Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Qupperneq 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 ° ° Megi finna eitthvað að dagskrá nýliðinnar goshátíðar er það helst að framboðið var helst til of mikið. Það var ekki nokkur leið að komast yfir að sjá og heyra allt sem í boði var. Á móti áttu allir að finna eitthvað við sitt hæfi en fyrir fámenna ritstjórn var ómögulegt að kíkja alls staðar við þó viljinn væri fyrir hendi. Sá sem þetta ritar leit við á nokkrum sýningum sem boðið var upp á. Voru þær eins fjölbreyttar og þær voru margar. Það var líka ljóst að Eyjamenn og gestir voru áhugasamir því á öllum sýningun um var margt fólk, á nokkrum voru gestir um og yfir þúsund. Í nokkrum tilfell - um voru gömul veiðarfærahús, krær og fiskverk unarhús orðin að listagalleríum sem gerði sýningarnar meira spennandi. Ljósmyndarar, Hulda og Margo Á efri hæð Miðstöðvarinnar sýndu þau Heiðar Egils, Konný Guðjóns, Sísí Högna, Diddi Sig., Óskar Pétur, Ómar Eðvalds, Óskar Elías Sigurðsson og Tói Vídó ljósmyndir þar sem mótívin voru flest sótt í náttúru og mannlíf Vestmannaeyja. Fanta flott sýning sem þau hafa lagt mikinn metnað í og alúð. Létti á sálartötrinu að sjá að stundum er sól í Eyjum. Frímúrarahúsið, gamla Geirseyrin, fékk nýtt hlutverk um helgina þegar Hulda Hákon og Margo J. Renner lögðu aðra hæðina undir sýningar sínar. Þar sem áður voru veiðarfæri af Berg, Hugin, Kap og Vest manna - ey voru verk listakvennanna sem báðar sækja í náttúru og sögu í verkum sínum. Fuglar, haf, hús, fólk, skip, sólskin og fiskur kallar Hulda sýningu sína sem verður opin næstu vikur. Allt er þetta að finna í verkunum sem smellpassa inn í hráan salinn og útkoman er frábær. Það var ekki síður gaman að kíkja til Margo með sín persónulegu verk þar sem hún steypir í gler fréttir úr gosinu og skartgripi sem hún gerir af mikilli list. Ragga, Bjartmar og Aldís Það var fjölmenni og líf og fjör í Kiwanishúsinu þar sem Bjartmar og Ragnheiður Georgs héldu sýningu á verkum sínum. Ragnheiður með sínar dulmögnuðu myndir eða síló - ettur þar sem Vestmannaeyjar rísa úr hafi, ýmist að nóttu eða degi, í fallegum litum og svolítið draum - kenndar. Orkan í myndum Bjartmars kemur ekki á óvart en í allt voru þær 40. Flest bera verkin tónlistarheiti og eins og í músíkinni slær Bjartmar kröftuglega á strengi í litatónum og ekkert til sparað í pensildráttum til að áhrifin verði sem mest. Oftast er Bjartmari heitt í hamsi en stutt í húmorinn og þannig eru málverkin hans. Myndlistarsýning Aldísar Gunn - arsdóttur, Private view, í Stíganda - húsinu í Básum verður að teljast merkur viðburður því þarna sýndi Aldís verk sem eru lokaverkefni hennar frá Listaháskólanum í Ála- sundi í vor. Aldís hefur lengi málað og þarna sýndi hún á sér nýja hlið, mjög persónulega eins og nafn henn ar bendir til. Verður gaman að fylgjast með Aldísi í framtíðinni því hún hefur náð að skapa sinn eigin stíl sem fróðari menn en ég segja að sé lykillinn að frama á listabraut - inni. Grási og Bjartey Eyjamaðurinn Ásmundur Friðriks- son hefur tekið mörg skref á síðustu mánuðum eða frekar stökk. Hann náði því að komast á þing í vor, gaf á dögunum út bókina Ási Grási í Grænuhlíð, Eyjapeyi í veröld sem var. Auk þess sýndi hann um helg - ina teikningar í Baldurskrónni af þekktum Eyjamönnum, lífs og liðnum og fjölskyldu sinni. Ás- mundur hefur alla tíð teiknað og málað en þarna sýndi hann og sann - aði að hann er flinkur teiknari og tekst á skemmtilegan hátt að ná fram karakter fólks. Nettar myndir og penar og hvorki of eða van. Bjartey Gylfadóttir, bæjarlista- maður Vestmannaeyja árið 2013, snertir einhvern streng í hjörtum Eyjamanna því hún seldi flestar myndirnar sem hún sýndi í Akóges um helgina. Efniviðurinn er Vestmannaeyjar, náttúra, saga og fólk. Nálgunin er misjöfn. Í sumum myndunum býr hún til heim sem er utan þess áþreifanlega en er kannski þarna einhvers staðar. Aðrar eru hreinar náttúrustemmningar og í stærsta verkinu tekst henni að spinna vef sem spannar sögu Vestmannaeyja. Ekki lítið afrek og allt svo skrambi vel gert. Að skrá söguna í myndum Sýningin sem kom undirrituðum hvað mest á óvart er ljósmyndasýn- ing Harðar Sigurgeirssonar, Horfinn heimur. Ljósmyndir frá 1950 til 1963 í Svölukoti. Það er Friðrik, sonur Harðar, sem á heiðurinn af sýningunni en Hörður lést árið 1978. Starfaði hann á þessum árum sem ljósmyndari og píanókennari í Eyjum. Á milli þess að mynda börn og fullorðna fór hann út með myndavélina og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Hörður hefur haft gott auga og verið fundvís á myndefni úr dag - legu lífi Eyjamanna, í leik og starfi. Sýna myndir hans bæði breyttan heim og horfinn. Sýningunni lauk á sunnudaginn en hún hefði að ósekju mátt vera lengur og Friðrik á heiður skilið fyrir framtakið. Þetta var afrekið á menningarrölti helgarinnar en því miður gafst ekki tími til að kíkja víðar við. Gaman hefði verið kíkja á Sigurfinn Sigur - finnsson sem sýndi í húsi Tafl - félagsins. Sýninguna kallaði hann Eldgosið 1973 og 40 árum síðar. Daníel Magnússon, Hulda Hákon og Jón Óskar slógu saman í sýningu í Slippnum sem örugglega er athyglisverð en hún verður uppi næstu daga og vikur. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir sýndi í Net, Óskar Elías Óskarsson og Óskar Björnsson sýndu ljós - myndir í Pizza 67. Það sama gerði Guðmundur Sigfússon á 900 grill- hús og í Sæheimum var sýningin Ljósmyndir og eldgos. Eitthvað af þessum sýningum verður áfram uppi en spurning er, þegar fólk leggur mikla vinnu og peninga í að koma upp sýningum, hvort þær mættu ekki standa lengur, vera til dæmis fram yfir helgina eftir goslokahátíð? Kíkt á sýningar :: Goslokahátíð er ekki síst menningarhátíð: Eins fjölbreyttar og þær voru margar :: Gömul veiðarfærahús, krær og fiskverkunarhús orðin að listagalleríum sem gerði sýningarnar meira spennandi Aldís Gunnarsdóttir sýndi myndir sínar í húsakynnum útgerðar Stíganda VE í Básum. Myndirnar eru lokaverkefni hennar frá Listaháskólanum í Álasundi. Á myndinni er hún með fjölskyldu og ættingjum sem mættu á opnunina. Ragnheiður Georgsdóttir, Ragga Gogga, sýndi myndir sínar í Kiwanis ásamt Bjartmari Guðlaugssyni. Myndir Röggu hafa vakið verð - skuldaða athygli enda seldust þær allar á sýningunni. Þær Hulda Hákon og Margo J. Renner sýndu í Frímúrarahúsinu og eins og annars staðar kíktu fjölmargir við. Frá vinstri: Hulda, Bjarni Sighvatsson, Auróra Friðriksdóttir, Margó og Gunnar Rafn Jónsson. Lögregla: Gosloka - hátíð fór vel fram - Fjórar líkams - árásir, ein kærð Um síðustu helgi fór fram hér í Vest- mannaeyjum goslokaafmæli þar sem 40 ár eru liðin frá goslokum. Mikill fjöldi gesta var í bænum þessa daga og ýmsar uppákomur fyrir gesti og heimamenn. Óhætt er að segja að hátíðin hafi farið að mestu vel fram og engin alvarleg mál komu á borð lögreglunnar. Þó hafði lögreglan í ýmsu að snúast við að aðstoða fólk og greiða úr málum. Ein líkamsárás hefur verið kærð eftir helgina. Hún átti sér stað við Pizza 67 en þar var maður skallaður þannig að tönn brotnaði. Þrjár aðrar líkamsárásir hafa verið tilkynntar til lögreglunar án þess að búið sé að kæra í þeim málum þegar þetta er ritað. Þá voru nokkur slys og óhöpp tilkynnt til lögreglunar þar sem fólk, sem var að skemmta sér, slasaði sig. Grunur er um fótbrot í einu tilfellinu en þar hafði maður hoppað ofan af vegg með þeim afleiðingum. Aðrir voru minna slasaðir þó að þeir þyrftu aðhlynningu á sjúkrahúsi. Skemmdar - verk og þjófnaður Nokkur eignaspjöll svo og þjófnaður voru tilkynnt lögreglu um þessa helgi. Aðfaranótt sunnu dagsins var tilkynnt að fólk væri á sólpalli við Húsasmiðjuna og búið að skemma blómapotta sem voru á pallinum. Vitað er hverjir voru hér að verki og verða þeir boðaðir í skýrslu töku. Þá var tilkynnt að búið væri að brjóta rúðu í húsi við Skildingaveg 10-12. Tilkynnt var að rúða hafi verið brotin í bifreið sem stóð við Sólhlíð 8. Á mánudaginn var tilkynnt að farið hafi verið inn í húsnæði Sjóve við Heiðarveg og stolið þar rauðvíni. Málið er í rannsókn. Ef einhverjir geta gefið upplýsingar um þessi mál eru þeir beðnir að hafa samband við lögregluna. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunar í vikunni en ekki urðu þar slys á fólki heldur tjón á öku - tækjum. Þjóðhátíð: Miðasala svipuð og í fyrra „Miðasalan er á svipuðu róli og á sama tíma í fyrra, erum búin að selja aðeins fleiri miða,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við mbl.is spurð hvernig miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum hafi gengið til þessa. Veðrið í sumar virðist þannig ekki hafa sett strik í reikninginn varðandi miðasöluna en eins og fólk hefur ekki farið varhluta af á sunnanverðu landinu hefur tíðin verið talsvert votviðra- og vindasöm og lítið þótt sjást til sólar. Vonir standa þó vafalaust til þess hjá flestum að brátt fari að rætast úr í þeim efnum. www.mbl.is ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.