Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 Sigríður Johnsen fæddist 1948 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Sigríður Haraldsdóttir og Jón Hlöðver Johnsen sem bjuggu í húsinu Saltabergi. Hún minnist sunnudagsmorgnanna þegar ræst var löngu fyrir ásættan- legan fótaferðatíma, því nú skyldi farið í fjallgöngu. Fyrst var mömmu hennar fært kaffi í rúmið, steikin fór í ofninn og svo var lagt í’ann. Þetta voru engar venjulegar fjallgöngur. Það var stoppað við hverja þúfu og dró pabbi hennar þá gjarnan upp snærisspotta, lagði hann í hring og svo hófst kennslu- stund. Hver einasta jurt sem lenti innan hringsins var skoðuð gaumgæfilega eins og hún væri merkilegasta fyrirbærið á jörðinni, hún greind og allt skráð í sérstaka bók. Við næsta stopp lögðust þau á bakið, lokuðu augunum og hlustuðu eftir fuglahljóðum. Í kjölfarið kom svo langur fyrirlestur um ætt og lifnaðarhætti fuglsins. Þegar á toppinn var komið og við blasti dýrðlegt útsýnið til allra átta sungu þau Yndislega Eyjan mín, erindin Sigríður Johnsen :: Yndislega eyjan mín: Sigga mín, þú átt örugg- lega eftir að verða kennari, góður kennari :: Ég yrði ekki hissa þó þú ættir eftir að stjórna stærsta skóla á Íslandi :: Þetta sagði mamman og þar reyndist hún sannspá öll „forte“. Síðan var Sigga, eins og Sigríður er yfirleitt kölluð, yfirheyrð um öll sjáanleg örnefni. Undur og dásemdir nátttúrunnar Á niðurleiðinni var hlýtt yfir það sem átti að hafa lærst á uppgöng- unni að viðbættum hugvekjum um lífið og tilveruna, undur og dásemdir nátttúrunnar og þá virðingu sem ætíð bæri að sýna henni. Sigga mun ætíð búa að þessum kennslustundum og þeirri merkilegu en jafnframt einföldu lífsspeki sem faðir hennar innrætti henni á þessum ferðum. ...Móðir Siggu hét Sigríður Haraldsdóttir og var ættuð frá Garðshorni í Vestmannaeyjum. Hún var mjög glæsileg kona og á sínum yngri árum virk í Leikfélagi Vestmannaeyja og tók þátt í mörgum uppfærslum. ...Siggu hefur verið sagt að hún hafi verið fádæma stjórnsamur krakki og snemma sýnt leiðtogatakta. Var stöðugt að skipuleggja uppákomur og atburði, stofna félög og efna til keppni í hinu og þessu með tilheyrandi verðlaunum og titlum. Hún varð snemma fluglæs og í Barnaskóla Vestmannaeyja þá líklega 8 ára, fannst henni vanta talsvert uppá lestrarhæfni hjá nokkrum nemendum. Ákvað hún að bæta úr því og stofnaði skóla. Skólinn í hænsnakofa Skólinn var staðsettur í gömlum hænsnakofa rétt við Illugaskip. Gekk Sigga í hús og sníkti stóla og borð sem ekki var verið að nota. Varð sér úti um pappír og liti og opnaði skólann með pompi og pragt. Lestrarskóli Sigríðar Johnsen, allir velkomnir var lógóið. Ekki stóð á eftirspurn og fljótlega var uppselt í alla stóla í kofanum. Að sjálfsögði stjórnaði hún öllu, var húsvörður, kennari og skólastjóri auk þess að útbúa allt námsefnið. Foreldrar hennar höfðu til að byrja með gaman af uppátækinu. Fljótlega hætti þeim að lítast á blikuna því Sigga varð svo upptekin af verkefninu að ekkert annað komst að. Þegar hún svo ákvað einn daginn að tímbært væri að rukka inn skólagjöld vegna útlagðs kostnaðar í formi blýanta og lita, skrifaði reikninga og bjó sig undir innheimtuaðgerðir, var foreldrum hennar nóg boðið og skipuðu henni að loka skólanum tafarlaust. Mamma reyndist sannspá Sigga var afar ósátt við þá skipun og talaði ekki við þau það sem eftir lifði dags. Þegar hún hafði jafnað sig á áfallinu útskýrðu þau málið og eftir miklar rökræður sætti hún sig við niðurstöðuna og tók aftur gleði sína þegar mamma hennar sagði: „Sigga mín, þú átt örugglega eftir að verða kennari, góður kennari og ég yrði ekki hissa þó þú ættir eftir að stjórna stærsta skóla á Íslandi.” Og þar reyndist hún sannspá. Frá þeirri stundu stefndi Sigga að því alla tíð að fara í kennaranám. Eftir landspróf í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja fór hún í Kennara- skóla Íslands. Leiðin lá svo aftur til Eyja þar sem hún hóf sinn starfs- feril sem kennari og elskaði það starf frá fyrstu kennslustund. Síðar fór hún í framhaldsnám í Háskóla Íslands og lærði stjórnun menntastofnana. Starfaði sem stjórnandi á sviði menntamála í nokkur ár og fékk svo dýrmætt tækifæri til þess að byggja upp skólamenningu í nýjum skóla í Mosfellsbæ. Þar með rættust orð móður hennar. Það átti fyrir henni að liggja að verða skólastjóri í einum stærsta skóla á Íslandi. Hún hefur oft óskað þess að móðir hennar hefði lifað þann dag að sjá þau orð verða að veruleika. Guðrún Ólafsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1956, dóttir hjónanna Þóreyjar Björgvinsdóttur og Ólafs Pálssonar sem bjuggu á Kirkjubæjarbraut 18. Þar ólst Guðrún upp ásamt systkinum sínum. ...Hún var í 3. bekk í gagnfræða- skóla 1972 þegar umræðan um jafnrétti kynja til náms og vinnu fór að hafa mikil áhrif á hana. Hún ákvað að reyna að komast á bát um sumarið en hvorki faðir hennar né bróðir voru hrifnir af því og gættu þess að láta að hana vita af lausu skipsplássi þegar örugglega var búið að ráða í það. Þar kom þó að Björgvin bróðir hennar bauð henni að koma með einn túr, sem nægði því hún fann að sjómennskan var ekki draumastarfið. Þrátt fyrir að Guðrún gæfi hugmyndir um sjómennsku upp á bátinn var ekkert hik á henni þegar kom að því að velja verkleg fög síðasta veturinn í „Gaggó“. Flestar jafnöldrur hennar völdu matreiðslu og handavinnu en hún vildi storka umhverfinu og kaus sjóvinnu og siglingafræði. Valdi strákagreinar Eyjólfur Pálsson skólastjóri undraðist þetta val og þurfti að hugsa sig um augnablik áður en hann samþykkti það. Það hafði aldrei gerst í sögu skólans að stelpa sýndi þessum hefðbundnu ,,stráka- greinum“ áhuga. Guðrún stefndi að því að ná „pungaprófinu“, sem veitti skipstjórnarréttindi á 30 tonna bát, en áform hennar runnu út í sandinn þegar fjölskyldan flúði jarðeldana í janúar 1973. Um tíma tvístraðist fjölskyldan og fékk Guðrún inni hjá foreldrum Kiddýjar vinkonu sinnar og er innilega þakklát fyrir það. Loks fékk fjölskylda hennar íbúð í Reykjavík og lauk Guðrún gagnfræðaprófi frá Laugalækjar- skóla um vorið ásamt fleirum. Foreldrar hennar festu kaup á húsi í Garðabæ sama ár og fluttust þangað um haustið. Þau fluttu ekki aftur til Eyja fyrr en 2007 og þar lést faðir hennar árið 2011. Foreldrarnir studdu hana ...Guðrún undi ekki í Reykjavík; fór á humarvertíð á Hornafirði sumarið 1973, ásamt vinkonum sínum, vann um tíma í rörasteypu og á sjúkra- húsi í umönnun, en fór svo á vertíð til Vestmannaeyja. Þá kom tilboð frá mági hennar, Snorra Jónssyni, um að koma og læra hjá honum rafvirkjun. Hann og Þyrí systir hennar voru að flytja aftur til Eyja með börnin og stofna fyrirtæki og Snorra vantaði lærling. Guðrún sló til og hóf verklegt nám 1975. Foreldrar hennar voru vön því að hún tæki upp á ýmsu óvenjulegu og studdu hana, þótt faðir hennar væri því hlynntari að hún hegðaði sér bara eins og venjuleg stelpa en móðir hennar róaði hann og hvatti hana. Guðrún rifjar upp mörg atvik sem voru dálítið fyndin. Eitt sinn var hún send í hús til að setja upp loftljós. Maður kom til dyra og varð mjög vandræðalegur þegar hún sagðist vera rafvirkinn sem hann pantaði en brosti svo vingjarnlega og benti henni á að það þyrfti að bora svo kannski væri betra að fá karlmann til þess. ,,Við skulum sjá til“, svararði Guðrún, tók niður gamla ljósið og borar fyrir því nýja og tengdi. Maðurinn varð enn vandræðalegri og tuldraði: ,,Hún gat þetta.“... Guðrún Ólafsdóttir :: Fyrsta konan sem tók sveinspróf í rafvirkjun á Íslandi: Vildi storka umhverfinu og kaus sjóvinnu og siglingafræði :: Eyjólfur Pálsson skólastjóri undraðist þetta val :: Þurfti að hugsa sig um augnablik áður en hann samþykkti það

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.