Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Side 13
Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 13 ° ° Goslokadaginn miðvikudag 3. júlí var frumsýnd í Bæjarleikhúsinu heimildamynd Sighvats Jónssonar og Jóhönnu Ýr Jónsdóttur „Útlend - ingur heima, uppgjör við eldgos“. Ég var svo heppinn að vera á staðnum. Upplifunin var sterk þar sem flestir í salnum höfðu einhver tengsl við myndefnið. Í stuttu máli byggði myndin á sögu eldgossins á Heimaey 1973, gömlu efni frá þeim tíma og viðtölum við Eyjafólk sem upplifði atburðinn. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, sagnfræðingur, leiddi áhorfendur í gegnum söguna sem mótaðist af inntaki viðtalanna. Þessi átakanlegi atburður og skyndileg bylting á lífi og lífskjör - um situr í öllum sem lifðu hremm - ingarnar, en engir tveir hafa sömu sögu að segja. Þetta verður æ ljósara sem lengra líður á myndina. Meðan gosátökin stóðu, börðust menn á staðnum við aðsteðjandi vanda, nótt lögð við dag um að bjarga verðmætum sem eldur og aska ógnuðu. Reynt var að halda í horfinu með mögulegan rekstur. Þarna skapaðist ógleymanleg stemmning og baráttuandi. Aldrei heyrðist æðruorð. Um uppgjöf var ekki að ræða. Gaman var að upp - rifjuninni á Noregsför allra skóla - barna úr Eyjum. Norðmenn sýndu þarna mikið drenglyndi og frænd - rækni. En hvað um fólkið sem yfir- gaf allt sitt og neytt var til að aðlagast nýju umhverfi og búa við algera óvissu? Saga þessa fólks hefur aldrei verið sögð. Viðmælendur eru á ýmsum aldri og af báðum kynjum. Aldurinn hefur mikið að segja um viðhorf til atburðanna en strax er áberandi að tilfinningaleg svörun er jafn fjöl- breytt og viðmælendurnir eru marg - ir. Þarna lýsir fólk líka hugarástandi sínu og kjörum opinberlega í fyrsta skipti, eins og um fráfall Sigurgeirs Arnar Sigurgeirssonar sem einn lætur lífið í gosinu af völdum gas - eitrunar. Átök um að halda eða slíta endanlega tengslum við heima - byggðina þar sem það hefur kannski ekkert að hverfa að. Hús brunnin, eða farin undir hraun og ösku, engin fyrirsjáanleg vinna. Hinir sem áttu nýtanleg hús höfðu strax meiri möguleika. Það voru þeir sem ruku út í Eyjar eftir yfir- lýst goslok. Hvað ræður því að fólk sem flýr hamfarir eins og eldgos snýr aftur til baka um leið og gígar lokast og hefur uppbyggingu á gossvæðum þar sem enn rýkur úr öskunni og byrjar upp á nýtt eins og ekkert hafi í skorist? Íbúar á hættusvæði við rætur Vesúvíusar á Ítalíu telja nú þrjár milljónir. Viðmælendur í myndinni fara allir vel frá sínum þætti, að ég held vegna þess hve upplifunin á ríkan þátt í lífsreynslu þeirra. Frásagnir n - ar spanna allan tilfinningaskalann. Líka saga Jóns á Brimhólum, þessa karga öðlings sem lét í skína að upp ákoman hafi ekki verið alslæm fyrir fjölskylduna. Að sýningu lokinni fór ég strax að kryfja myndina og hverju hún skil - aði mér. Mjög fáar íslenskar heim - ildamyndir hafa hreyft svo við mér, sem þessi gerir. Samspil eldra efnis og viðtöl við hlutaðeigendur eru lipurlega tvinnuð. Spurningar eru markvissar og mótaðar, eins hefur klipping viðtalanna þægilegt flæði. Hljóðsetningin er vönduð og tón- listin fer myndinni vel. Bæjar- félagið má vera stolt af stuðningi við svo merkilega heimild og ég vil óska aðstandendum til hamingju með verkið. Greinarhöfundur, Páll Steingrímsson, ásamt Sighvati Jónssyni, öðrum tveggja framleiðenda heimildamyndarinnar „Útlendingur heima - uppgjör við eldgos“. Þátttaka fyrir - tækja lykillinn að ríkri menn - ingar starfsemi BTH-event er heiti yfir verkefni sem ég hef staðið fyrir árlega und - anfarin þrjú ár. Verkefnin eru ýmist eingöngu á mínum vegum eða sam- starfsverkefni við aðra aðila. Flest- öll verkefnin eru styrktarverkefni þar sem ágóði þeirra rennur beint til ýmissa samfélagslegra þátta. Verk - efni sem komin eru í vinnslu nú á árinu eru fjögur. Jólaperlur verða haldnar í fimmta sinn í lok árs en ágóðinn af þeim tónleikum rennur allur til Æskulýðsfélags Landa - kirkju. Þá voru tónleikar til styrktar Einhugi haldnir nú á dög unum og er það samstafsverkefni við Alex - ander Salberg sem var nú gert annað árið í röð. Styrktartónleikar til uppbyggingar Leikfélags ins verða haldnir í haust í þriðja sinn í samstarfi við félagið og nýtt verkefni, Lög unga fólksins, var á dagskránni nú 3. júlí en markmið þess verkefnis er að gefa ungu og efnilegu söngfólki tækifæri á að koma fram. Lög unga fólksins hlaut nú í vor 100.000 króna styrk frá Menningarráði Suðurlands. Markmiðin skyld Markmið verkefna BTH-event eru gegnum gangandi þau sömu og fela flest í sér að gefa ungu og efnilegu fólki tækifæri á því að taka þátt í tónleikahaldi og byggja undir sig reynslu í söng og tónlist í samvinnu við reyndari listamenn, og gefa um leið til samfélagsins. Í Vestmanna - eyjum er gullkista hæfileika sem verður að halda þétt utan um til þess að efnilegir listamenn fái að dafna í sinni grein. Þátttaka fyrirtækja lykillinn BTHevent hefur nýverið gert samninga við fjögur fyrirtæki um styrki fyrir allt árið 2013. Það eru Vífilfell hf., hárgreiðslustofan Dízo og Hressó. Vinnslustöðin Vest - mannaeyjum hefur svo gert samn- ing til þriggja ára um árlegan stuðning við verkefnin og voru það mikil tíma mót fyrir starfsemina. Það var orðið tímabært að leita slíkra samn inga nú þegar góð reynsla og uppbygging er komin á verkefnin. Þetta minnkar til muna þann tíma sem áður fór í leit að styrkjum fyrir hvert verkefni fyrir sig sem oft reynist erfitt. Þá ber að nefna að Ísfélag Vestmannaeyja hefur tekið þátt í öllum verkefnum BTH-event frá upphafi. Mikil margfeldisáhrif Verkefni BTH-event á síðustu þrem ur árum hafa skilað um þremur milljónum króna til samfélagslegra verkefna í Vestmannaeyjum. Það er því augljóst að úr þeim styrkjum sem fyrirtæki hafa sett í verkefnin hefur tekist að margfalda þá upp - hæð með allt að 10 fyrir einstaka verkefni. Þá er rétt að minnast á allt það menningarstarf sem verk - efnunum fylgir og þá reynslu sem ungir listamenn hafa öðlast með þátttöku í þeim. Þetta er að sjálf- sögðu eitthvað sem seint verður metið til fjár. Þyrfti að auka stuðning Vestmannaeyjabær hefur ekki hing - að til viljað veita stuðning við verkefni BTH-event þrátt fyrir þá reynslu sem komin er á starfið og er það miður því verðmætin eru mikil. Það þyrfti að horfa í ríkara mæli til þess hvernig mætti koma betur að og styðja betur við starfsemi ungra listamanna. Í vexti þeirra felast gríðarleg menningarverðmæti fyrir Vestmannaeyjar og þarna liggur framtíðin sem verður í meira mæli að fara að horfa til. Þakklæti ofarlega í huga BTH-event og samstarfsaðilar vilja koma á framfæri þökkum til þeirra fyrirtækja sem stutt hafa við starf - semina og hafa heitið stuðningi við hana áfram. Eins ber að þakka öllum þeim fjölda listamanna sem lagt hafa hönd á plóg og eru að búa sig undir næstu verkefni og síðast en ekki síst þeim fjölmörgu sem sótt hafa viðburðina á undanförnum árum. Vonumst við til að sjá sem flesta á viðburðum okkar á árinu. Mjög fáar íslenskar heim ildamyndir hafa hreyft svo við mér Það var þéttsetinn salurinn í Akóges á laugardagsmorguninn þar sem Gylfi Sigfússon og Inga Dóra Þorsteinsdóttir sýndu myndir af íbúum og húsum við Kirkjubæjar- braut fyrir gos. Þau hafa lagt mikla vinnu í samantektina sem var fræðandi fyrir þá sem lítið þekktu til við Kirkjubæjarbrautina fyrir gos, ljúfsár upprifjun fyrir fólkið sem bjó við götuna fram að gosi sem sumir búa þar enn og skemmti- legt fyrir núverandi íbúa að kynnast sögu húsanna sem þeir búa í. Bæði bjuggu þau Gylfi og Inga Dóra við Kirkjubæjarbraut og þarna lýstu þau veröld sem var í hnit- miðuðum texta sem skreyttur var skemmtilegum sögum og myndum af húsunum og fólkinu í götunni. Ekki síst voru myndir af krökk - unum skemmtilegar. Nú eru krakkarnir komnir á miðjan aldur og húsin standa flest enn þá en út- sýnið er annað. Sýning mynda frá Kirkju - bæjarbraut: Fræðandi en ljúfsár upprifjun Gamalt gengi af Kirkjubæjarbrautinni. Frá vinstri: Guðni Hjörleifsson, Guðmundur Huginn Guðmunds- son, Birkir Kristinsson, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Bergur Páll Kristinsson og Gylfi Sigfússon. BIRKIR THÓR HÖGNASON PÁLL STEINGRÍMSSON kvikmyndagerðarmaður Að sýningu lokinni fór ég strax að kryfja myndina og hverju hún skil aði mér. Mjög fáar íslenskar heim - ild a myndir hafa hreyft svo við mér, sem þessi gerir. Samspil eldra efnis og viðtöl við hlutaðeigendur eru lipurlega tvinnuð. Spurningar eru markvissar og mótaðar, eins hefur klipping viðtalanna þægilegt flæði. Hljóðsetningin er vönduð og tónlistin fer mynd inni vel. Bæjarfélagið má vera stolt af stuðningi við svo merkilega heimild og ég vil óska aðstandendum til hamingju með verkið. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.