Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Qupperneq 1
Eyjafréttir
Vestmannaeyjum 22. apríl 2015 :: 42. árg. :: 16. tbl. :: Verð kr. 400 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
TORFI Í
HEIÐURSHÖLLINA
GUNNHILDUR
OG KONURNAR
10 MOKVEIÐI Í BOLFISKI 2 14
Fátt bendir til annars en að verk-
fallsaðgerðir félaga í Drífanda
stéttarfélagi hefjist í næstu viku.
Atkvæðagreiðslu um boðun aðgerða
lauk á miðnætti á mánudag og var
niðurstaðan afgerandi, bæði hjá
Starfsgreinasambandinu og Drífanda
þar 98 prósent sögðu já. Þann 30.
apríl verður allsherjar vinnustöðvun
frá klukkan 12:00 á hádegi til
miðnættis sama dag. Ótímabundin
vinnustöðvun hefst svo 26. maí hafi
samningar ekki tekist. Áhrifin verða
mjög víðtæk en samstaða er ekki
innan raða atvinnurekenda að því er
formaður Drífanda tjáði blaðinu.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hjá
Drífanda er að já sögðu 294 eða
98,00%, nei sögðu 5 eða 1,67%,
auðir seðlar voru 1 eða 0,33% og
enginn ógildur. Á kjörskrá voru: 553
og greiddu 300 atkvæði eða 54,25%.
Í atkvæðagreiðslu fólks í þjónustu
sögðu 11 já eða 100,00% og enginn
nei. Á kjörskrá voru 50.
Annar dagur aðgerða er 6. maí
þegar allsherjarverkfall verður frá
miðnætti til miðnættis og aftur þann
7. Sama verður 10. og 20. maí og
það er svo þann 26. maí á miðnætti
sem ótímabundin vinnustöðvun hefst.
„Ef til verkfalls kemur þá mun öll
fiskvinnsla og hafnarvinna stöðvast,
auk vöruflutninga til og frá Eyjum.
Auk þessa mun þetta hafa mikil áhrif
á hótelum, veitingahúsum, og einnig
á ýmis smærri fyrirtæki í fjölbreyttri
starfsemi, ræstingar og fleira,“ sagði
Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda í
gær.
Þó samstaða sé mikil meðal
verkafólks virðast það sama ekki
gilda um atvinnurekendur. „Við hjá
Drífanda höfum fengið þó nokkrar
fyrirspurnir frá atvinnurekendum
hvort hægt sé að gera samning og
komast þannig hjá verkfalli. Það er
að sjálfsögðu hægt enda er alls ekki
markmið okkar að fara í verkfall
heldur að ná samningum. Lítið mál
er að gera þannig samning og er hann
tilbúinn hér á skrifstofunni.“
Almenningur mun finna fljótlega
fyrir þessu í verslunum, ferskvara
mun klárast fljótt og ýmiss konar
truflanir verða. „En staðan er orðin
svona vegna óbilgirni þeirra sem eru
sjálfir með milljónir í laun á mánuði,
skammta sér tuga prósenta launa-
hækkanir í hundruðum þúsunda
króna. Sömu aðilar og bjóða okkur
3,5% sem gerir nokkra þúsundkalla í
launahækkun. Enn og aftur viljum
við hvetja atvinnurekendur Í Eyjum
til að þrýsta á heildarsamtök sín að
setjast að samningaborðinu og semja
um þær hógværu og sanngjörnu
kröfur sem við höfum sett fram,“
sagði Arnar.
:: Yfirgnæfandi meirihluti í Drífanda sagði já :: Allsherjarverkfall 26. maí:
Fiskvinnsla, hafnarvinna og
vöruflutningar stöðvast
:: Mikil áhrif á hótelum, veitingahúsum :: Sumir atvinnurekendur vilja semja
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Mikil vinna hefur verið í bolfiski á vertíðinni enda afli verið góður. Þessi mynd var tekin í Vinnslustöðinni í gær þar sem allt var á fullu