Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Qupperneq 1
°
°
Vestmannaeyjum 9. apríl 2014 :: 41. árg. :: 15. tbl. :: Verð kr. 400 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
M
yn
d:
Ó
m
ar
G
ar
ða
rs
so
n
Háaloftið
kærkomin viðbót
Þrusukraftur
og alvöru sHow
fablab er
undraveröld
tækni og Hugmynda>> 16 >> 12 >> 14
Kvennalið ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins þriðja árið í röð með því að leggja FH að velli
samanlagt 2:0. Í undanúrslitum mætir ÍBV Val en á myndinni brýst hin unga en efnilega Arna Þyrí Ólafsdóttir í
gegnum vörn FH og hin portúgalska Telma Amado fylgist með.
Uppistöðulón Landsvirkjunar tæmast :: Skerðing á jafnorku til húshitunar:
Olían gæti kostað 160
milljónir umfram raforku
:: Sex sinnum dýrari en ótrygg orka :: Rekstur hækkar um 50%
:: Hefur áhrif á gjaldskrá :: Óljóst hvað mikil
„Það sem er að gerast er að kuldi
og lítil úrkoma á hálendinu valda
því að uppistöðulón Landsvirkj-
unar eru næstum því tóm. Þann
fyrsta mars sl. hætti Landsvirkjun
að afhenda okkur ótrygga orku,
sem er ódýrasta rafmagnið. Þá
þurftum við að keyra hitaveituna
hér í Vestmannaeyjum með olíu
sem er um sex sinnum dýrara en
ótrygga orkan,“ sagði Ívar Atlason,
forstöðumaður tæknideildar
HS-veitna í Vestmannaeyja um
skerðingu Landsvirkjunar á
jafnorku til húshitunar.
„Allt stefnir í það að skerðingin verði
út apríl og kannski eitthvað fram í
maí. Þetta eykur kostnað um rúmar
100 milljónir króna og gæti haft
einhver áhrif á gjaldskrána,“ sagði
Ívar ennfremur. Málið er komið inn á
borð bæjarráðs sem fól tæknideild
Vestmannaeyjabæjar að fara í málið.
Allt að 100 milljón króna
kostnaðarauki
„Mikill kostnaðarauki er vegna
olíubrennslu í stað raforkunýtingar en
hversu mikill hann verður liggur að
sjálfsögðu ekki fyrir fyrr en skerðing-
unni lýkur og fer svo að hluta eftir
veðurfari, þ.e. hitunarþörf,“ sagði
Júlíus Jónsson, forstjóri HS-veitna, í
samtali við Eyjafréttir. „Okkur
reiknast til að kostnaðarauki í mars
hafi verið um 60 milljónir króna en þá
fengum við samt tæp 50% orkunnar
með rafmagni og varma frá fiski-
mjölsverksmiðjunum. Engu slíku
hefur verið til að dreifa það sem af er
apríl og ekki fyrirsjáanlegt að svo
verði. Þannig að apríl verður
greinilega mjög erfiður, allt að 100
milljóna króna kostnaðarauki ef allt
fer á versta veg.“
Óvíst með gjaldskrána
Um gjaldskrá sagði Júlíus að
ákvarðanir hefðu enn ekki verið
teknar. „Heildartekjur hitaveitudeildar
í Eyjum voru á síðasta ári 338
milljónir króna og var þá tap á
deildinni. Viðbótar rekstargjöld sem
nema um 50% tekna hljóta að hafa
áhrif á gjaldskrá en síðan er spurning
um á hvað löngum tíma kostnaðar-
aukinn verður innheimtur og einnig
hvort niðurgreiðslur koma til með að
aukast. Um þetta verða teknar
ákvarðanir þegar heildardæmið liggur
fyrir,“ sagði Júlíus að endingu.
Lóan er
komin
til Eyja
Jóhann Guðjónsson fylgist vel með
náttúrunni í sínum gönguferðum um
eyjuna en hann sá tjaldinn fyrstur
manna í síðasta mánuði. Jóhann kom
við á Eyjafréttum í gær, þriðjudag og
sagðist loksins hafa séð vorboðann
ljúfa, lóuna. „Ég er búinn að heyra í
henni í fjóra daga en átti bara eftir að
finna hana. Ég fann hana loksins í
morgun á túninu sunnan við Lukku.
Það geislaði af henni fegurðin og hún
sperrti sig fyrir gamla manninn,“
sagði Jóhann brosandi.
Hann taldi að lóan væri að koma á
svipuðum tíma og áður. „Jón á
Gjábakka sagði mér að hann hefði
einu sinni séð lóuna koma fyrir
mánaðamót mars-apríl. En þetta er
sá tími sem hún kemur yfirleitt.
Tjaldurinn kom líka á réttum tíma,
eins og vanalega,“ sagði Jóhann áður
en göngutúrinn hélt áfram.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Okkur reiknast til að kostnaðarauki í mars
hafi verið um 60 milljónir króna en þá
fengum við samt tæp 50% orkunnar með
rafmagni og varma frá fiskimjölsverk-
smiðjunum. Engu slíku hefur verið til að
dreifa það sem af er apríl og ekki fyrir-
sjáanlegt að svo verði.
”