Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015
Íþróttaþing 2015 :: Gunnar A. Huseby og Torfi Bryngeirsson í Heiðurshöll ÍSÍ:
Torfi einn frægasti íþróttamaður
sem Eyjarnar hafa alið
brezkan meistaratitil og fylgdi
honum stór bikar, sem vinningshafi
má halda í eitt ár, en verja síðan, ef
hann vill halda honum. Ég stökk
ekki nema rúma fjóra metra (4,04).
Gunnar Huseby varð hlutskarpastur
í kúluvarpinu.
Enn var stríðsgæfan með
okkur
Frá London var svo haldið heim, en
aftur var farið út þetta ár og enn var
„stríðsgæfan“ með okkur. Í þessari
ferð var keppt á fjórum stöðum. Ég
keppti líka í þrístökki í þessari ferð
og komst í 14,12 m. Og ég man
það að í langstökkinu náði ég einu
sinni meðal annars 6,89 m.“
Jæja, Torfi, þá förum við nú að
nálgast Ólympíuleikana í Helsing-
fors?
„Já, þá stóð nú mikið til og mikill
undirbúningur af okkar hálfu. En
þá skeður það um veturinn, að
maginn í mér springur. Það leit nú
ekki vel út. Ég var fjóra og hálfan
mánuð frá verki og æfingum, en svo
fór ég að æfa með íslenzka
Ólympíuliðinu.
En þessi uppákoma dró dilk á eftir
sér. Í aðalkeppninni fór ég 4 metra
slétt á stöng, en í úrslitakeppninni
3,90.
Enn nýtt Íslandsmet
Viku eftir leikana fórum við frá
Helsingfors til Svíþjóðar og þar
kepptum við í Gavle. Þar stökk ég
4,35, sem var nýtt Íslandsmet. Þar
var líka kominn Lundberg, nú
svokallaður „bronsmaður“ Svía.
Hann stökk 4,44 , sem var nýtt
Evrópumet. Ég fór yfir þessa hæð
en felldi stöngina. – Ég keppti svo
lítið sem ekkert þetta árið.“
Næstu árin?
„Um þau er ekki mikið að segja.
Árið 1953 æfði ég lítið og keppti
þess vegna lítið. Þó tók ég þátt í
meistaramótinu innanlands og hélt
meistaratitlinum í stangarstökkinu.“
Nú, 1954 er Evrópumeistaramótið
í Bern í Sviss. Og meiningin var að
fara þangað. Á þjóðhátíðinni í
Eyjum þetta sumar gekk mér fremur
vel, náði 4,30, svo útlitið var alls
ekki sem verst. Nú er farið út og
þar æfum við fyrir leikana. En þá
skeður það á einni æfingunni, að ég
togna í fæti. Þá voru nú líkurnar
ekki miklar fyrir mig og mínar
keppnisgreinar. Samt fór ég í
undankeppni og náði 4,05. Læknir
ráðlagði mér eindregið að fara ekki
í aðalkeppni, enda kom á daginn að
vöðvi hafði slitnað.“
Þú varst lögregluþjónn í Reykjavík
á þessum árum?
„Já, ég fór í lögregluna 1948, en
fluttist svo hingað heim aftur 1955
og hef stundað hér sjómennsku,
útgerð og nú aftur lögreglustörf
hér.“
Þá tók lífsbaráttan við
En hvað um íþróttirnar eftir
Bernarmótið?
„Já, þá fór ég að snúa mér að því
efni, sem tekur hug og tíma flestra
manna og dugar varla til að byggja
íbúð yfir mig og fjölskylduna. Og
svo eru það gömul og ný sannindi,
að bezt er að hætta hverjum leik þá
hæst hann ber. En það er margs að
minnast og maður saknar félaganna,
þegar leiknum lýkur. Ég vildi ekki
fyrir nokkurn mun hafa farið á mis
við þessi átta ár sem ég var í
„eldlínunni“. Þó ferðirnar væru oft
og tíðum erfiðar, þá voru þær samt
skemmtilegar í hópi góðra félaga.
Við kynntumst nokkuð löndum og
þjóðum, þótt hratt væri farið, og
okkur var hvarvetna vel tekið.
Aðbúnaður var alls staðar góður.
Hitinn var sums staðar dálítið
óþægilegur, t.d. í London, þegar
hann komst upp í 42 stig og fór ekki
niður úr 40 stigum í viku.“
Segðu mér að lokum, Torfi:
Hvernig var þér innanbrjósts fyrir
keppni, hafðir þú „leikskrekk“ áður
en þú gekkst á hólm við þá miklu
garpa?
„Nei, sem betur fer, því að hver
þarf á sínu að halda, þó að ekki
bætist það ofan á að hemja órólegar
taugar. Ég var ekki nervös, sem
kallað er. Ég var bara ákveðinn í
því fyrir hverja keppni að gera mitt
bezta. Og ef maður gerði það og
hafði æft sig vel fyrir keppnina, þá
var engan um að saka hvernig færi.
Það var óneitanlega skemmtilegast
að bera sigur af hólmi, enda er það
takmark allra íþróttamanna. Nú,
þegar maður tapar í leik, þá er bara
að sætta sig við það og mótherjinn
er vel að sigrinum kominn. Það er
ekki neinn íþróttaandi að leggja
hálfgerða fæð á mótleikanda sinn,
ef hann gerir betur en maður sjálfur.
Þá er við engan að sakast nema
sjálfan sig.“
Og nú allra síðasta spurning:
Hvað finnst þér um unga íþrótta-
menn nú og hvað vilt þú segja við
þá fyrst og fremst?
„Ég held, að þá skorti úthald og
seiglu. Þeir ganga sumir að þessu
af nokkrum krafti í byrjun og ætla
sér stóran hlut. Ef þeir svo setja
ekki met í fyrstu lotu, þá missa
sumir móðinn; kannski íþrótta-
mannsefni, hreint og beint gefast
upp. Þessi hugsunarháttur sæmir
ekki ungum mönnum, sem telja sig
hafa áhuga á íþróttum. Alveg eins
og enginn varð óbarinn biskup í
gamla daga, að því er sagt var, eins
verður enginn góður íþróttamaður
án mikilla æfinga. Fyrsta boðorð
allra íþróttamanna er þetta: æfa,
æfa og æfa.“
(Heimild: Bókin um Íþróttafélagið
Þór)
Á þessari mynd eru sjö Vestmannaeyingar sem allir urðu Íslandsmeist-
arar í stangarstökki. Frá vinstri: Jónas Sigurðsson, Friðrik Jesson,
Ásmundur Steinsson, Karl Vilmundarson, Ólafur Erlendsson, Guðjón
Magnússon, Torfi Bryngeirsson.
Snemma að morgni sumardagsins
fyrsta næstkomandi halda nokkrir
tugir hressra framhaldsskólanema
úr Hafnarfirði til Vestmannaeyja þar
sem ætlunin er að sýna sig og sjá
aðra.
Um er að ræða bæði stráka og
stelpur sem stunda nám við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði og
eiga það sameiginlegt að syngja í
kór skólans. Um árabil hefur
skólinn haldið úti metnaðarfullu og
góðu kórstarfi sem hefur skilað sér í
einstaklega góðum samhljómi og
samheldnum og skemmtilegum
hópi ungmennna ár eftir ár.
Á meðan á heimsókninni stendur
mun kórinn meðal annars líta inn á
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
og í Hraunbúðir, dvalarheimili
aldraðra og taka nokkur lög fyrir
heimilisfólk, starfsfólk og auðvitað
gesti og gangandi. Einnig munu þau
líta við hjá jafnöldrum sínum í
Framhaldsskólanum og flytja
nokkur lög.
Kórinn mun nýta tímann vel til að
kynnast Vestmannaeyjum og
heimamönnum, þau munu til að
mynda fara í skoðunarferðir bæði á
landi og sjó, heimsækja söfn og
borða góðan mat.
Laugardaginn 25. apríl kl. 17
heldur kórinn tónleika í Safnaðar-
heimili Landakirkju undir yfir-
skriftinni Vorboðinn ljúfi. Efnis-
skráin inniheldur að mestu íslenska
tónlist allt frá okkar þekktustu og
ástsælustu verkum á borð við Heyr
Himnasmiður og Maístjarnan til
nýrri verka eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur, Hreiðar Inga
Þorsteinsson og Þóru Marteins-
dóttur svo einhverjir séu nefndir.
Aðgangseyrir á tónleikana er
aðeins 1000 kr. en frítt er fyrir alla
nemendur undir 20 ára aldri. Boðið
verður upp á frítt kaffi í hléi.
Kórinn mun ljúka heimsókn sinni
til Vestmannaeyja með því að koma
fram á Vorhátíð Landakirkju
sunnudaginn 26. apríl.
Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur
Blomsterberg.
Kór Flensborgarskólans
heimsækir Vestmannaeyjar
Bæjarstjórn lagði fram svohljóð-
andi ályktun:
Á fundi sínum í síðustu viku
minnti bæjarstjórn samgönguyfir-
völd enn og aftur á válega stöðu
Landeyjahafnar. Nú þegar
ferðamannatíminn er að hefjast
hafi enn ekki verið hafist handa
við dýpkun svo neinu nemi.
„Seinustu daga hefur veður verið
með ágætum og ölduhæð niður í
1,5 metra. Samt hefur ekki verið
hægt að hefja dýpkun. Með sama
áframhaldi má búast við því að
fullt dýpi náist ekki fyrr en í fyrsta
lagi um miðjan maí. Nú þegar er
skaðinn af stöðunni orðin
gríðarlegur. Bæjarstjórn ítrekar því
fyrri óskir um að allra leiða verði
leitað til að opna höfnina svo fljótt
sem verða má. Dugi þau tæki sem
til eru á Íslandi ekki til, verður
tafarlaust að fá til verksins öflugri
tæki erlendis frá.
Þá minnir bæjarstjórn samgöngu-
yfirvöld og ríkisstjórn enn fremur
á að skv. fjárlögum á að bjóða út
smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju á
fyrrihluta yfirstandandi árs. Þeirri
vinnu þarf því að ljúka á næstu 6
vikum ef virða á fjárlög.
Bæjarstjórn kallar eftir áhuga og
aðgerðum þingmanna og þá
sérstaklega þeirra sem kjörnir eru í
Suðurkjördæmi. Samgöngur eru á
ábyrgð og verksviði ríkisins og
mikilvægt að þingmenn og
samgönguyfirvöld axli þá ábyrgð
sem slíku fylgir,“ segir í ályktun
sem sjálfstæðismennirnir Hildur
Sólveig Sigurðardóttir, Páll
Marvin Jónsson, Elliði Vignisson,
Trausti Hjaltason og Birna
Þórsdóttir og E-lista fólkið
Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Stefán
Óskar Jónasson skrifuðu undir og
samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn :: Umræða um samgöngumál
:: Hefur áhyggjur:
Nú þegar er skað-
inn af stöðunni
orðin gríðarlegur
:: Fullt dýpi ekki fyrr en um miðjan maí :: Fengin
verði öflugri tæki erlendis frá
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is