Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Síða 13
° ° 13Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014 FabLab tengir kynslóðirnar :: Afinn og sonarsonurinn styðja hvor annan: Afi kenndi mér að gera vídeómyndir og nú er ég að kenna honum :: Það segir Jóhann yngri :: Er að búa til tölvuleiki :: Jóhann eldri lærði 50 ára á tölvu :: Hannar fyrir stofnanir og fyrirtæki :: Ánægðir með Frosta Þegar Eyjafréttir litu við í FabLab smiðjunni sátu nafnarnir, Jóhann Jónsson, betur þekktur sem Jói listó og sonarsonurinn og nafninn, Jóhann Bjarni Þrastarson, við eina tölvuna. Hún er tengd leysifræsaranum og var sá yngri að aðstoða þann eldri í að útbúa verðlaunagripi úr plexígleri fyrir innanfélagsmót SJÓVE. Gripirnir listasmíð eins og við er að búast þegar Jói Listó er annars vegar. Hann var lengi einn af bestu listmálurum Eyjanna en síðustu ár hefur hann beint listhæfileikunum meira í hönnun fyrir stofnanir og fyrirtæki og nú er stórt verkefni á því sviði í sjónmáli. „Þegar ég átti afmæli síðast datt ég inn í síðasta árið sem ungur maður,“ sagði Jóhann eldri þegar hann var spurður um aldur. Verður hver og einn að lesa það sem vill út úr svarinu. „Ég er nýorðinn tólf,“ sagði sá yngri við sömu spurningu. Jóhann eldri sagðist hafa kynnst FabLab smiðjunni fyrir þó nokkrum árum og varð hann strax mjög hrifinn. „Hrifningin var það mikil að hún hélt fyrir mér vöku einhverjar nætur, mér fannst þetta svo stórkostlegt. Af ýmsum ástæðum fór svo tíminn í annað þangað til í haust að ég leit við. Þá með hugmynd um að útbúa verð- launagripi fyrir SJÓVE. Áður hafði ég ekki pælt í þeim möguleikum sem plexíglerið býður upp á, að það má sveigja og beygja. Það er margt hægt að gera, á föstudaginn voru hér konur að búa til skemmtilega hluti, alveg skotklárar.“ Verðlaunagripina átti að veita á innanfélagsmóti SJÓVE um helgina en því var frestað vegna veðurs. „Ég get sagt að ég sé búinn með 34 gripi, alla mismunandi og á tvo eftir sem ég lét bíða af því að pressan að klára þá var ekki fyrir hendi.“ Merkileg tölvusaga Þau eru mörg málverkin eftir Jóa Listó sem prýða heimili í Vest- mannaeyjum og víðar en eins áður er getið hefur hann síðustu árin einbeitt sér að hönnun og nú er tölvan hans helsta tæki. Hefur tekið við af penslum og blýöntum. „Ég á mér svolítið merkilega sögu í notkun á tölvum. Þegar ég var fimmtugur settist ég í fyrsta skipti við tölvuna og hef setið þar síðan. Það átti mjög vel við mig að vinna á tölvu og ég lærði fljótt að nýta mér möguleika hennar við það sem ég er að gera.“ Hann fór á námskeið í tölvuteikn- ingu 1999. „Það er svo 2002 sem ég fer að fá teikniverkefni þar sem tölvan nýttist mér vel. Voru þetta verkefni fyrir Siglingastofnun og ég er að enn í dag þó þetta sé aldrei alveg full vinna hjá mér.“ Hann giskar á að myndirnar séu orðnar á þriðja þúsund, fyrir Siglingastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Eimskip og fleiri og tengjast þau flest öryggisbúnaði fyrir sjófarendur. „Það hefur komið af sjálfu sér í framhaldi af því sem ég hef verið að gera fyrir Siglingastofnun.“ Ólík saga Nafnarnir eiga sér ólíka sögu í tölvunotkun og má segja að Jóhann yngri hafi fæðst með tölvu í höndunum. „Ég á myndir af honum mjög ungum með tölvu og var ekki meira en svo að hann næði utan um músina. Hann var mikið í tölvu- leikjum og byrjaði fljótt að reyna að búa eitthvað til. Níu ára var hann farinn að gera þessar flottu vídeómyndir,“ skýtur Jóhann eldri inn í þegar talið beinist að nafna hans sem langaði snemma að gera annað og meira en að spila tölvuleiki. „Ég fór inn á youtube og fann flott forrit, Scratch sem er notað í FabLab og þar hef ég verið að leika mér. Afi kenndi mér að gera vídeómyndir og nú er ég að kenna honum. Ég er að búa til tölvuleik um gosið sem er verkefni sem við fengum í Fablab. Ég er búinn að móta Heimaey og það er mikið eftir. Ég verð að vinna við leikinn í FabLab þannig að ég get ekkert gert á kvöldin og um helgar. Svo eru fótboltaæfingarnar að trufla þetta,“ sagði Jóhann yngri. Frosti hvatti mig til að halda áfram Fyrstu kynni Jóhanns af FabLab voru á smiðjudegi í skólanum og máttu krakkarnir velja úr þremur stöðum. Valdi Jóhann Fablab. „Frosti sá að ég kunni á Scratch og vildi fá mig inn. Sagði að ég væri skapandi og ég kom aftur tveimur vikum seinna,“ sagði Jóhann sem hefur haldið sínu striki síðan. „Hann kom svo inn í það sem ég er að gera,“ sagði Jóhann eldri. „Mér fannst flókið að vinna með leysifræsarann og þar kom þekking hans að góðum notum. Ég vildi líka að hann kynntist möguleikunum sem fræsarinn býður upp á. Hann er fljótur að læra og mjög næmur á það sem hægt er að gera.“ Aðspurður um framtíðina sagði Jóhann yngri að draumurinn væri að komast á námskeið í tölvuleikja- gerð. „Það væri frábært og ég held ég vilji læra eitthvað sem tengist tölvum og tölvuleikjum.“ Áhugi á tölvulist Jóhann eldri sagðist hafa mikinn áhuga á öllu sem tengist tölvulist og þar séu möguleikarnir óendanlegir. „Það er samt eins og fólk sé ekki alveg sátt við verk sem unnin eru í tölvu. Í fyrra var ég viku uppi á safni hjá honum Kára og vann nokkrar ljósmyndir í tölvunni. Þetta voru tölvuunnar myndir af ryði í ýmsu formi en áhuginn var minni en enginn.“ Báðir eru þeir ánægðir með það sem FabLab býður upp á. „Þetta er stórkostlegt og Frosti hefur staðið sig frábærlega. Hann hefur komið að uppsetningu smiðja hér heima og erlendis og er orðinn þekktur á heimsvísu fyrir störf sín í Fablab,“ sagði Jóhann eldri að endingu. Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á persónumiðaðri framleiðslu, stafrænum fram- leiðsluaðferðum í iðnaði og að efla nýsköpun á Íslandi. Þá er verk- efninu ætlað að auka tæknilæsi almennings og almenna tæknivit- und. Markmið verkefnisins eru enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og að efla samkeppnis- hæfni iðnaðarfyrirtækja, mennta- stofnana og nemenda. Fab Lab smiðjan mun auka tæknilæsi almennings og skapa möguleika á aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu með því að stuðla að nýsköpun. Fyrir hverja er Fab Lab smiðjan? Fab Lab smiðjan er ætluð frum- kvöðlum, nemendum, almenningi, fyrirtækjum og stofnunum. Fab Lab smiðjur á Íslandi eru í Reykjavík, Sauðárkróki, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Úti í heimi eru hátt í 400 smiðjur. Enn stækkar FabLab fjölskyldan Fab Lab smiðjan í Reykjavík er í tengslum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti sem Frosti segir jákvætt. „Þar kemur saman fólk með mismunandi bakgrunn. Ég sé mikla gerjun þar og er ánægjulegt að fá þá inn í Fab Lab fjölskylduna. Það er stefnan að fá sveitarfélögin með inn í þetta með okkur. Hér er smiðjan alfarið rekin af Nýsköpunarmiðstöð og eru Vestmannaeyjar eini staðurinn á landinu, þar sem Fab Lab smiðjur eru, þar sem sveitar- félagið kemur ekki að rekstrinum,“ segir Frosti en hann er ánægður með samstarfið við skólana hér bæði grunnskólana og fram- haldsskólann. Í Grunnskólanum eru þrír hópar sem stunda Fab Lab fræðin, tveir hópar í Fab 1 og einn í Fab 2. Í Framhaldsskólanum er einn áfangi, Fab 203 en næsta haust bætast við Fab 103 og Fab 303. „Í heild eru þetta á milli 50 og 60 krakkar og kennarar eru ásamt mér Jónatan Jónsson og Gísli Óskarsson. Í samskiptum við MIT Fab Lab í Vestmannaeyjum er í alþjóðlegu samstarfi og ber hæst samskiptin við MIT háskólann í Boston í Bandaríkjunum. Í haust voru hér tveir aðilar frá Sádí Arabíu í námi og launuðu fyrir sig með tæknibúnaði sem þeir færðu smiðjunni. „Við erum með öflugan fjarfundabúnað sem er tengdur um allan heim og getum hlýtt á fyrirlestra hvar sem er. Fab Lab smiðjum fjölgar hér á landi og um allan heim. Við ruddum brautina hér á landi. Þegar við byrjuðum 2008 voru 38 Fablab smiðjur í heiminum en nú eru þær 290. Hér á landi eru þær fjórar og við höfum leitt starfið á Íslandi. Við viljum vera í fararbroddi og það er mikilvægt að við getum haldið því áfram. Við verðum að bæta við búnaði og auka samstarf og fá inn öfluga aðila með okkur. Með því byggjum við upp til framtíðar,“ sagði Frosti að endingu. Hvað er FabLab og fyrir hverja? Frosti Gíslason fylgist með þar sem Jóhann Bjarni leiðbeinir afa sínum, Jóa listó. Verðlaunagripirnir sem Jói listó hannaði fyrir SJÓVE.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.