Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 Frjálsíþróttamennirnir Gunnar A. Huseby og Torfi Bryngeirsson voru teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ á íþróttaþingi þess sem haldið var um síðustu helgi. Gunnar og Torfi voru báðir framúrskarandi íþróttamenn. Gunnar var aðallega í kúluvarpinu. - Torfi Bryngeirsson var sá íþróttamað- ur frá Vestmannaeyjum sem var hvað mest í sviðsljósinu um miðbik tuttugustu aldar. Torfi gekk í Þór í september 1935, þá á níunda ári og lagði einkum stund á frjálsar íþróttir. Undir merkjum Þórs og KV keppti hann allt fram til ársins 1946 en þá flutti hann til Reykjavíkur og gekk til liðs við KR. Ekki voru allir á eitt sáttir við þá ákvörðun Torfa og í blaðinu Víði sem gefið var út í Vestmannaeyjum, var sagt að það væri „óviðkunnan- legt“. Evrópumeistarinn Torfi Bryngeirsson Frækilegur íþróttaferill Torfi Bryngeirsson er einn af þeim Vestmannaeyingum, sem hlotið hafa hvað mest frægðarorð sem íþróttamaður. Það voru einkum tvær íþróttagreinar, sem Torfi náði frábærum árangri í, stangarstökki og langstökki, en þrístökkvari var hann og ágætur. Torfi var fæddur í Vestmanna- eyjum 11. nóvember 1926. Foreldrar hans voru frú Lovísa Gísladóttir á Búastöðum og Bryngeir Torfason skipstjóri. Í bókinni um Íþróttafélagið Þór er birt viðtal sem sem Haraldur Guðnason tók við Torfa árið 1963 og birtist þá í afmælisblaði félagsins. Torfi er spurður um íþróttaferil sinn og tildrög þess, að hann gerðist íþróttamaður. „Það er þá fyrst til að taka, að árið 1936 var Siggi í Húsunum, sem svo var kallaður hér, Sigurður Sigurðs- son málari, að æfa fyrir Ólympíu- leikana í Berlín. Það var mikið íþróttalíf og íþróttaáhugi. Við strákarnir hrifumst með þessum straumi og Siggi í Húsunum var okkar fyrirmynd. Við ætluðum allir að verða miklir íþróttamenn eins og hann. Þetta var byrjunin.“ Byrjaði á þjóðhátíð En hvenær tekur þú fyrst þátt í opinberu kappmóti? „Það var á þjóðhátíðinni 1944. Þá setti ég drengjamet í stangarstökki, stökk 3,33 metra. Þá var Þorkell Jóhannesson í Hafnarfirði jafn mér.“ Hvað þótti nú viðunandi árangur í stangarstökki á þeim árum? „Það þótti ekki maður með mönnum sem ekki fór yfir þrjá metra.“ Svo flytur þú til höfuðborgarinnar áður en langt um líður? „Já, ég fór til Reykjavíkur árið 1946 og fór að keppa fyrir KR. Árið eftir, 1947, setti ég svo mitt fyrsta met í stangarstökki, sem var 3,80 m og bætti þá nokkuð fyrra metið sem Guðjón Magnússon átti.“ Og svo koma Ólympíuleikarnir í London 1948? „Já, á svokölluðu Ólympíumóti stökk ég 3,95, en á sjálfum leikunum 3,90 og komst ekki í aðalkeppni. Um þetta leyti keppti ég oft á Norðurlöndum en náði ekki 3,90.“ En segðu mér eitt, Torfi, varstu ekki löngu byrjaður á langstökkinu? „Nei, það kom seinna. Ég keppti í langstökki 1949 og stökk þá 7,10 metra. Sama sumar setti ég Íslandsmet í þrístökki án atrennu, 9,76 m.“ En hvað er að frétta af stönginni á þessum tíma? „Þetta ár, 1949, var haldið vormót KR. Þá gerðist það að ég komst yfir 4 metra, eða nánar tiltekið 4,05. Þetta sama sumar fór KR. keppnis- ferð til Noregs. Í þeirri ferð bætti ég mitt fyrra met tvisvar, stökk 4,08 á Bislet leikvanginum og 4,12 í Stavangri og í langstökki fór ég 7,20, sem þá var nýtt Íslandsmet. Fyrra metið átti Finnbjörn Þorvalds- son, 7,16. Þetta sumar var ég valinn í Norðurlandalið gegn Svíþjóð í frjálsum íþróttum, var þá í aðal- keppni í langstökki en varamaður í stöng. Nú, þetta fór þannig, að í langstökkinu náði ég 7,24, sem var nýtt Íslandsmet, en í stangarstökk- inu ekki nema 4 metrum og var sá fjórði í röðinni. Ég var illa undirbúinn fyrir þessa keppni.“ Árið 1950 Jæja, Torfi, þá komum við að árinu 1950. Var ekki Brüsselmótið háð það ár? „Jú, rétt er það. En þetta ár var reyndar viðburðaríkt um fleira en það. Það er þá fyrst frá því að segja, að á vormóti ÍR. náði ég 4,21 í stangarstökkinu. Svo var landskeppni við Dani 3. og 4. júlí og þá vann ég langstökkið með 7,24, en Örn Clausen fylgdi fast á eftir með 7,20. Úrslitin urðu svo þau, að Ísland vann þessa keppni með 108 stigum gegn 90. – Nú fór Evrópumeistaramótið í hönd. Þá var úr vöndu að ráða fyrir mig, því að langstökk og stangarstökk fór fram á sama tíma og því ekki annað að gera en velja – og hafna. Rétt fyrir mótið í Brüssel fór ég 4,25 á stöng á meistaramóti í Reykjavík, en það var þá nýtt met. Nú, þetta leit kannski ekki illa út, en einn þátttakendanna var Svíinn Ragnar Lundberg og hann hafði rétt fyrr stokkið 4,42 á stöng. Eftir miklar bollaleggingar milli mín, þjálfara og fararstjóra, var svo tekin sú ákvörðun, að ég skyldi sleppa stönginni en keppa í langstökkinu. Og nú rann upp sá mikli dagur. Mótið fór fram á Heisel-leikvang- inum í Brüssel. Áhorfendur voru geysimargir, líklega 80 – 90 þúsund. Við vorum 10 íslensku keppendurnir og víst fámennastir allra. Í undankeppninni stökk ég 7,20 m, en í aðalkeppninni 7,32 í fimmtu atrennu og enginn lengra, en í sjöttu atrennu 7,30. Þetta var á móti tveggja stiga vindi. Ég var þar með Evrópumeistari í langstökki, en Gunnar Huseby í kúluvarpi, 16,74 m. Valið hafði reynzt rétt, sem betur fór. Ég hefði líklega orðið annar, þriðji eða fjórði í stangarstökkinu. Örn Clausen var annar í tugþrautinni. Ísland varð 8. í röðinni af 24 þjóðum með 28 stig og tvo Evrópumeistara.“ Mikill dagur Þetta hefur verið mikill dagur í lífi ykkar íslensku íþróttamannanna. „Já, það var auðvitað mikill fögnuður hjá öllum í íslenska liðinu. Tveir íslenskir fánar voru dregnir að húni og þjóðsöngurinn leikinn. Áhorfendur voru líka vinsamlegir í garð Íslendinga og þeir fögnuðu sigrum okkar.“ Vildu erlendir blaðamenn ekki ræða við ykkur landana? „Jú, ég man t.d. eftir einum blaðamanni sænskum. Hann spurði mig, hvað margar milljónir manna byggju á Íslandi. Ég sagði honum að þær væru 160. Því vildi hann ekki trúa, en 4 – 5 fannst honum líklegra. Ég sagði honum þá sem satt var, 160 þúsundir. Hann vildi heldur ekki trúa því í fyrstu.“ Jæja, svo er haldið heim eftir að hafa séð og sigrað í Brüssel? „Já, við fórum heim um Kaup- mannahöfn og Osló. Við kepptum í Osló í frjálsum íþróttum og sigruðum í þeim greinum, sem við tókum þátt í.“ Það mun hafa verið tekið á móti ykkur með pomp og pragt við heimkomuna? „Rétt er það, við vorum sjálfir hissa á því, hvað mikið var um að vera. Fjöldi fólks var á flugvell- inum og fagnaði okkur innilega. Þá var þar kominn forseti okkar, fyrsti íslenzki forsetinn, Sveinn Björns- son, Björn Ólafsson ráðherra og Gunnar Thoroddsen þáverandi borgarstjóri. Forsetinn og Gunnar borgarstjóri héldu ræður okkur til heiðurs.“ Sigruðu þrjár þjóðir sama daginn Já, þetta hefur verið sögulegt ár, en höldum áfram sem horfir. „Það má nú segja, að næsta ár væri kannski ekki síður sögulegt hvað íþróttagengi okkar viðkemur. Þá fór fram hin sögulega þriggja landa landskeppni 30. júní á Bislet-leik- vanginum í Osló. Þá sigruðu Íslendingar þrjár þjóðir sama daginn, Danmörku og Noreg í frjálsum íþróttum og íslenzkir knattspyrnumenn sigruðu Svía í landsleik.“ Hvaða íþróttum tókst þú þátt í á þessu móti? „Langstökki og stangarstökki; setti þá nýtt Íslandsmet í stangarstökki, 4,30.“ Þetta hefur verið ár mikilla viðburða í íþróttalífinu. „Já, ekki var svo sem haldið kyrru fyrir; mikið líf og fjör. Þetta sama sumar fórum við sex til keppni við Svía. Þar háðum við Lundberg eins konar íþróttaeinvígi í stangarstökki þrisvar. Við reyndum fyrst með okkur í Östersund og skildum við jafnir, hæðin hjá báðum 4,20. Næst hittumst við á Station í Stokkhólmi. Þar var ég í „stuði“ stökk 4,32, sem var nýtt Íslandsmet, en Lundberg stökk 4,20. Í þriðja sinn hittumst við í Uppsölum. Fyrir einhvern misskilning urðu stengur beggja eftir og við vorum þarna eins og vængbrotnar álftir. Þó voru útvegaðar stengur og við reyndum með okkur. Sigraði Lundberg með 4,20 en ég fór 4,10 metra.“ Og hvað tók svo við eftir þessa glæsilegu för til Svíþjóðar hinnar köldu? „Það var haldið beint til Lundúna til keppni við brezka meistara. Ég vann þar stangarstökkið og hlaut Íþróttaþing 2015 :: Gunnar A. Huseby og Torfi Bryngeirsson í Heiðurshöll ÍSÍ: Torfi einn frægasti íþróttamaður sem Eyjarnar hafa alið :: Náði frábærum árangri í stangarstökki og langstökki, en þrístökkvari var hann og ágætur GÍSLi VaLTÝSSon gisli@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.