Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Síða 15
°
°
Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014 15
nokkur lög. Hann gerir þetta
ótrúlega vel og er fæddur til að vera
svona framarlega á sviðinu. Það
eru auðvitað fleiri nýir í sýningunni,
Una Þorvalds, Ágústa Halldórs,
Ólafur Freyr, Erna Sif og Vilborg.
Svo eru þarna inn á milli reynslu-
boltar eins og Zindri Freyr, Ævar,
Alexander Páll og auðvitað Lísa.
Æfingatímbilið hefur gengið mjög
vel og við höfum haft góðan tíma
fyrir okkur með mikilli vinnu.
Jórunn Lilja Jónasdóttir kom og tók
sönginn rækilega í gegn hjá okkur á
dögunum og allir eru að leggjast á
eitt.“
Boðið upp á súludans
Lísa hefur samið dansana í
samstarfi við Ágústu en hún segir
að dansæfingarnar hafi gengið vel.
„Við vorum með séræfingar fyrir
dansara. Við þurftum að búa til alla
dansana frá grunni. Við þurftum
aðeins að koma fólki úr hipp hopp
gírnum því þegar maður dansar við
svoleiðis tónlist, þá er maður
svolítið latur og slakur. En í
rokkinu þurfa allir að vera beinir í
bakinu og með bringuna út. Það
kemur líka kannski á óvart að það
er til fullt af danssporum í rokkinu.
Þetta er ekki bara að hoppa með
hnefann upp í loft eða feykja
flösunni,“ sagði Lísa og brosti.
Af hverju súludans?
„Þetta er eitthvað sem ég byrjaði á
fyrir hálfu ári í Reykjavík. Þetta er
í raun og veru súlu-fitness. Sjálf er
ég bara búin með grunninn og
vonandi erum við ekki að gera
hættulegri hluti en við ráðum við,“
sagði Lísa og hló. „Hafdís hefur
staðið sig feikilega vel enda erum
við báðar allar út í marblettum og
harðsperrum. Þetta tekur ótrúlega
mikið á og kostar bæði fimi og
styrk. En þetta er bara svo gaman.“
Lísa hefur starfað reglulega með
Leikfélagi Vestmannaeyja en
talsvert er síðan hún var síðast á
sviðinu. „Já, ég var reyndar með í
Grease baksviðs en fyrir það hafði
ég ekki verið í ein sex ár. Hug-
myndin var upphaflega að ég kæmi
bara og þjálfaði í súludansinum en
svo er ég komin upp á svið í
búning, eins og fleiri reyndar sem
ætluðu að gera eitthvað annað en
þeir enda svo á að gera,“ sagði Lísa
og horfði glottandi á leikstjórann.
Frábær aðstaða og mikill
kraftur
Ágústa segir aðspurð að hún hafi
ekki þurft langan umhugsunarfrest
þegar henni var boðið að leikstýra
aftur hjá Leikfélagi Vestmannaeyja
en hún leikstýrði einmitt Grease
fyrir ári. Hún segir aðstöðuna í
Kviku vera framúrskarandi. „Já.
Þetta er algjör lúxus aðstaða hér
sem Leikfélagið hefur. Mér skilst
reyndar að þriðja hæðin sé að fara
undir aðra starfsemi sem er miður.
Kollegi minn, Björg Jakobsdóttir
kom hingað á dögunum með
sýninguna Unglinginn og hún trúði
varla sínum eigin augum þegar hún
sá aðstöðuna sem Leikfélagið hefði.
Að við gætum æft á tveimur stöðum
í sama húsinu, verið bæði með
dansæfingu og leikæfingu á sama
tíma eða unnið í sviðsmynd en æft
um leið, er gríðarlega mikill kostur.
En það sem skiptir mestu máli er sá
kraftur sem er í þessu leikfélagi.
Það er fyrst og fremst það sem gerir
það aðlaðandi að vinna hér sem
leikstjóri, þótt umgjörðin sé
auðvitað mjög flott líka.“
Sagan þjónar lögunum
Svo er það hin klassíska spurning.
Af hverju á fólk að koma á
sýninguna?
„Af því að þetta er besta
sýningin,“ sagði Lísa og hló. „En
ef þú fílar þessi klassísku rokklög,
þá er um að gera að skella sér á
sýninguna og sjá hvað við erum
búin að gera við lögin, dansinn og
allt showið í kringum þau.“
„Sagan er gerð til að þjóna þessum
lögum, svo þau fái að njóta sín með
tilheyrandi krafti. Þetta tímabil er
alveg yndislegt í alla staði og svo
skelltum við inn lagi með Arethu
Franklin og George Micheal. En
það er þrusukraftur í þessu verki og
þetta er alvöru show,“ sagði Ágústa
að lokum.
Ágústa Halldórsdóttir er ein þeirra sem eru að stíga sín
fyrstu skref á leiksviðinu:
Er að finna
minn innri pung
:: Leikur Regínu sem er ákveðin svo ekki sé meira sagt
Ágústa Halldórsdóttir leikur stórt
hlutverk í söngleiknum en hún
er að stíga sín fyrstu skref á
sviðinu, eins og svo margir aðrir
í uppfærslunni. Það var hins
vegar ekki að sjá á æfingunni
sem blaðamaður fylgdist með,
Ágústa geislaði af sjálfstrausti,
bæði í leik og söng. Fyrir
æfinguna var Ágústa tekin tali.
„Ég hef bara tekið þátt í skólaleik-
ritum en ekkert í líkingu við þetta.
Þetta er ógeðslega gaman en
svolítið stressandi. Það er mikil
vinna að taka þátt í svona upp-
færslu, langt æfingatímabil og ég er
að læra mikið. Svo er fólkið hérna
hjá Leikfélaginu alveg yndislegt.
Þau hafa tekið mér opnum örmum
og það hjálpar mjög mikið til með
stressið.“
Hefurðu gert mikið af því að
syngja?
„Já, ég hef eiginlega verið að
syngja alla ævi. Svo var ég í kór og
hef komið fram, vann t.d. söng-
keppni barna á þjóðhátíð á sínum
tíma. En ég er samt svolítið
stressuð,“ sagði Ágústa og brosti.
Hún getur þó ekki leyft sér að vera
feimin á sviðinu, því persónan sem
hún leikur er í raun allt annað en
feimin. „Já hún er það, hún Regína.
Jórunn Lilja Jónasdóttir kom og var
að leiðbeina okkur í söngnum og
hún orðaði þetta þannig að ég yrði
að finna minn innri pung,“ sagði
Ágústa og hló. „Ég er að finna
hann,“ bætti hún við hlæjandi.
Þekktirðu þessa tónlist?
„Já, maður þekkti þessa tónlist
alveg. Það voru kannski tvö lög
sem ég þekkti ekki en annað þekkti
ég alveg. Mér finnst svona gömul
tónlist mjög fín og gott að skipta
stundum yfir úr tónlistinni sem er í
dag, yfir í tónlist sem er spiluð á
hljóðfæri. Þetta eru lög sem
langflestir þekkja og hljómsveitin er
frábær. Mér finnst líka jákvætt að
það er fullt af nýju fólki sem er að
stíga sín fyrstu skref en inn á milli
eru reynsluboltar. En þetta er bara
rosalegt show. Hljómsveitin er á
sviðinu, flottir söngvarar, flott
dansatriði og svo er mikið ljósa-
show í sýningunni. Mér finnst
mikill kostur að hafa hljómsveitina
á sviðinu, það verður betri fílingur í
sýningunni í staðinn fyrir að hafa þá
einhvers staðar bak við. Þeir eru
líka alltaf að færa sig upp á skaftið,
eru farnir að koma meira fram á
sviðið og taka þátt í sýningunni,
sem er mjög skemmtilegt.
Góður stuðningur í LV
Það styttist í frumsýningu. Er
eitthvert frumsýningarstress?
„Já, það er að magnast upp með
hverjum deginum. Þetta er allt að
verða voðalega raunverulegt. En ég
er samt ekki eins stressuð og ég hélt
ég yrði. Stuðningurinn og fólkið
hérna í leikhúsinu hjálpar mjög
mikið og mér líður mjög vel hérna.
Ertu komin til að vera hjá LV?
„Það er alveg spurning. Við
skulum sjá hvernig til tekst í þessu,“
sagði Ágústa brosandi að lokum.
Fjölmargir skemmtilegir karakterar eru í sýningunni.
Þetta er algjör lúxus aðstaða hér sem
Leikfélagið hefur. Mér skilst reyndar að
þriðja hæðin sé að fara undir aðra
starfsemi sem er miður. Kollegi minn,
Björg Jakobsdóttir, kom hingað á
dögunum með sýninguna Unglinginn og
hún trúði varla sínum eigin augum þegar
hún sá aðstöðuna sem Leikfélagið hefði.
Að við gætum æft á tveimur stöðum í
sama húsinu, verið bæði með
dansæfingu og leikæfingu á sama tíma
eða unnið í sviðsmynd en æft um leið, er
gríðarlega mikill kostur.
”