Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Qupperneq 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 „Ég hef víða leitað fanga við efnisöflun í bókina mína, Þær þráðinn spunnu. Til að byrja með var nafnið vinnuheiti en mér finnst það lýsandi fyrir konur sem nýttu hverja stund til vinnu. Það fer meira að segja sögum af konum sem gengu prjónandi niður að höfn og sátu prjónandi á réttarveggnum meðan beðið var eftir rekstr- inum,“ segir Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur og sagnfræðingur, um nýja bók sem hún er að leggja lokahönd á um konur í Vestmannaeyjum sem ruddu leiðina fyrir konur dagsins í dag. Fóru út fyrir fyrir rammann þegar kom að því að velja sér starf. Hér birtum við nokkra kafla úr bókinni en um hana segir Gunnhildur: „Það er úr vöndu að ráða þegar nefna á einhverja eina konu umfram aðra. Þó koma mér í huga konur eins Björg Árna- dóttir fædd 3. nóvember 1830. Hún kom til Vestmannaeyja árið 1850 til að giftast eins og segir í kirkjubók. Björg og Árni Jónsson, 37 ára ekkill á Vil- borgarstöðum, voru gefin saman í Landakirkju sama ár. Þau eignuðust þrjú börn en Björg naut ekki bónda síns nema fimm ár því hann andað- ist 1855 og var banamein hans blóðspýja. Margir karlar ánöfnuðu konu sinni fjórðungsgjöf sem séreign eða einhvern kjörgrip úr búi hjónanna og fóru samningar um það fram um leið og hjónaband var stofnað. Meðal þess sem Árni Jónsson lét eftir sig var 1/4 partur í áttæringi og 1/2 4ra manna far. Hann lét einnig eftir sig Vídalínspostillu, Vigfúsarhug- vekjur, Flokkabókina, Storms hugvekjur, Messusöngbók, bænakver, Passíusálma og fleiri bækur. Borð og kaffikvörn, 2 könnur og 2 bollapör, potta, stóla, mjólkurskjólur og trog. Afrekskonan Þórunn Jóns- dóttir frá Túni fæddist 1870. Þórunn réðist í það stórvirki að láta byggja húsið Þingholt. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Túni en fjölskyldan upplifði þá sáru sorg að tvær systur hennar, þær Pálína og Sigríður, dóu rúmlega tvítugar úr mislingum árið 1882. Þórunn tók Þórsteinu Jóhannsdóttur, bróðurdóttur sína, í fóstur. Var Þórsteina alltaf kennd við Þingholt og eru afkomendur hennar fjölmennir í Eyjum. Rannveig Helgadóttir í Dalbæ, Vestmannabraut 9 fékk heiðurs- merki er MINISTERE de la MARINE í París sæmdi hana fyrir hjúkrun sjómanna sem fluttir voru skaðbrenndir á Franska spítalann í Eyjum af skipinu Terre Neuve árið 1923. Bjarney Ragnheiður Jóns- dóttir fæddist 1905 í Selkirk í Kanada. Fjölskyldan flutti heim árið 1907 og bjó í Brautarholti sem foreldrar Ragnheiðar byggðu. Ragnheiður var einn af stofnendum Slysavarnafélagsins Eykyndils, Kvenfélags Landa- kirkju, Oddfellowstúkunnar nr. 3 Vilborgar og Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum. Á 100 ára afmælinu kom fram í viðtali við hana að eftirlætisefni hennar í sjónvarpinu væri golf, snóker og að uppáhalds fótboltalið hennar væri Manc- hester United. Þegar hún lést árið 2006 var hún elsti íbúi Vestmannaeyja. Ekki batt Gróa Einarsdóttir bagga sína sömu hnútum og aðrir. Hún bjó ein í húsgarmi sem kallað var Gróuhús og stóð númer 12 við Kirkjuveg. Var hún einræn og sérlunduð en trygg þeim er hún tók ástfóstri við. Tortryggin var hún og til að fyrirbyggja að brotist yrði inn í hús hennar negldi hún spýtur fyrir alla glugga þess. Hún var ákaflega sparsöm og hitaði kofa sinn með því að brenna í ofni spýtnarusli og sprekum sem hún safnaði á göngu sinni um bæinn. Muna margir Eyjabúar hana með strigapoka á baki, kengbogna undir byrði sinni. Árið 1924 flutti Kristjana Óladóttir til Vestmannaeyja. Vann hún fjölda ára á skrifstofu bæjarins lengst af sem bæjar- ritari. Hún var í mörg ár í stjórn Eykyndils, í stjórn Kvenfélagsins Líknar og ritari þar frá árinu 1946-1963. Einnig var hún einn af stofnendum Oddfellow kvennastúkunnar Vilborgar í Eyjum árið 1958. Hún var snillingur í bridge og vann til margra verðlauna í þeirri grein. Kristjana lést 6. mars 1966. Reisn og virðuleiki einkenndi Magneu Sjöberg sem var falleg kona. Hún var létt í lund og fólk laðaðist að henni. Eftir komuna til Eyja kynntist hún fljótlega íþróttastarfi og hóf að æfa handbolta. Þjálfari var Friðrik Jesson. Magnea vann í verslun- inni sem foreldar hennar ráku. Einn daginn birtist Friðrik þjálfari í búðinni með ljósmyndir sem hann hafði tekið á æfingum. Magneu þótti eitthvað skrítið við það að hún var á öllum mynd- unum þrátt fyrir að hún væri alls ekki neitt góð í handbolta. Sem betur fer kviknaði á perunni hjá henni! Ung gekk Þórhildur Óskars- dóttir til liðs við söngkór Landakirkju og um svipað leyti í Samkór Vestmannaeyja. Þegar Samkórinn, undir stjórn Nönnu Egils Björnsson, réðist í það stórvirki árið 1972 að setja á svið Meyjaskemmuna sem Heinrich Berté samdi árið 1916 við lög eftir Franz Schubert, söng Þórhildur sig inn í hug og hjörtu Eyjabúa í hlutverki Hönnu Tschöll. „Sumardagurinn fyrsti var alltaf merkilegur dagur og þá fékk ég stundum sumargjöf frá mömmu“, sagði Anna Sigmars- dóttir, eða Anna á Löndum eins og hún var yfirleitt kölluð. „Ég man sérstaklega eftir fallegu handavinnuskríni sem hún gaf mér. Einar Sigurðsson, sem kallaður var Einar ríki stofnaði Hraðfrystistöðina í Vestmanna- eyjum árið 1938. Mamma hrósaði honum mikið. Talaði oft um það þegar hann bauð öllu fólkinu inn í Herjólfsdal á góðviðrisdegi.“ :: Gunnhildur undirbýr útgáfu bókarinnar, Þær þráðinn spunnu: Afrekskonur sem skiluðu starfi sem við enn búum að Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur Sagt er frá því í Morgunblaðinu í ágúst 1973 að hópur Vestmannaey- inga hafi klifið hæsta tind Mont Blanc. Aurora Friðriksdóttir var í þeim hópi, en margt fer öðruvísi en ætlað er eins og kom fram í viðtali við hana. Aurora fæddist í Vestmannaeyjum árið 1953. Móðir hennar er Anna Oddgeirs dóttir Auroru Oddgeirs- dóttur prests að Ofanleiti og konu hans Önnu Guðmundsdóttur. Pabbi Auroru var Friðrik Ágúst, kenndur við Skálholt, sonur Þóru Þorbjörns- dóttur og Hjörleifs Sveinssonar. ...Maður Auroru er Bjarni Sighvatsson. Höfðu þau bæði verið virk í skátastarfi í Eyjum, þekktust frá barnæsku og fóru að vera saman 1973. Sameiginlegt áhugamál þeirra var og er útivist og ferðalög. Var því ekki ráðist á garðinn þar sem hann Aurora Friðriksdóttir :: Margt fer öðruvísi en ætlað er: Um nóttina vaknaði hún kvalin af brennandi þorsta :: Fékk sér vatn og gleypti í sig safaríka appelsínu :: Vissi ekki þá að sá sem hefur fengið svokall- aðan sólsting á að forðast ávexti :: Verri líðan :: Ýmist brennandi heitt eða jökulkalt

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.