Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Page 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Gígja Óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is Ásta Sigríður Guðjónsdóttir - asta@eyjafrettir.is Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Í sumar eru bókuð 39 skemmti- ferðaskip til Vestmannaeyja. Hefur þeim fjölgað úr 20 frá sl. sumri. Mikil aukning hefur verið síðast- liðin ár og ljóst að bæta þarf aðstöðu við móttöku, sérstaklega vegna tenderbáta af stærri skipum sem ekki komast inn í höfnina. Þetta kom fram á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku þar sem lögð var fram tillaga að uppsetningu og stað- setningu á salernisaðstöðu og sölubásum sem jafnframt nýtist við önnur tækifæri. Einnig rætt um breytingu á staðsetningu flotbryggja til betri nýtingar og minni hættu á hagsmunaárekstrum. Ráðið samþykkti að kaupa salernisaðstöðu sem kostar 1899 þúsund krónur. Aukning á tekjum vegna komu fleiri skemmtiferða- skipa kemur til móts við kostnaðinn sem af þessu hlýst. Ráðið telur þetta nauðsynlega aðgerð sem lið í bættri aðstöðu fyrir ferðamenn í Vest- mannaeyjum. Ráðið felur fram- kvæmdastjóra framgang málsins. Salernin verða mjög líklega á Brattagarði en ekki er verið að tala um neitt nýtt í flotbryggjumálum heldur verða þær færðar aðeins til svo betur fari á þessu með Tender- bátana, Víking og Rib-safari bátana að því er Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri, upplýsti. Náðum við athygli þinni? .... Gott, þetta eru nefnilega áríðandi skilaboð, því hann Sævar Helgi Bragason, „gaurinn sem gaf öllum grunnskólabörnum sólmyrkvagler- augu,“ verður í Eyjum á mánudag- inn, 27. apríl. Hann ætlar, í tengslum við aðalfund Stjörnu- fræðifélags Vestmannaeyja, að halda spennandi og skemmtilegan fyrirlestur um sólmyrkva, tungl- myrkva, stjörnur og alheiminn. Hann mun segja okkur frá því helsta sem er að gerast í geim- vísindunum og einnig mun hann segja okkur hvernig stjörnuskoð- unarstöðin á Hótel Rangá hefur gengið, en eins og komið hefur fram, hyggst Stjörnufræðifélagið hefja byggingu á norðurljósa- og stjörnuskoðunaraðstöðu á Heimaey á þessu ári. Fyrirlestur Sævars hefst kl. 20:00 og lýkur um kl. 21:00 en þá tekur við Aðalfundur Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja 2015. Allir velkomnir. Félagar í SFV eru nú komnir yfir 50 og enn getum við bætt við félögum. Árgjaldið er aðeins 3.000,- kr og 1.500,- fyrir skólafólk og heldri borgara. Tvöfalt fleiri væntanleg í sumar Fréttatilkynning :: Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja: „Sólmyrkva- höfðinginn“ kemur til Eyja :: Verður í Einars- stofu í Safnahúsinu á mánudaginn Það sem af er þessari vertíð hefur umfjöllun Eyjafrétta neðan frá sjó aðallega snúist um loðnu, Landeyja- höfn og svo ótíðina sem gert hefur sjómönnum lífið leitt. En það er fleiru landað í Vestmannaeyjum en loðnu og bolfiskaflinn er undirstaða í atvinnu fjölmargra Eyjabúa sem og fyrirtækja sem vinna þann afla. Reyndar var mun meira umleikis í kringum bolfiskinn, og þá aðallega þorskinn, hér á árum áður og þá voru það netabátarnir sem voru í aðalhlutverki. Upp undir hundrað netabátar voru gerðir út frá Vestmannaeyjum þegar mest var og vertíðarlífið snerist nær allt um veiðar og vinnslu á þeim gula. Það var áður en kvótinn kom til sögunnar og nú í vetur duga fingur annarrar handar til að telja netabát- ana sem eru gerðir út frá Eyjum; þeir eru aðeins tveir, Glófaxi og Brynjólfur. „Þeir ættu ekki að þurfa að slást um að koma trossunum í sjó,“ var haft eftir gamalreyndum skipstjóra á dögunum en áður fyrr var oft talsverður hasar sem því fylgdi að koma netunum á bestu blettina. Netabátar eru núna í svonefndu hrygningarstoppi, sem verið hefur um árabil, helstu hrygningarsvæði þorsksins eru friðuð fyrir veiðum. En það eru togskipin sem nú sjá fiskvinnslunni í landi fyrir megninu af þeim bolfiski sem unninn er á vetrarvertíð og reyndar allan ársins hring, auk smábátanna sem eru drjúgir í aflabrögðum. Eyjafréttir ræddu við tvo skipstjóra á bátum frá Vestmannaeyjum, annars vegar á togskipi og hins vegar smábátasjó- mann. Sáttir með útkomuna í vetur „Þetta er búið að vera ótrúlega gott í vetur, þegar gefið hefur á sjó, það er mikið af fiski, sérstaklega á grunnslóðinni þar sem við höfum haldið okkur mest,“ sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE, þegar slegið var á þráðinn til hans á sunnudag. Þá voru þeir nýbúnir að hífa austur á Öræfagrunni. „Ætli það hafi ekki verið um fimm tonn af ýsu í þessu hali,“ sagði Birgir. „Það hefur allt verið lokað við Eyjar að undan- förnu en þeirri lokun verður aflétt á þriðjudag og þá reikna ég með að við færum okkur þangað. Þetta er svo sem ágætt, við eigum tals- verðan ýsukvóta en aflinn er yfirleitt blandaðri við Eyjar og sú samsetning því heppilegri á margan hátt.“ Birgir segir að aflabrögðin í vetur hafi verið svipuð og tvö síðustu ár, þó líklega ívið betri. „Og verð er mjög gott á mörkuðum á flestum tegundum. Þetta er líka stór og góður fiskur og virðist vera nóg af honum í sjónum. Svo komu líka góðar fréttir frá Hafró á dögunum um stóra árganga í þorski sem mældust núna. Það voru svo sem ekki neinar fréttir fyrir okkur, við höfum vitað þetta í nokkur ár og erum ekkert undrandi. Það var bara gott að þeir skyldu hitta í þetta núna, ég held að þeir hafi stundum farið framhjá fiskinum í síðustu könnunum. Aðalvandamálið hjá okkur, eins og reyndar á undan- förnum árum, er að forðast þorskinn, því að við verðum að láta kvótann endast okkur út fiskveiði- árið. En þetta hlýtur að vera stórkostlegt ævintýri hjá þeim sem eiga nógan þorskkvóta og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að veiða of mikið,“ sagði Birgir. „Við erum mjög sáttir með útkomuna í vetur, reyndar hefði tíðin mátt vera aðeins betri, en ég held að það sé mjög gott ástand allt í kringum landið og síðustu fréttir frá Hafró hljóta að auka mönnum bjartsýni á framtíðina,“ sagði Birgir að lokum. Mætti auka veiðar í öllum tegundum Líklega er Georg Eiður Arnarson þekktasti smábátasjómaður í Vestmannaeyjum, ekki aðeins fyrir sjósókn og aflabrögð heldur einnig skýrar skoðanir á ýmsum hlutum, bæði trillusjómennsku, kvótamál- um, lundaveiði og Landeyjahöfn. Hann heldur úti bloggsíðu og er iðinn við kolann að koma að sínum hugðarefnum. Georg Eiður gerir út trilluna Blíðu VE og stundar línuveiðar lungann úr árinu. „Þrátt fyrir ótíðina í vetur þá náði ég 23 róðrum í janúar og febrúar og er alveg sáttur við það, gat róið stutt, dugði að fara út að Bjarnarey til að komast í fisk. Í mars og apríl, eftir að loðnan gekk yfir, hef ég svo orðið að sækja dýpra og það hefur oft verið erfitt vegna veðurs. En aflabrögðin hafa líka verið rosalega góð. Það er nóg af fiski í sjónum og hefði alveg verið óhætt að úthluta meiri kvóta. Reyndar komu góðar fréttir frá Hafró á dögunum sem auka manni vonir um að meira verði úthlutað á næstunnni. Þessar fréttir komu mér þó ekkert á óvart, ég er búinn að fylgjast með því að síðustu tvö til þrjú ár hefur verið ýsa úti um allan sjó og þorskurinn í sókn. Ég hef t.d. séð það í sjóstang- veiðinni, þar sem ég þekki ágætlega til, þar hefur aukningin í þorski verið veruleg, svo að þessar fréttir frá Hafró gerðu lítið annað en staðfesta það sem ég og fleiri eru búnir að sjá á síðustu árum. Nú er bara að vona að við fáum að njóta þess í auknum heimildum.“ Georg Eiður er, eins og áður sagði, aðallega á línuveiðum allt árið. „Það er vegna línuívilnunarinnar sem gerir mér kleift að veiða meira og ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að skila gæðafiski að landi. Ég hef t.d. veitt fyrir Ísfélag Vest- mannaeyja og gaman að segja frá því að það er látið vita sérstaklega ef kemur ýsa af Blíðunni, þá taka þær sér fisk í soðið, konurnar í vinnslunni. Þau Sæunn og Jónas á Fiskibarnum kaupa líka reglulega fisk á markaðnum af Blíðunni, bæði ýsu og líka löngu sem ég veiði mikið af og mér skilst að sé ákaflega vinsæl hjá þeim.“ Georg Eiður segir sitt mat að auka mætti veiðar í öllum tegundum og vonandi verði sú raunin á næsta fiskveiðiári. „Togarasjómenn segja mér að það sé mikið æti í sjónum nær alls staðar og mikill fiskur hvar sem borið er niður. En ég harma þá kvótasetningu sem sett hefur verið á makrílinn hjá smábátunum. Nú hef ég ekki sjálfur stundað makrílveiðar en ég veit að smábátamenn gerðu sér meiri vonir um þær veiðar. En í það heila litið þá verð ég að segja að þessi vertíð hefur komið vel út, þrátt fyrir óstöðugt tíðarfar og ekki hægt annað en líta björtum augum til framtíðarinnar. Reyndar sá ég það haft eftir Páli Bergþórssyni, veðurfræðingi, að við mættum búast við kólnandi veðurfari á næstu árum. Nú veit ég ekki hvað það kann að bera í skauti sér, kannski þýðir það betri tíð og meira æti fyrir lundann, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Þá get ég alveg sætt við mig við aðeins lægra hitastig,“ sagði trillukarl númer eitt í Vestmannaeyjum, Georg Eiður Arnarson, að lokum. Síðustu fréttir frá Hafró hljóta að auka mönnum bjartsýni Sjómenn á bolfiskveiðiskipum bjartsýnir um framtíðarhorfur Serían The Weird Girls Project Eyjamenn fyrirferðarmiklir á setti með Kitty von Sometime GÍGja ÓSKarSdÓTTir gigja@eyjafrettir.is Síðastliðna helgi fóru fram tökur á nýjasta myndbandi Kitty von Sometime í seríuni The Weird Girls Project. Tilgangur verkefnisins er að gefa þeim sem taka þátt í því möguleika á að demba sér út í óvissuna, brjótast út úr stöðluðum ímyndum um konur. Finna sinn eigin mátt og finna á sama tíma máttinn í því að sameinast sem hópur og með því styrkja sína eigin sjálfsmynd. Af ásettu ráði eru leikarar í verkunum sjálfboðaliðar og ekki fagfólk. Andi verksins er að bæta sjálfsmynd með áherslum á líkamsímynd. Nýjasta myndbandið í seríuni var tekið upp í vöruskemmu í Kópa- vogi. Myndbandið er unnið við lagið Dim the lights sem stór- stjarnan Sia syngur ásamt tón- listardúettinum Creep. Sjálfboðaliðarnir sem taka þátt fá einungis að vita hvenær og hvar þeir eiga að mæta en ekkert um innihald myndbandsins fyrr en þeir mæta í tökur. Alls tóku sex Eyjamenn þátt í verkefninu. Haraldur Ari Karlsson framleiddi myndbandið með Kitty von Sometime og Hafdís Ástþórs- dóttir hafði yfirumsjón með hári fyrirsætanna. Hún fékk fjóra nemendur úr Hárakademíunni sér til aðstoðar, þær Örnu Björk Guðjónsdóttur, Dóru Kristínu Guðjónsdóttur, Henný Dröfn Davíðsdóttur og Söndru Dís Pálsdóttur. Eyjafréttir höfðu samband við Hafdísi og var hún að vonum sátt með afrakstur helgar- inar. „Verkefnið var virkilega spennandi og skemmtilegt, en um leið mjög krefjandi, ég mætti klukkan sex um morguninn og sá fyrirsæturnar í fyrsta skipti þá og það var byrjað strax að greiða, sem betur fer var hugmyndaflugið mikið þennan morguninn og allt gekk frábærlega hjá okkur hárskvísum. Mér fannst virkilega gaman að sjá hvað allir unnu vel saman og þegar mest var komu örugglega hátt í sextíu manns að verkefninu,“ sagði Hafdís Ástþórsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.