Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Qupperneq 9
Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 9
°
°
Slökkvilið Vestmannaeyja 100 ára:
Heimaeyjargosið stærsta
verkefni slökkviliðsmanna
í Íslandssögunni
:: Fyrstu tvo sólarhringana voru ekki nema átta liðsmenn
Ekkert slökkvilið á Íslandi hefur
fengið stærra verkefni en
Slökkvi lið Vestmannaeyja þegar
gos hófst á Heimaey þann 23.
janúar 1973. Það var við ofurefli
að etja, náttúruöflin í sinni
grimm ustu mynd og mann -
skepnan var dæmd til að tapa
flest um orust um sem í hönd
fóru. Þær voru þó nokkrar sem
unnust og þar kom Slökkviliðið
oftar en ekki við sögu. Árið 1973
voru 60 ár frá því Slökkviliðið var
stofnað og nú þegar þess er
minnst að 40 eru frá Heimaeyj -
argosinu er það orðið aldar -
gamalt. Þess var minnst á
laugardaginn í Slökkvi stöðinni
við Heiðarveg sem var opin
almenn ingi. Saga slökkvi liðsins
var sýnd ásamt tækjum og
tólum. Grillaðar pulsur og fleira
meðlæti var líka í boði. Slökkvi -
liðsmenn lögðu sitt af mörkum
til að gera daginn sem eftir -
minnilegastan en hápunkt urinn
var þegar nýuppgerður slökkvi -
bíll frá árgerð 1928 var afhjúp -
aður.
Átta gegn náttúröflunum
Helga Hallbergsdóttir, forstöðu-
maður Sagnheima, hefur tekið
saman sögu Slökkviliðs Vest -
mannaeyja sem var formlega
stofnað 3. september 1913. Eins og
gefur að skilja hefur það tekist á við
erfið verkefni á þessum 100 árum
en aldrei þó eins og fyrir 40 árum.
„Slökkviliðið var kallað út gosnótt -
ina 23. janúar 1973 bæði með
brunalúðrinum og úthringingu.
Samkvæmt Almannavarnanefnd
Vestmannaeyja átti slökkviliðið
fyrst og fremst að hjálpa til við
flutning fólks frá Eyjum. Keyrt var
um allan bæ og fólk vakið og um
sjöleytið voru flestir bátarnir farnir
úr höfn. Síðar bættust við önnur
verkefni, björgun verðmæta úr
húsum, ruðningsstörf og síðast en
ekki síst gasköfun auk slökkvi -
starfs,“ segir Helga um það sem
gerðist aðfaranótt 23. janúar 1973.
Hjá henni kemur fram að fyrstu
tvo sólarhringana hafði Slökkviliðið
ekki nema átta liðsmönnum á að
skipa en brátt barst þó liðsstyrkur,
m.a. frá Slökkviliði Reykjavíkur og
víðar að. Tækjakostur var aukinn,
tveir háþrýstibílar komu frá Kefla -
víkurflugvelli, slökkvi- og tankbíll.
Settar voru á vaktir sem gengu allan
sólarhringinn til haustsins 1973.
Lögðu sig oft í hættu
Helga segir að í verstu hrinunum
hafi allt liðið verið á vakt sólar -
hring um saman í stanslausu eld -
regni og menn börðust við eld og
brennistein sem rigndi af himnum
ofan. „Oft kviknaði fyrst í glugga -
tjöldum og teppum af rauðglóandi
steinum sem flugu um allan bæ.
Reið þá á að vera snöggur að kasta
glóandi hraunmolum út úr húsum
og slökkva eldana.“
Slökkvi- og björgunarlið lögðu sig
oft í hættu með Kristin slökkvi liðs -
stjóra fremstan í flokki harðsnú inna
liðsmanna. Eftirlitsferðir voru
farnar á Bronco-jeppa og þurfti að
skipta um framrúðu á þriggja til
fjögurra daga fresti, svo sandblásn -
ar urðu þær.
Slökkviliðið tók auk þess þátt í
hraunkælingunni sem bjargaði
miklu. Fyrir gos voru 1200 til 1250
hús í bænum eða um 1350 íbúðir.
Talið er að um 30% íbúða og vinnu -
staða hafi horfið undir hraun og
20% skemmst meira og minna.
Geysilegum verðmætum var þó
bjargað með því að hindra íkveikjur
og með því að koma í veg fyrir að
hús sliguðust undan öskunni.
Stærstu brunarnir
Af öðru stórum verkefnum má
nefna brunann í Hraðfrystistöð
Vestmannaeyja þann 8. janúar 1950
sem þá var talið stærsta hraðfrysti-
hús landsins. Fárviðri af austri var
þegar eldurinn kom upp.
Þá kviknaði í lögreglustöðinni við
Hilmisgötu þann 6. október 1988.
Eldur æddi um allt húsið á ör -
skammri stundu og fangi og lög -
regla áttu fótum fjör að launa.
Mörgum er í minni þegar Lifrar -
samlagið varð eldi að bráð 15. okt -
óber 2009 og Hótel Eyjar í Dríf -
anda brann þann 30. nóvember
2011. Hótel Eyjar er nú komið í
fullan rekstur.
Stærsti bruni seinni ára er Ísfélags-
bruninn, 9. desember 2000. Í brun -
anum eyðilagðist frystihús félagsins
en var síðar endurreist. Ljóst var að
þarna var unnið mikið slökkvi starf
en bjarga tókst um helmingi
húsasamstæðunnar svo og miklum
fiskbirgðum, sem geymdar voru í
frystiklefum og metnar voru hund r -
að milljóna virði. Slökkviliðið var
vel útbúið og taldi um 30 vel þjálf -
aða slökkviliðsmenn. Dælugeta
tækja var líka mikil eða um 13.000
lítrar á mínútu. Frystihúsið var end -
urbyggt og var komið í gagnið
nokkrum vikum eftir brunann.
Helga kemur víða við í samantekt
sinni og leitar víða heimilda. Þar
kemur fram að saga Slökkviliðs
Vestmannaeyja er saga mikilla
afreka en líka lýsing á miklum
skaða einstaklinga og fyrirtækja
þegar eldur varð laus. Stundum
varð mannskaði sem skildi eftir
djúp sár en áfram var haldið og í
dag standa Ragnar Baldvinsson,
slökkviliðsstjóri og hans menn
vakt ina. Er Slökkviliðið einn af
hornsteinum þess öryggiskerfis sem
við búum við. Alltaf til reiðu.
Bíll með sögu
Gamli slökkvibílinn er Chevrolet
International 1929, eitt og hálft
tonn. Fyrsti bíll með fjögurra gíra
kassa. Erlendur Halldórsson, eftir -
litsmaður með brunavörnum í
Hafnarfirði, byggði yfir bílinn á
sínum tíma, á honum er Coventry
Climax dæla. Bíllinn var áður not -
aður hér í Eyjum sem vörubíll og
vatnsbíll. Chevrolet slökkvibílinn
var síðast notaður við stórbruna
þegar fiskimjölverksmiðja FIVE
brann 1967.
„Við í slökkviliðinu notuðum hann
í skutltúra í eldgosinu 1973. Þá
biluðu tengslin, og síðan er hann
búinn að vera í geymslu. Nú um
síðustu áramót var ákveðið að koma
bílum í upprunanlegt horf í tengsl -
um við 100 ára afmæli Slökkviliðs
Vestmannaeyja. Að uppgerðinni
komu margir hagleiksmenn hér í
Eyjum,“ sagði Ragnar Baldvinsson,
slökkviliðsstjóri um þennan aldna
gæðing.
Tæki og tól
Í dag eru 30 í Slökkviliði
Vest mannaeyja. „Tækin
sem við erum með í dag
eru þrír dælubílar. Þeir eru
Iveco, árgerð 1991 með
4500 lítra dælu, Bens- 1222,
árgerð 1988 með 3400 lítra
dælu og International, árg-
erð 1965 með 3400 lítra
dælu. Einn tankbíll, Scania-
360 með 1600 lítra dælu og
10.000 lítra vatnstank, árg-
erð 1984. Síðan er einn
tækjabíll, Ford Explorer,
árgerð 2006. Síðan erum
við með auka dælu, Rosen-
bauer 1600 lítra árgerð
1999,“ sagði Ragnar
slökkviliðs stjóri.
Ágúst Pálmar Óskarsson við elsta tæki Slökviliðs Vestmannaeyja, slökkvibílinn frá 1929 og sjálfur í
viðeigandi fatnaði.
Ragnar Baldvinsson, slökkviliðsstjóri. Bílafloti og tæki slökkviliðssins voru til sýnis á laugardag.
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is
Stærsti bruni seinni
ára er Ísfélagsbrun -
inn, 9. desember
2000. Í brun anum
eyðilagðist frystihús
félagsins en var síðar
endurreist. Ljóst var
að þarna var unnið
mikið slökkvi starf en
bjarga tókst um helm -
ingi húsasamstæð -
unn ar svo og miklum
fisk birgð um, sem
geymdar voru í frysti -
klefum og metnar á
hund ruði milljóna.
”