lóa Baldvinsdóttir Andersen
og Ania Witktoria Federowicz með bókina góðu.
Eyjamaður vikunnar:
Vonandi byrjunin
á einhverju meiru
Kirkjur bæjarins:
Landakirkja
Fimmtudagur 11. júlí:
Kl. 11-12. Viðtalstímar prests í
Safnaðarheimlinu alla virka daga.
Vaktsími prests er 488 1508.
Laugardagur 13. júlí:
Kl. 14. Útför Valgerðar Andersen.
Sunnudagur 14. júlí:
Kl. 11. Messa. Jesús, brauð lífsins.
Kór Landakirkju syngur. Organisti
Guðmundur H. Guðjónsson. Sr.
Kristján Björnsson.
Miðvikudagur 17. júlí:
Kl. 11. Helgistund á Hraunbúðum.
Sr. Kristján Björnsson.
Hvítasunnu -
kirkjan
Fimmtudagur kl. 20:00
Brauðsbrotning.
Sunnudagur kl. 13:00
Ræðumaður Aron Hinriksson,
Lofum Drottin saman, samskot til
kirkjubyggingar á Indlandi.
Sími forstöðumanns 861-4848.
Allir velkomnir.
Aðvent-
kirkjan
Laugardagur 13. júlí.
Biblíulestur kl.11.
Guðsþjónusta kl.12.
Bein útsending frá Aðventkirkjunni
í Reykjavík alla laugardaga kl.12.
www.adventistar.is
Börn og brúðhjón
Fréttir vilja eindregið hvetja
brúð hjón til að senda inn
mynd til birtingar og eins
for eldra nýrra Eyjamanna.
Myndir og upplýsingar sendist á
frettir@eyjafrettir.is
Mest lesið
á eyjafrettir.is í síðustu viku
03.07.2013 kl.14:22
Hólagatan skreytt frá
neðsta húsi til þess
efsta
06.07.2013 kl.01:18
Tár, bros og tær snilld
02.07.2013 kl.14:26
Eignarhaldið færist
til í fjölskyldunni
04.07.2013 kl.13:45
Brú yfir boðaföllin
07.07.2013 kl.21:05
Leikmenn ÍBV brjálaðir
á Twitter
02.07.2013 kl.13:32
Örfiskmarkaðurinn VE
123 opnar á morgun
03.07.2013 kl.16:15
Keila var það heillin
05.07.2013 kl.10:01
Veðurspá farin að riðla
goslokadagskrá
EYJAFRÉTTIR.IS
- v e r t u m e ð á n ó t u n u m !
Í vikunni fóru starfsmenn
Herjólfs á æfingu um hvernig
rýmingu skips ins skuli háttað ef
upp kemur neyð arástand. 118
„farþegar“ voru um borð, sem
aðstoðuðu starfsmennina við að
leysa verkefnið. Fulltrúar Sigl -
ingastofnunar og Slysavarna -
skólans voru einnig á staðnum
til að fara í gegnum æfinguna
ásamt starfsmönnum. Eyjafréttir
höfðu samband við Gunnlaug
Grettisson, rekstrarstjóra Herj -
ólfs, en hann var ánæg ður með
hvernig til tókst.
„Æfingin tókst mjög vel og fór vel
fram, hún var fyrst og fremst fyrir
áhöfnina og hver hennar fyrstu
viðbrögð eru ef upp kemur neyðar -
ástand. Æfingin snerist því um að
rýma skipið og koma fólki frá
borði. Starfsmennirnir hafa allir
ákveðin verkefni ef upp kemur
neyð arástand og allir leystu þau af
hendi eins og til var ætlast og gerðu
það með miklum sóma,“ Sagði
Gunnlaugur. Eimskip vill koma á
framfæri þökkum til allra sem að -
stoðuðu við æfinguna en allir sem
tóku þátt í henni fengu gjafabréf á
Subway í boði Eimskips.
Æfing á rýmingu Herjólfs :: 118 „farþegar“ um borð
Æfingin tókst mjög vel
:: segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs :: Fyrst og fremst hugsuð fyrir áhöfn
GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR
gigja@eyjafrettir. is
Áhöfn Herjólfs sem tók þótt í
æfingunni
118 farþegar voru um borð í
Herjólfi þegar neyðarástand kom
upp. Hér eru allir komnir
í björgunarvesti og um borð
í björgunarbát.