Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Síða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 ° ° Gífurlegir möguleikar í ferðaþjónustu Eyjanna :: Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, starfar með nýrri stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, sem eru í sóknarhug Ný stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja tók við stjórn - taumunum á dögunum en í stjórninni sitja þau Sigurmundur Gísli Einarsson, formaður, Magnús Bragason, Bjarni Ólafur Guðmundsson, Erla Halldórs - dóttir og Elsa Valgeirsdóttir. Markmið stjórnarinnar er að reyna að efla samheldni ferða - þjónustuaðila hér í Eyjum og hluti af þeirri vegferð er að fá utanaðkomandi aðila til að leggja hönd á plóg. Einn þeirra er Ásbjörn Björgvinsson, for- maður Ferðamálasamtaka Ís- lands og sérstakur ráðgjafi í ferðamálum. Blaðamaður Eyjafrétta settist niður með Ás- birni, fékk hans sýn á ferða - þjónustuna í Eyjum og hvar sé hægt að gera betur. „Mitt hlutverk er annars vegar að endurskipuleggja og setja nýja stofnsamþykktir fyrir Ferðamála - samtök Vestmannaeyja og hins vegar að reyna þjappa saman hópn - um og fá alla ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum til að vinna þéttar saman til að skapa segla og þjón - ustu sem fær ferðamenn til að langa til Vestmanna eyja í meira mæli,“ sagði Ásbjörn. „Það er búið að gera margt mjög vel í Eyjum og það ber að þakka en við viljum reyna að fá fólk til að vinna enn meira saman, benda hvert á annað og fá ferðamenn til að dvelja lengur í Eyjum. Í stjórn félagsins í dag finnst mér vera fólk sem hefur þessa hugsun, að horfa stærra og víðar en gert hefur verið til þessa. Í minni vinnu felst mikill tími í að sannfæra fólk um að lyfta umræðunni upp úr ákveðnu dægur - þrasi. Það er nefnilega þannig að ef einhverjum vegnar vel og er að fá til sín marga ferðamenn, þá njóta aðrir góðs af því og ekki síst sam- félagið í Eyjum. Aukin samkeppni og meira framboð getur oft skapað aukna velsæld á svæðinu, að því gefnu að verið sé að gera eitt hvað nýtt og öðruvísi en annars staðar. Þetta höfum við séð gerast víða og um leið og menn taka höndum sam - an, þá dafnar ferða þjónustan, eins og til dæmis á Húsavík, sem í dag er þekkt sem hvalaskoðunar höfuð - borg Evrópu. Þar tóku menn þessa hugmynda fræði, hvala skoð un, og gerðu sameigin lega út á hana. Þetta myndi ég vilja sjá ger ast í Vest - mannaeyjum, selja Eyj arnar sem heimsnáttúruparadís með öllu því sem þær hafa upp á að bjóða.“ Heildarhagsmunir verða alltaf að ráða. Ásbjörn segist hafa fundið það á eigin skinni eftir heimsóknir til Vestmannaeyja, hvernig það er að vera ferðamaður hér. Maður finnur að hér er ríkjandi ákveðið sam - starfs leysi milli ferðaþjónustuaðila og ýmissa þjónustuaðila sem líka sinna ferða mönnum. Fyrirtækin hafa ekki verið að vinna nægjanlega mikið sem heild fyrir svæðið, frekar verið að koma sér og sínu á fram- færi sem er í sjálfu sér skiljanlegt en það er ekki endilega það sem skilar þeim mestu. Mér sýnist þó að hér hafi ferðaþjónustuaðilar borið gæfu til að vera ekki mikið að vinna í því sama. En líf skapar líf, þannig að ef einn fær ferðamenn inn á svæðið, þá njóta fleiri góðs af því. Við sjáum þetta gerast t.d. á goslokahátíð og á þjóðhátíð. Manni líður vel að koma til Vest- mannaeyja og kemst í annan gír. Eyja menn eru gestrisnir og náttúran er stórkostleg. Það er mikil upplif - un að koma til Vestmannaeyja og það er eitt af því sem við verðum að koma á framfæri. Markmiðið er að lengja dvöl ferðamanna í Eyjum en líka að lengja ferðamannatímann, teygja axlirnar bæði lengra inn í vorið og inn í haustið. Samgöngur eru auðvitað stór þáttur í ferða - þjónustu og það er bjargföst trú mín að þær muni bara batna. Vonandi náum við að auka flug og fjölga ferð - um og ferðamöguleikum til Eyja. Hægt að gera betur Ásbjörn segir jafnframt að hægt sé að gera meira úr því sjávarfangi sem er að finna við Vestmannaeyjar. „Ég myndi gjarnan vilja fjölga gistinótt um í Eyjum og jafnvel snúa þróun inni við þannig að ferðamenn komi hingað og gisti en fari kannski í dagsferð upp á meginlandið. Svo myndi ég vilja sjá meira gert úr því gourmet sjávarfangi sem er hér allt í kring, þannig að ferðamenn fengju að upplifa verkun sjávarfangsins, t.d. með heimsókn um borð í báta, bryggjurölt, heimsókn í frystihús, og fara svo út að borða í kjölfarið.“ Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja? Hver eru næstu skref? „Núna erum við að móta stefnu Ferða málasamtakanna og munum kynna þau áform fyrir greininni og öðrum hagsmunaaðilum í haust og reyna svo fá alla aðila til þjappa sér saman um markmið félagsins. Að mínu mati er nauðsynlegt að koma á fót sjálfstæðri ferðaskrifstofu í Vestmannaeyjum, sem hefur það megin hlutverk að pakka inn mis - munandi vörum í flottar umbúðir sem selja svæðið. Flestir ferða- menn fá löngun til að kaupa pakka - ferðir þar sem búið er að setja saman margs konar „vörur“ í flottar umbúðir frekar en að leita að öllu sjálfir. Ég tel líka mikilvægt að tengjast betur ferðaskrifstofum er- lendis og á meginlandinu og ferða - skrifstofa hér gæti gert það mjög auðveldlega. Ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum eru allir vegir færir og tækifærin fjölmörg en það þarf að skipuleggja vandlega næstu skref.“ Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. Heimildamyndin Útlendingur heima - uppgjör við eldgos: Áttum aldrei von á svona góðum viðbrögðum :: Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson hafa fengið mikið lof fyrir myndina :: Snerti við mörgum Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sig - hvatur Jónsson frumsýndu síðastliðinn miðvikudag heim - ildarmynd sína, Útlendingur heima - uppgjör við eldgos. Myndin var sýnd í Bæjarleik - húsinu yfir goslokahátíðina og á RÚV síðastliðinn sunnudag. Jóhanna Ýr og Sighvatur fara nýja leið í umfjöllun sinni um eldgosið og áhrif þess. Þau tala við einstak- linga sem ekki hafa áður komið fram opinberlega og segja frá reynslu sinni. Jóhanna Ýr er sögu- maður myndarinnar, leiðir áhorf - endur vel í gegnum efnið og tengir saman á skemmtilegan hátt. Mynd - in skilur mikið eftir sig og svör við ýmsum spurningum fást. Myndin hefur fengið mjög góða dóma, í raun einróma lof bæði meðal áhorf - enda og fagfólks, eins og lesa má í grein eftir Pál Steingrímsson, kvik - mynda gerðarmann í Eyjafréttum. Margir höfðu á orði að myndin hafi snert við þeim og hafi jafnvel verið erfið áhorfs á köflum. Gömlum myndum og nýjum er fléttað skemmtilega saman þannig að úr verður góð heild. Myndin er í alla staði mjög góð og sérstaka athygli vekur kaflinn um eina einstakling - inn sem lést í gosinu, Sigurgeir Örn Sigurgeirsson, sem lést vegna gas - eitrunar, aðeins þrítugur að aldri. Hans sögu hefur nú verið komið á framfæri og orðrómur um hann leiðréttur. Er það vel. Tónlistin í myndinni skipar stóran sess. Þeir Ágúst Óskar Gústafsson og Birgir Nielsen sömdu hana og eiga þeir mikið hrós skilið. Tón- listin skilar sér vel til áhorfenda og gerir myndina enn betri. Erum orðlaus Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagði í sam- tali við Eyjafréttir að þau Sighvatur væru búin að fá rosalega góð við - brögð alls staðar. „ Við erum búin að fá rosaleg viðbrögð og erum bara orðlaus. Við höfum fengið mikið hrós frá Vestmannaeyingum, fólki af fastalandinu og fagfólki í brans - anum. Við erum að gera þetta í fyrsta sinn og tókum ákveðinn séns með nálgunina. Við vonuðumst eftir góðum viðbrögðum en áttum aldrei von á þessu.“ Ætlið þið að gefa myndina út á DVD? „Já, við erum að þýða hana og gefa út á DVD með enskum texta, við ætlum að sjá til með fleiri tungu mál, tíminn leiðir það í ljós.“ Er þetta upphafið að frekari sam- starfi? „Við erum að lenda núna en við erum opin fyrir góðum hugmynd - um,“ sagði Jóhanna Ýr að lokum. Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sig - hvatur Jónsson að lokinni forsýningu í Bæjarleikhúsinu á miðvikudag. GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR gigja@eyjafrettir. is JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.