Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Side 4
°
°
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014
Það hafa flestir Eyjamenn séð
myndband frá Halldóri B. Halldórs-
syni á veraldarvefnum. Þar sem
hann gengur um Heimaey eða
spjallar við Eyjafólk. Virkilega
skemmtilegt framtak hjá honum.
Halldór er Eyjamaður vikunar.
Nafn: Halldór B. Halldórsson
Fæðingardagur: 20. ágúst af eðal
árgangi 1955.
Fæðingarstaður: Húsavík S-Þing.
Fjölskylda: Linda mín og þrjár
yndislegar dætur ásamt þremur afa
gullmolum.
Draumabíllinn: Sennilega bara
bíllinn minn, Honda Jazz.
Uppáhaldsmatur: Allur, en
lambalærið á toppnum
Versti matur: Þegar ég var staddur
í Færeyjum þá gaf Árni Johnsen
mér að smakka skerpikjöt, það
verður ekki á matseðlinu mínum.
Uppáhalds vefsíða: Engin sérstök,
en vafra um netið og hef gaman og
gagn af því.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Já, tónlist er svo breitt
hugtak, segjum Stórsveit Þórarins
Ólafssonar, klikkar ekki. Svo má
ekki gleyma Stuðlum.
Aðaláhugamál: Kvikmyndagerð
og ljósmyndun að ógleymdum
íþróttum.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Væri nú ekki leiðinlegt að spjalla
við John F. Kennedy og taka
nokkrar myndir af honum á
tröppum Hvíta hússins.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: ÍBV og barnabarnið
mitt hún Linda Björk Brynjarsdóttir
Ertu hjátrúarfull/ur: Svona
passlega.
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Já, fer nokkuð mikið á fjöllin okkar
á Heimaey.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Hef
gaman af náttúrulífsmyndum t.d.
David Attenborough.
Hvenær kviknaði áhuginn á
myndbandsgerð: Hef haft þennan
áhuga lengi, fyrsta myndin sem ég
geri er í kringum 1985, en byrjaði
fyrir alvöru 2009 og þá varð ekki
aftur snúið, miðillinn Fesbók
hjálpaði mér mikið til við að styrkja
bönd brottfluttra við eyjuna fögru.
Hvert er uppáhaldsmyndefnið:
Heimaey og eyjarnar í kring, mitt
aðal mótíf, enda fegurðin við hvert
fótmál og ekki hægt að klikka á því
myndefni.
Veistu hvað myndböndin eru
orðin mörg: Nú, ég er að gera ca. 7
mínútna sketsa eða myndbönd og
telur það á 5. hundrað sem ég
flokka í útivist og blandað efni.
Hver er draumurinn: Minn
draumur er að geta haldið góðri
heilsu þegar ég hætti að vinna, því
áhugamálið eykst að umfangi með
hverjum degi.
Eitthvað að lokum: Þakka fyrir að
bjóða mér í þetta ferðalag með
ykkur hér á Fréttum, þið hafið verið
mér mikill stuðningur við að
viðhalda áhuga mínum á
kvikmyndagerð gangandi. Takk
fyrir mig.
Ég verð að byrja á því að þakka
minni öldruðu móður fyrir
áskorunina, sú gamla kemur alltaf
færandi hendi þegar hún heim-
sækir uppáhalds son sinn með KFC
fötu undir hendinni. Ég reyni alltaf
að vera tilbúinn með veislu handa
henni og pabba en sú gamla sér
ekkert nema KFC kjúklinga.
Vinir mínir á facebook hafa oft
kvartað undan matarmyndum hjá mér
en ég reyni að halda utan um það sem
ég elda til að sjá hvað má fara betur
þegar sami réttur er eldaður aftur. Ég
renndi yfir þær myndir sem ég hef
póstað á bókina og kom það ekki á
óvart að pulsur voru oftast á þeim
matarmyndum sem ég hafði póstað.
Ég tel því rétt að ég birti hér uppskrift
að heimagerðri pulsu sem getur ekki
klikkað. Það er einfallt að búa til sínar
eigin pulsur, það sem þarf er
hakkavél, pulsustútur, garnir og gott
hráefni. Mikilvægt er að hafa við
höndina góða svínafitu svo að
pulsurnar verði ekki þurrar; og kaldan
bjór.
Cumberland pulsa:
1,75 kg svínasíða
250 gr svínaspekk
200 gr brauðmylsna
100 ml vatn
20 gr salt
20 gr svartur pipar
10 gr salvia
5 gr hvítlauksduft eða 3 hvítlauks-
geirar
5 gr reykt paprikuduft
og létta slettu af bjór eða ca. 100 ml
Kalt kjötið er sett í hakkavél ásamt
svínaspekkinu og hakkað í kalda
skál, síðan er öllum öðrum efnum
blandað saman í skálina. Þegar þið
blandið kryddi saman við kjötið er
best að nota hendurnar í verkið.
Passið bara að mauka ekki kjötið
saman við kryddið heldur blandið
létt. Gott er að prufa kjötblönduna
með því að steikja smá á pönnu og
krydda svo til ef bragðið þarf að
bæta. Síðan eru garnirnar, sem
búnar eru að liggja í vatni, þræddar
upp á pulsustútinn og bundið fyrir
endann. Kjötið er svo sett aftur í
hakkavélina og pulsugarnirnar
fylltar. Gott er að láta þetta safnast
saman í skál og þegar kjötið er búið
er bundið fyrir endan. Því næst er
görnunum rúllað upp í hæfilega
góða pulsulengt. Nauðsynlegt er að
stinga með títuprjón göt með
reglulegu millibili í garnirnar til að
hleypa loftinu út við eldun.
Þegar svona pulsur eru eldaðar eru
þær settar í eldfast mót sem er
smurt með olíu eða smjöri. Síðan er
þetta bakað í 30-40 mínútur við
180° hita. Á meðan pulsurnar eru
inni í ofni er upplagt að gera
heimalagaða kartöflumús með
beikonbitum. Til þess að toppa
þennan hátíðarrétt þá lyftir það
réttinum á hærra plan að bera fram
gott senf. Senf er eitthvað það
mikilvægasta sem pulsuáhugamaður
þarf, engar aðrar sósur komast með
tærnar þar sem senfið hefur
hælana. Ákjósanlegur drykkur með
þessari pulsu er svo góður
hveitibjór og helst þýskur eða þá
HV6 sem erfitt er að fá.
ÁRÍÐANDI ORÐSENDING: Þið
sem borðið SS pylsu með öllu viljið
þið gjöra svo vel að hætta að troða
remúlaði á pulsurnar ykkar!!!
Remúlaði eyðileggur með öllu
hátíðarbragðið á þjóðarréttinum og
eftirbragðið verður viðbjóðslegt!
Ég ætla að skora næst á bróður
minn, Kára Kristján Kristjánsson,
pulsu- og senf áhugamann. Kári er
ekki bara þekktur fyrir fallegar hár-
greiðslur, mikið skegg og línudans
heldur er drengurinn einn besti
kokkur sem Heiðartúnið hefur átt.
Eyjamaður vikunnar
Matgæðingur vikunnar
Á fimmta hundrað
myndbanda
Cumberland pulsa
Eyjamaður vikunnar er
Halldór B. Halldórsson
Matgæðingur vikunnar er
Kjartan Ólafsson Vídó
Landakirkja
Fimmtudagur 10. apríl:
Kl. 10.00. Foreldramorgunn, kaffi
og spjall.
Kl. 20.00. Opið hús í
KFUM&KFUK.
Kl. 20.00. Æfing hjá Kór
Landakirkju.
Föstudagur 11. apríl:
Kl. 13.45. Æfing Litlu lærisvein-
arnir.
Kl. 14.30. Æfing Stúlknakór
Landakirkju.
Laugardagur 12. apríl:
Kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta,
fermd verða 13 fermingarbörn, sjá
lista hér til hliðar.
Sunnudagur 13. apríl,
Pálmasunnudagur:
Kl. 11.00. Messa á Pálmasunnu-
degi, í messunni verða fermd 8
fermingarbörn, sjá lista annars
staðar í blaðinu.
Á sama tíma er sunnudagaskóli í
Safnaðarheimili Landakirkju.
Kl. 20.00. Æskulýðsfélagsfundur í
Landakirkju.
Mánudagur 14. apríl:
Kl. 16.00. STÁ (kirkjustarf 6-8 ára)
Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra.
Kl. 19.30. Vinir í bata, andlegt
ferðalag.
Þriðjudagur 15. apríl:
Kl. 16.30. ETT (kirkjustarf 11-12
ára)
Miðvikudagur 16. apríl:
Kl. 11.00. Helgistund á Hraun-
búðum.
Kl. 17.00. NTT (kirkjustarf 9-10
ára)
Kl. 17.30. Kyrrðarbænastund.
Byrjendur mæta kl. 17.10.
Viðtalstímar prestanna eru
mánudaga til föstudaga milli 11.00
og 12.00.
Hvítasunnu-
kirkjan
Miðvikudagur kl. 20:00
Bænastund, nú stendur langa fasta
yfir og munum við koma saman til
bæna hvert kvöld fram að páskum.
Einnig verður lesinn einn
passíusálmur Hallgríms Péturssonar
eftir röð hvert sinn.
Laugardagur kl. 20:00
Lofgjörðarstund og bæn. Miðnætur-
samkoma kl. 24:00 í stóra salnum,
Agape, kröftugur söngur o.fl.
Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma.
Unglingahópur frá Fíladelfíu verður
með okkur með reynslusögur og
söng.
Þriðjudagur kl 20:00
Sýnum sjöunda þátt úr þáttaröðinni
„The Bible“ Verkefnið, Fimm brauð
- víxlararnir. Þættirnir eru fram-
leiddir af þeim hjónum Mark
Burnett og Roma Downey.
Einstakir þættir sem slegið hafa öll
áhorfsmet víða um heim. Frítt inn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Aðvent-
kirkjan
Laugardagur 11. apríl 2014
kl. 11 Biblíulestur
kl. 12 Guðsþjónusta
Kirkjur bæjarins:
Nafn: Inga Birna Sigursteinsdóttir
Foreldrar: Helga Björk og Diddi
Hvaða þrjú orð lýsa þér best:
Gjafmild, lífsglöð og kát.
Helstu áhugamál: Fótbolti og vinir
Af hverju fermist þú: Til að játa
trú mína og staðfesta skírnarheitin.
Hvar verður veislan: Oddfellow
Verður matur eða kökur: Bæði
Ertu stressuð fyrir fermingunni:
Já, fyrir kirkjunni
Hvað viltu í fermingargjöf: Tölvu
og herbergið hans Björns.
Vil tölvu og
herbergið
hans Björns í
fermingargjöf
Laugardagur 12. apríl kl. 11:00
Andri Steinn Jacobsen,
Boðaslóð 5
Arnar Freyr Ísleifsson,
Búhamri 38
Baldur Bragi Birgisson,
Helgafellsbraut 18
Baldvin Ingi Hermannsson,
Bröttugötu 17
Birkir Snær Alfreðsson,
Kirkjubæjarbraut 14
Daníel Már Sigmarsson,
Höfðavegi 51
Eva Aðalsteinsdóttir,
Dverghamri 34
Gíslný Birta Bjarkadóttir,
Hátúni 8
Grétar Þór Sindrason,
Hátúni 12
Guðlaugur Gísli Guðmundsson,
Höfðavegi 43c
Hafrún Dóra Hafþórsdóttir,
Smáragötu 4
Sólveig Lind Gunnarsdóttir,
Heiðarvegi 59
Þorbjörg Júlía Ingólfsdóttir,
Foldahrauni 26
Pálmasunnudagur 13. apríl
kl. 11:00
Bergþóra Sigurðardóttir,
Hólagötu 20
Bjarki Freyr Valgarðsson,
Sóleyjargötu 12
Eyþór Daði Kjartansson,
Illugagötu 11
Inga Birna Sigursteinsdóttir,
Áshamri 42
Kristófer Helgi Hlöðversson,
Heiðarvegi 43
Magnús Kristleifur Kristleifsson,
Búastaðabraut 1
Willum Pétur Andersen,
Illugagötu 23
Þau fermast í Landa-
kirkju um helgina:
Fermingarbarn vikunnar
Maggi Júl hinn prúði, klarinett-
leikari, skákmaður, þungarokkari,
Týrari og lyfjafræðingur með
meiru, varð 50 ára þann 4.4 kl. 4.
Til hamingju
með daginn
kæri bróðir
Gunni Júl
og Steini Tótu
50 ára afmæli