Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Qupperneq 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015
Meðganga og fæðing barns er í
flestum tilfellum gleðilegur
atburður en hluti barnshafandi
kvenna og nýbakaðra mæðra
upplifir einnig erfiðar tilfinningar á
þessum tímamótum í lífinu. Talið er
að um 10-15% kvenna upplifi
andlega vanlíðan á þessum tíma en
orsakir þessara einkenna eru ekki
að fullu þekktar. Vitað er að áföll
sem konur hafa orðið fyrir áður,
kvíði á meðgöngu, lágt sjálfstraust,
skortur á félagslegum stuðningi og
streita við barnauppeldi auka
líkurnar.
Talið er að allt að 40-80% kvenna
upplifi sængurkvennagrát eftir
fæðingu sem nær yfirleitt hámarki á
um 5. degi eftir barnsburð.
Sængurkvennagrátur lýsir sér oftast
í vægri depurð, pirringi, gráti,
geðsveiflum og ofurviðkvæmni í
samskiptum við aðra. Einkennin
sem hér er lýst eru þó mismikil hjá
konum. Í langflestum tilvikum
gengur sængurkvennagrátur yfir á
1-2 vikum en geri hann það ekki
getur verið um fæðingarþunglyndi
að ræða og í þeim tilvikum er mjög
mikilvægt að leitað sé aðstoðar
fagfólks.
Það getur verið mjög erfitt að tjá
sig um vanlíðan á meðgöngu og
eftir fæðingu þar sem konur upplifa
sig margar einar um að finna fyrir
þessum tilfinningum. Samviskubit
og sektarkennd hrjáir einnig sumar
kvenanna og gerir þeim erfiðara um
vik að tjá sig um líðan.
Mikilvægt er að barnshafandi
konur, nýbakaðar mæður og
stuðningsaðilar þeirra þekki
einkenni meðgöngu- og fæðingar-
þunglyndis og ræði þau fljótt, geri
þau vart við sig. Hægt er að ræða
við ljósmóður í mæðravernd,
hjúkrunarfræðinga og ljósmæður í
ungbarnavernd og heimilislækna
fari konur að upplifa vanlíðan á
þessum tíma og mikilvægt er að
þær leiti sér stuðnings og hjálpar
sem fyrst þar sem líðanin getur
versnað sé það ekki gert.
Heimildir: www.heilsugaeslan.is
Linda Bára Lýðsdóttir, Halldóra
Ólafsdóttir og Jón Friðrik Sigurðs-
son. (2008).
Fæðingarþunglyndi: Algengi,
afleiðingar og helstu áhættuþættir.
Sálfræðiritið, 13, 171-185.
Thome, M. (1998). Þunglyndisein-
kenni og foreldrastreita hjá
íslenskummæðrum með óvær
ungbörn. Læknablaðið, 84, 838 –
844.
Arndís Mogensen
l jósmóðir HSu
á Selfossi
Andleg vanlíðan
á meðgöngu og
eftir fæðingu Krabbameinsleit í Vestmannaeyjum
Dagana 4. – 7. maí fer fram krabbameinsleit á vegum leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands í
Vestmannaeyjum. tímabókanir verða dagana 28., 29. og 30. maí kl. 8:30 – 15 í síma 481-1955.
Við viljum hvetja konur sem fá boðunarbréf að bregðast vel við og panta tíma.
Athugið breytingu á tíma milli leghálsskoðana, eru 3 ár í stað 2 ára áður.
4. maí verða eingöngu brjóstaskoðanir.
leghálskrabbamein er dæmi um sjúkdóm sem hægt er að greina á forstigi en frumubreytingar í
slimhúð í leghálsi eru undanfari þess. Einföld skoðun og sýnataka gerir kleift að greina breytingar
og hefja viðeigandi meðferð sem skilað hefur góðum árangri .
Brjóstakrabbamein má einnig greina áður en einkenni koma fram með röntgenmyndatöku af brjóst-
um og fleiri rannsóknum.
Viljum við benda konum á sem ekki komast á þessum tíma í leghálsskoðun að hægt er að bóka tíma
fyrir leghálsskoðanir á öðrum tímum hjá ljósmóður á HSU-Vestmannaeyjum.
Erum með umboð
fyrir B&L í Vestmannaeyjum
Opnum von bráðar að Goðahrauni 1.
Upplýsingar í síma 862-2516
Ómar Steinsson.
Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar
fyrir árið 2014 voru lagðir fram til
fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í
síðustu viku. Samkvæmt þeim eru
heildar rekstrartekjur samstæðu
Vestmannaeyjabæjar 4.084 milljónir
króna og rekstrargjöld fyrir
fjármagnsliði námu 3.999 millj-
ónum króna. Rekstrarafkoma
samstæðu fyrir fjármagnsliði var
því jákvæð um 85 milljónir. Tekjur
dragast nokkuð saman á milli ára,
fara úr 4.126 milljónum í 4.084
milljónir. Mestu munar þar um að
tekjur vegna útsvars lækka nokkuð,
sem bæjarstjóri segir að eigi ekki að
koma á óvart enda laun í Vest-
mannaeyjum nánast bein afleiða af
verðmæti landsafla. Verðmæti afla í
Vestmannaeyjum fór úr 17
milljörðum árið 2013 í 14 milljarða
árið 2014.
„Því miður á það við um allt land
þar sem heildarverðmæti sjávarafla
á landinu öllu var 136 milljarðar
árið 2014 en 153 milljarðar árið
2013,“ sagði Elliði Vignisson,
bæjarstjóri, sem er þó nokkuð
ánægður með útkomuna. „Eftir sem
áður bera ársreikningar 2014 það
með sér að rekstur Vestmannaeyja-
bæjar gengur vel. Veltufé aðalsjóðs
frá rekstri var 549 milljónir og
veltufé frá rekstri samstæðu var 610
milljónir. Vestmannaeyjabær hefur
á seinustu árum verið að greiða
niður áratuga gamlar skuldir og er
búinn að greiða niður skuldir og
skuldbindingar fyrir u.þ.b. 5.300
milljónir síðan 2006. Heildar
vaxtaberandi skuldir á íbúa af
samstæðu eru nú um 130 þúsund.
Með reglulegum afborgunum mun
Vestmannaeyjabær nálgast það að
verða skuldlaus við lánastofnanir
innan fárra ára.“
Elliði sagði að á sama hátt hafi allt
kapp verið lagt á að greiða upp
skuldbindingar og var stærsta
skrefið í því tekið árið 2013 þegar
eignir Vestmannaeyjabæjar voru
keyptar til baka af Fasteign hf.
„Skuldahlutfall sveitarfélagsins,
eins og það er skilgreint í 64 gr.
sveitarstjórnarlaga er nú komið í
101% hjá A-hlutanum og 102% hjá
samstæðunni. Í lok árs 2011 var
þetta hlutfall 164% hjá A-hluta og
155% hjá samstæðunni. Hámarks-
hlutfall skv. sveitarstjórnarlögum er
150%,“ sagði Elliði.
Heildareignir samstæðu Vestmanna-
eyjabæjar námu 9.996 milljónum
króna í árslok 2014, þar af var
handbært fé upp á 2.076 milljónir
króna. „Á árinu 2014 hækkaði
handbært fé samstæðunnar um 79
milljónir. Allar kennitölur í rekstri
sýna sterka og góða fjárhagsstöðu
Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlut-
fall sveitarsjóðs er 9,47 og eigin-
fjárhlutfallið er 65,24%. Veltufjár-
hlutfall samstæðu er 5,08 og
eiginfjárhlutfall þess 58,31%. Þessi
niðurstaða er bæjarstjórn fyrst og
fremst hvatning til að gæta þess
áfram að missa ekki tökin á
skulda- og útgjaldahliðinni.
Vandaður rekstur er það sem helst
tryggir öfluga og góða þjónustu,“
sagði Elliði eftir fundinn.
Afkoma A-hluta fyrir fjármagnsliði
er kr. 32.514.000, rekstrarafkoma
ársins er kr. 111.472.000 og
niðurstaða efnahagsreiknings kr.
9.115.964.000. Eigið fé kr.
5.947.504.000. Afkoma hafnarsjóðs
fyrir fjármagnsliði er kr.
47.274.014, rekstrarafkoma ársins
kr. 49.002.374 og niðurstaða
efnahagsreiknings kr.
1.455.107.654. Eigið fé kr.
1.217.977.258.
Afkoma félagslegra íbúða fyrir
fjármagnsliði var neikvæð um kr.
9.624.227, rekstrarafkoma ársins
neikvæð um kr. 58.644.961 og
niðurstaða efnahagsreiknings var kr.
191.709.609. Eigið fé var neikvætt
um kr. 1.301.608.055.
Afkoma Fráveitu Vestmannaeyja
fyrir fjármagnsliði var kr.
35.278.095, rekstrarafkoma ársins
kr. 24.133.810 og niðurstaða
efnahagsreiknings kr. 557.628.200.
Eigið fé kr. 232.786.369. Afkoma
Hraunbúða fyrir fjármagnsliði var
neikvæð um kr. -17.717.939,
rekstrarafkoma ársins neikvæð um)
kr. -29.394.364 og niðurstaða
efnahagsreiknings var kr.
103.211.681. Eigið fé neikvætt um
kr. -230.645.226.
Afkoma Náttúrustofu Suðurlands
fyrir fjármagnsliði var neikvæð um
kr. 2.987.33, rekstrarafkoma ársins
var neikvæð um kr. 3.015.772 og
niðurstaða efnahagsreiknings kr.
200.000. Eigið fé var neikvætt um
kr. -4.068.124. Heildartekjur
Vatnsveitunnar voru kr. 16.000.000,
heildargjöld kr. -16.000.000.
Niðurstaða efnahagsreiknings var
kr. 464.000.000 og eigið fé kr.
464.000.000.
Afkoma Heimaeyjar kertaverk-
smiðju fyrir fjármagnsliði var
neikvæð um kr. -27.097 og
rekstrarafkoma ársins kr. 0.
Niðurstaða efnahagsreiknings var
kr. 20.395.771 og eigið fé neikvætt
kr. 32.677.153.
Reikningarnir voru samþykktir til
seinni umræðu.
Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014 ::
Allar kennitölur í
rekstri sýna sterka og
góða fjárhagsstöðu
:: Allt kapp lagt á að greiða upp skuldbindingar
:: Stærsta skrefið kaupin af Fasteign hf.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is