Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 er lægstur þegar þau slógust í hóp skáta sem ákváðu að klífa Mont Blanc þetta sumar. Voru þau í æfingabúðum á Eyjafjallajökli fyrir ferðina og iðkuðu þar ísklifur og göngur. Lifðu spart á Evrópuferðalagi Áður en gangan á Mont Blanc hófst ferðuðust Aurora og Bjarni með öðru pari um Evrópu í sex vikur. Gistu þau í tjöldum, leigðu lítinn bíl og elduðu alltaf sjálf. Þau lifðu mjög spart og ekki fór matarögn til spillis. Eftir fimm vikur stefndu þau á að hitta hópinn sem ætlaði saman á fjallið í borginni Chamonix við rætur Mont Blanc. Á leið sinni þangað stoppuðu þau í Nice. Aurora vissi ekki hvað sólskin getur verið hættulegt. Hún og vinkona hennar fóru eftir hádegi einn daginn á ströndina og Aurora skildi ekkert í því hvað fáir voru þar miðað við hvað veðrið var yndis- legt. Vinkonurnar undu sér á ströndinni, sóluðu sig og busluðu í sjónum. Um kvöldið var keyrt upp í fjöllin. Þar var tjaldað og Aurora fór að þvo sér um hárið. Ekki var annað í boði en kalt vatn og hún lét sig hafa það. Um nóttina vaknaði hún kvalin af brennandi þorsta, fékk sér vatn og gleypti í sig safaríka appelsínu. Hún vissi ekki þá að sá sem hefur fengið svokallaðan sólsting á að forðast ávexti. Líðan hennar versnaði og henni var ýmist brennandi heitt eða jökulkalt. Daginn eftir þurftu þau að skila bílnum. Hún og vinkona hennar sátu hjá farangrinum meðan strákarnir fóru með bílinn. Auroru var svo illt að hún gat engan veginn verið, sat með handklæði vafið um höfuðið til að skýla því fyrir sólinni. Leist ekki á konuna Þar sem þær vinkonurnar sátu hjá farangrinum kom til þeirra kona. Hún talaði ensku og sagði þeim að ekki væri óhætt fyrir þær að gista á ströndinni, konur hefðu orðið fyrir árásum og jafnvel verið drepnar. Voru þær vinkonur góða stund að átta sig á því að hún áleit þær hafa verið skildar eftir því að hún hafði séð strákana keyra í burtu á bílnum. Konan var alúðleg og bauðst til að lána þeim íbúð sem hún hafði til umráða í húsi handan götunnar og bauð þeim að skoða hana. Aurora brölti á fætur og fylgdi henni. Það var ekki fyrr en hún stóð í lyftu hússins með þessari ókunnugu konu að henni kom í hug að kannski væri verið að leiða hana í gildru og hugsanlega væri þessi kona alls ekki góð heldur hefði í hyggju að gera henni eitthvað illt. Áður en hún gat hugsað þá hugsun til enda staðnæmdist lyftan og konan vísaði henni inn í íbúð... Ásdís Gísladóttir er dóttir hjónanna Guðrúnar Ríkeyjar Guðmundsdóttur og Gísla Stefánssonar sem oftast var kenndur við Höfðann í Vestmanna- eyjum. Í viðtali við Ásdísi kom fram að hún fæddist í Eyjum árið 1954. ...Ásdís átti góða æsku og naut þess frjálsræðis sem krakkar í Eyjum gerðu. Þegar hún var 15 ára var kominn einhver óróleiki eða útþrá í hana og vinkonur hennar. Hún sótti um vinnu á Grænlandi sem skiptinemi og fékk það í gegn. Föður hennar líkaði ekki sú ákvörðun, reyndar varð hann alveg öskureiður en mamma hennar stóð með henni og studdi hana. Ásdís var í níu mánuði á stað sem heitir Nanortalik. Þar bjó hún hjá dönskum hjónum og stundaði nám í grænlenskum skóla. Sú upplifun var henni ógleymanleg og hún reyndi margt sem var ólíkt öllu öðru sem hún hafði áður kynnst í lífinu. Á Grænlandi lærði hún til dæmis perlusaum en konurnar sem kenndu voru algjörir snillingar. Hún lærði einnig kvikmyndagerð og hluti af náminu var að taka kvikmynd. Myndatakan fór fram í kirkjugarð- inum á staðnum, sem var frekar skuggalegt en algjört ævintýri. Mjög vel var passað upp á allt og alla og suma daga mátti alls ekki fara út úr húsi vegna þess að ísbjörn var á ferli í bænum. Minningarnar um dvölina í Nanortalik eru henni dýrmætar og kærar. Ásdís var 16 ára þegar Grænlands- dvölinni lauk og hún kom aftur heim til Eyja. Þá fannst henni margt breytt. Systir hennar var búin að eignast barn og vinkonurnar trúlofaðar og farnar að búa. Flugkennarinn hafði ekki réttindi Margt braust um í huga Ásdísar á þessum tíma en svo mikið var víst að hún ætlaði ekki að binda sig, hvað sem hún annars tæki sér fyrir hendur. Meðan hún hugsaði ráð sitt réði hún sig í fiskvinnu til að vinna sér inn aura. Hún eignaðist vinkonu á vinnustaðnum og náðu þær vel saman. Það var sumar, sólin skein og einn góðviðrisdaginn fengu þær frábæra hugmynd, þær ætluðu að læra að fljúga. Flugkennsla var einmitt að hefjast í Eyjum þarna um haustið og þær skráðu sig báðar. Flugnámið varð endasleppt þegar í ljós kom að leiðbeinandinn hafði ekki kennsluréttindi. Áhugi vinkvennanna hafði samt ekki dvínað, þær sögðu upp í vinnunni og drifu sig til Reykjavíkur til að halda áfram flugnámi. Ekki höfðu þær kannað málið nægilega vel og í ljós kom að þær höfðu hreint ekki efni á skólanum sem var mjög dýr. Þær áttu því ekki annan kost í stöðunni en verða sér úti um vinnu og hana fengu þær á Skálatúni í Mosfellsbæ. Þar var Ásdís einmitt stödd þegar hún heyrði að eldgos væri hafið í Eyjum... Ásdís Gísladóttir :: Ævintýrakona með meirapróf í akstri: Fór 15 ára sem skipti- nemi til Grænlands sem var henni ógleymanlegt :: Naut þess frjálsræðis sem krakkar í Eyjum gerðu :: Hugurinn leitaði snemma út :: Ætlaði að læra flug Fimleikar á fyrri hluta síðustu aldar voru að ýmsu leyti frábrugðnir þeim fimleikum sem þekkjast í dag, öllu líkari leikfimi enda eru hóparnir oft nefndir leikfimihópar í áðurnefndum heimildum. Fimleikar virðast ekki hafa verið stundaðir í Vestmannaeyjunum eftir 1950 fyrr en árið 1966 að nýútskrifaður íþróttakennari flutti til Eyja. Katrín Lovísa Magnúsdóttir fæddist árið 1944 að Ketilsstöðum, Hvammssveit í Dalasýslu. Hún lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1965, almennu kennaraprófi frá Kennara- skóla Íslands árið 1966 og hóf það ár kennslu við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Katrín lauk réttindanámi í sérkennslu árið 2003 og var að því loknu deildarstjóri sérkennslu í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Á yngri árum stundaði Katrín Katrín Lovísa Magnúsdóttir :: íþróttakennari: Frjálsíþróttakona og methafi í langstökki :: Stundaði golfíþróttina með ágætum árangri :: Íslandsmeistari öldunga í kvennaflokki með forgjöf árið 2004 :: Vestmannaeyjameistari kvenna árið 2005 frjálsar íþróttir með góðum árangri, var meðal annars methafi í langstökki. Hin síðari ár hefur hún stundað golfíþróttina með ágætum árangri og varð Íslandsmeistari öldunga í kvennaflokki með forgjöf árið 2004 og Vestmannaeyjameist- ari kvenna árið 2005. Kynntist fimleikum á Laugarvatni Áhugi Katrínar á fimleikum kviknaði í Íþróttakennaraskólanum en fjórar skólasystur hennar höfðu verið í íþróttanámi í Danmörku þar sem mikil áhersla var lögð á fimleika. Veturinn á Laugarvatni æfðu þær fimleika og héldu sýningu um vorið á Landsmóti UMFÍ. Eftir því sem best er vitað var þetta í fyrsta sinn sem slík sýning var haldin á landsmóti. Katrín kenndi íþróttir og bóklegar greinar nokkuð að jöfnu og fljótlega eftir komuna til Vestmannaeyja hóf hún þjálfun stúlkna í fimleikum á vegum skólans. Reyndar var sú þjálfun utan hefðbundins vinnutíma og var því ekki greitt fyrir hana, heldur um sjálfboðastarf í þágu nemenda að ræða. Slíkt fyrirkomu- lag var á fleiru á þessum árum, kennarar unnu meira og minna í sjálfboðavinnu í sambandi við félagsstarf nemenda. Æft á laugardögum og sunnudögum Þessar fimleikaæfingar fóru fram á laugardögum eftir hádegi og á sunnudögum fyrir hádegi, þar sem íþróttasalurinn var ekki laus á öðrum tímum. Afrakstur þessara æfinga var síðan sýndur á sumar- daginn fyrsta á hátíðardagskrá skólans í Samkomuhúsi Vestmanna- eyja. Stúlkurnar í flokknum voru tólf talsins og þrjár þeirra fóru síðar í íþróttaskóla. Þær hafa allar stundað íþróttakennslu í Eyjum. Í gosinu kenndi Katrín í Hvera- gerði og átti þá þrjú börn; sex, þriggja og eins árs. Það fjórða bættist svo í hópinn árið 1974. Þau hjónin, en maður hennar er Sigurgeir Jónsson kennari, fluttu aftur heim til Eyja í október 1974. Þá ætlaði Katrín að hætta kennslu en það vantaði kennara svo hún byrjaði aftur. Það var ærinn starfi að vinna fulla vinnu og vera með heimili svo fimleikaþjálfunin var ekki lengur inni í myndinni. Hvatti hún því eina af sínum fimleika- konum, Ólöfu Heiðu Elíasdóttur, til að taka þjálfunina að sér og gerði hún það um tíma. Kom mörgum til góða Allan sinn starfstíma helgaði Katrín kennslu barna og unglinga og þegar hún lítur til baka veitir sú vitneskja henni gleði, að það sem hún hefur lagt á sig fyrir samfélagið án þess að fá greitt í krónum eða aurum hafi komið svo mörgum til góða. Vinna Katrínar í þágu stúlknanna, sem stunduðu fimleika undir hennar stjórn, er ómetanleg. Hún kom ekki aðeins stúlkunum að gagni heldur naut bæjarfélagið allt afraksturs af framlagi hennar. Er starf hennar enn einn minnisvarðinn um óeigingjarnt sjálfboðastarf kvenna sem ber að virða og þakka.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.